Hlaðvarp um kvikmyndagerð
. .
180⁰ Reglan er spjallþáttur í umsjón Freyju Kristinsdóttur. Í þættinum ræðir Freyja við fólk sem starfar á ólíkum vettvangi í kvikmyndageiranum á Íslandi, fær innsýn í feril viðmælenda og þeirra sýn á bransann hér á landi. Viðmælendur eru úr öllum áttum, en reglan er sú að hafa jafnt kynjahlutfall viðmælenda í þættinum.
Herdís Stefánsdóttir er kvikmyndatónskáld með annan fótinn í LA og hinn á Íslandi. Ferill hennar sem kvikmyndatónskáld er tiltölulega nýbyrjaður en er samt kominn á fullt skrið. Hún hefur samið tónlist við fjölda stuttmynda, tvær bandarískar kvikmyndir í fullri lengd, eina HBO þáttaröð og næst á...
Published 07/11/20
Atli Óskar Fjalarson og Elías Helgi Kofoed Hansen eru bestu vinir og starfa báðir í kvikmyndagerð. Þeir hófu ferilinn sem ungir leikarar í kvikmyndinni Órói en færðu sig svo yfir í aðra þætti kvikmyndagerðar, Atli sem framleiðandi og Elías sem handritshöfundur. Þeir lærðu kvikmyndagerð í LA en...
Published 07/03/20
Hálfdán Theodórsson hefur unnið sem aðstoðarleikstjóri í næstum 20 ár og meðal kvikmynda sem hann hefur unnið að má nefna Vonarstræti, Hrútar, Hjartasteinn og Kona fer í stríð.
Tónlist: "Horizon" eftir Hákon Júlíusson
https://www.hakonjuliusson.com/
https://soundcloud.com/hakonjuliusson
Published 06/20/20