Description
Tveir menn hafa haft áhrif á mig varðandi arkitektúr og skipulag, það eru þeir Guðni Pálsson arkitekt og Pétur Ármannsson byggingalistfræðingur, við heyrum í báðum í þættinum, sem fjallar um Guðna Pálsson arkitekt. Farið yfir feril Guðna, rætt um ýmsar byggingar sem hann hefur hannað. Rætt um skipulag Kvosarinnar frá 1986, Hvítu blokkirnar við Skúlagötu, 3 hús í Borgartúni, nýtt hverfi í Hamranesi í Hafnarfirði sem er að rísa, auk þess um íbúðaklasa eins og Guðni vill kalla nýjung í byggingu fjölbýlishúsa, sem enn hefur ekki risið. Rætt við Pétur Ármannsson byggingalistfræðing um Guðna og og störf Péturs á stofunni hans. Fyrir tilstilli Húsafrðunarnefndar var einbýlishús Guðna við Litlu Bæjarvör 4 á Álftanesi friðað í fyrra sem gott dæmi um arkitektúr níunda áratugarins.