Öndvegisstyrkur Uppbyggingarsjóðs Vesturlands 2020 - Latibær í Borgarnesi
Listen now
Description
Í þessum þætti segir Helga Halldórsdóttir okkur frá verkefni sem fékk Öndvegisstyrk Uppbyggingarsjóðs Vesturlands árið 2020. Verkefnið, Upplifunargarður í anda Latabæjar, hefur vakið athygli margra enda er um stóra og áhugaverða uppbyggingu að ræða sem yrði sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi að mörgu leyti.  Helga sagði okkur frá upphafinu að hugmyndinni, vegferðinni og hvaða aðstoð þau fengu til knýja verkefnið áfram. 
More Episodes
Við tókum þráðinn upp að nýju og fengum Pál Snævar Brynjarsson, framkvæmdarstjóra SSV í settið til okkur en þeir Vífill ræddu þau verkefni sem SSV hefur unnið að síðustu misseri ásamt því að telja upp nokkur skemmtileg og áhugaverð verkefni sem eru í deiglunni.   
Published 03/16/22
Published 03/16/22
Hrefna B. Jónsdóttir, framkvæmdarstjóri Sorpurðunar Vesturlands, segir okkur frá því hvað verður um sorpið sem vestlenskir íbúar henda, hvað gerist í Fíflholtum og hvað felst í rekstri Sorpurðunar Vesturlands.  Sorpmál og lausnir því tengt eru stór þáttur í grænni framtíð og því fullt tilefni...
Published 05/06/21