#10 Hrafnhildur Gunnarsdóttir - heimildamyndagerðarmaður
Listen now
Description
Hrafnhildur Gunnarsdóttir er mörgum kunn sem heimildamyndagerðarmaður, en samhliða kvikmyndagerðinni hefur hún einnig verið formaður Félags kvikmyndagerðarmanna, setið í stjórn kvikmyndaráðs og Nordisk Panorama og verið formaður Samtakanna 78. Verk Hrafnhildar er fjölmörg, en meðal þeirra eru Corpus Camera, Stelpurnar okkar, Með hangandi hendi, Svona fólk og Vasulka áhrifin. Ég fékk að kíkja í heimsókn á skrifstofu Hrafnhildar í Gufunesi, þáði kaffibolla og við spjölluðum um heimildamyndagerð. http://krummafilms.com/ Tónlist: Tómas R. Einarsson
More Episodes
Herdís Stefánsdóttir er kvikmyndatónskáld með annan fótinn í LA og hinn á Íslandi. Ferill hennar sem kvikmyndatónskáld er tiltölulega nýbyrjaður en er samt kominn á fullt skrið. Hún hefur samið tónlist við fjölda stuttmynda, tvær bandarískar kvikmyndir í fullri lengd, eina HBO þáttaröð og næst á...
Published 07/11/20
Atli Óskar Fjalarson og Elías Helgi Kofoed Hansen eru bestu vinir og starfa báðir í kvikmyndagerð. Þeir hófu ferilinn sem ungir leikarar í kvikmyndinni Órói en færðu sig svo yfir í aðra þætti kvikmyndagerðar, Atli sem framleiðandi og Elías sem handritshöfundur. Þeir lærðu kvikmyndagerð í LA en...
Published 07/03/20
Hálfdán Theodórsson hefur unnið sem aðstoðarleikstjóri í næstum 20 ár og meðal kvikmynda sem hann hefur unnið að má nefna Vonarstræti, Hrútar, Hjartasteinn og Kona fer í stríð.  Tónlist: "Horizon" eftir Hákon Júlíusson https://www.hakonjuliusson.com/ https://soundcloud.com/hakonjuliusson
Published 06/20/20