Description
Covid-19 hefur haft áhrif á alla heimsbyggðina, og síðastliðinn mánuð höfum við Íslendingar fundið fyrir því svo um munar. Kvikmyndageirinn hefur ekki farið varhluta af þeim áhrifum, og þá sérstaklega þeir sem eru sjálfstæðir verktakar. Ég vildi ræða þetta ástand nánar og sló á þráðinn til formanna WIFT og FK, en það eru þær Anna Sæunn Ólafsdóttir og Sigríður Rósa Bjarnadóttir.
WIFT á Íslandi (Women in Film and Television)
FK (Félag Kvikmyndagerðarmanna)
Tónlist: "Entidy" eftir Keosz
Herdís Stefánsdóttir er kvikmyndatónskáld með annan fótinn í LA og hinn á Íslandi. Ferill hennar sem kvikmyndatónskáld er tiltölulega nýbyrjaður en er samt kominn á fullt skrið. Hún hefur samið tónlist við fjölda stuttmynda, tvær bandarískar kvikmyndir í fullri lengd, eina HBO þáttaröð og næst á...
Published 07/11/20
Atli Óskar Fjalarson og Elías Helgi Kofoed Hansen eru bestu vinir og starfa báðir í kvikmyndagerð. Þeir hófu ferilinn sem ungir leikarar í kvikmyndinni Órói en færðu sig svo yfir í aðra þætti kvikmyndagerðar, Atli sem framleiðandi og Elías sem handritshöfundur. Þeir lærðu kvikmyndagerð í LA en...
Published 07/03/20
Hálfdán Theodórsson hefur unnið sem aðstoðarleikstjóri í næstum 20 ár og meðal kvikmynda sem hann hefur unnið að má nefna Vonarstræti, Hrútar, Hjartasteinn og Kona fer í stríð.
Tónlist: "Horizon" eftir Hákon Júlíusson
https://www.hakonjuliusson.com/
https://soundcloud.com/hakonjuliusson
Published 06/20/20