Episodes
Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handknattleik, gerði upp Evrópumótið í Þýskalandi þar sem Ísland hafnaði í 10. sæti ásamt því að ræða framtíð íslenska liðsins.
Published 02/01/24
Íþróttafréttakonan Helga Margrét Höskuldsdóttir ræddi um lífið í Þýskalandi á Evrópumótinu í handbolta, fór yfir gengi íslenska liðsins til þessa og spáði í spilin fyrir stórleikinn gegn Austurríki ásamt Brynjólfi Löve Mogensson, verkefnastjóra hjá Morgunblaðinu.
Published 01/24/24
Landsliðsmennirnir fyrrverandi Einar Örn Jónsson og Logi Geirsson gerðu upp frammistöðu íslenska landsliðsins í handbolta í riðlakeppninni á Evrópumótinu í Þýskalandi og spáðu í spilin fyrir milliriðlakeppnina í dag ásamt Brynjólfi Löve Mogensson, verkefnastjóra hjá Morgunblaðinu.
Published 01/18/24
Landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarsson og landsliðsmaðurinn Bjarki Már Elísson ræddu um fyrstu leiki Íslands á Evrópumótinu í handbolta í München í Þýskalandi, lífið á hótelinu og stórmótum almennt og framhaldið á Evrópumótinu ásamt Brynjólfi Löve Mogensson, verkefnastjóra hjá Morgunblaðinu.
Published 01/15/24
Einar Örn Jónsson, fyrrverandi landsliðsmaður Íslands í handbolta og íþróttafréttamaður á RÚV, gerði upp fyrsta leik Íslands gegn Serbíu í C-riðli Evrópumótsins í Þýskalandi og spáði í spilin fyrir næsta leik liðsins gegn Svartfjallalandi sem fram fer á morgun ásamt Brynjólfi Löve Mogensson, verkefnastjóra hjá Morgunblaðinu.
Published 01/13/24
Logi Geirsson, fyrrverandi landsliðsmaður Íslands í handbolta, spáði í spilin fyrir fyrsta leik íslenska karlalandsliðsins í handbolta gegn Serbíu í C-riðli Evrópumótsins, ásamt því að fara yfir fyrstu dagana í München og landsliðsferilinn ásamt Brynjólfi Löve Mogensson, verkefnastjóra hjá Morgunblaðinu. 
Published 01/11/24
Handboltagoðsagnirnar Ásgeir Örn Hallgrímsson og Gunnar Magnússon spáðu í spilin fyrir komandi Evrópumót sem hefst í Þýskalandi í dag. Ásgeir Örn lék 247 A-landsleiki og vann til silfurverðlauna á Ólympíuleikum og bronsverðlauna á EM með liðinu en hann stýrir Haukum í dag. Gunnar var aðstoðarþjálfari liðsins sem vann til silfur- og bronsverðlauna, ásamt því að hafa stýrt liðinu sjálfur á síðasta ári en hann er þjálfari Aftureldingar í dag.
Published 01/10/24
Íþróttalögfræðingurinn Sigurður Ólafur Kjartansson ræddi um samninga leikmanna hér á landi, lögfræðiumhverfið á Íslandi þegar kemur að íþróttum og ensku úrvalsdeildina þar sem þónokkur félög hafa gerst sek um brot á fjármálareglum deildarinnar. Sigurður úskrifaðist úr Háskólanum í Reykjavík áður en hann útskrifaðist með meistaragráðu í íþróttalögfræði frá háskólanun í Madríd á Spáni. 
Published 01/04/24
Bjarni Helgason gerði upp 20. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta á léttu nótunum ásamt íþróttablaðamanninum Aroni Elvari Finssyni og blaðamanninum Sonju Sif Þórólfsdóttur.
Published 01/03/24
Bjarni Helgason gerði upp 18. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta á léttu nótunum ásamt íþróttablaðamönnunum Aroni Elvari Finssyni og Jóhanni Ingi Hafþórssyni.
Published 12/23/23
Bjarni Helgason gerði upp 17. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta á léttu nótunum ásamt íþróttablaðamanninum Jökli Þorkelssyni og Valtý Birni Valtýssyni, fréttamanni á K100.
Published 12/18/23
Bjarni Helgason gerði upp 16. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta á léttu nótunum ásamt íþróttablaðamanninum Aroni Elvari Finnssyni og ritstjóranum Herði Snævari Jónssyni.
Published 12/11/23
Knattspyrnumaðurinn Axel Óskar Andrésson ræddi um áhugaverðan leikmannaferil sinn á Englandi, í Noregi, í Lettlandi og í Svíþjóð og gerði upp 15. umferð ensku úrvalsdeildarinnar ásamt íþróttablaðamanninum Aroni Elvari Finnssyni.
Published 12/08/23
Bjarni Helgason gerði upp 14. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta á léttu nótunum ásamt blaðamanninum Guðmundi Hilmarssyni og úrvarpsmanninum Heiðari Austmann.
Published 12/04/23
Bjarni Helgason gerði upp 13. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta á léttu nótunum ásamt íþróttablaðamanninum Jökli Þorkelssyni og úrvarpsmanninum Þór Bæring Ólafssyni.
Published 11/27/23
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, ræddi endurkomuna til félagsins, tímabilið hjá Hafnfirðingum, samstarfið við Jón Rúnar og Viðar Halldórssyni, fór yfir frammistöðu íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í undankeppni EM og spáði í spilin fyrir komandi umspil ásamt íþróttablaðamanninum Aroni Elvari Finssyni.
Published 11/23/23
Bjarni Helgason gerði upp 12. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta á léttu nótunum ásamt íþróttablaðamanninum Aroni Elvari Finnssyni.
Published 11/13/23
Knattspyrnudómarinn Þórður Þorsteinn Þórðarson og fyrrverandi knattspyrnudómarinn Gunnar Jarl Jónsson ræddu um dómaraferilinn, stöðu dómgæslunnar á Íslandi, VAR-myndbandsdómgæsluna og framtíðina í dómgæslu á Íslandi.
Published 11/09/23
Bjarni Helgason gerði upp 11. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta á léttu nótunum ásamt íþróttablaðamönnunum Aroni Elvari Finnssyni og Jóhanni Inga Hafþórssyni.
Published 11/06/23
Þóra Helgadóttir, ein leikjahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi, gerði upp landsleiki kvennalandsliðsins gegn Danmörku og Þýskalandi, og ræddi átján manna leikmannahóp íslenska kvennalandsliðsins í handbolti fyrir HM 2023 í Danmörku, Noregi og Svíþjóð ásamt íþróttablaðamanninum Aroni Elvari Finnssyni.
Published 11/02/23
Bjarni Helgason gerði upp 10. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta á léttu nótunum ásamt íþróttablaðamönnunum Jökli Þorkelssyni og Sævari Breka Einarssyni.
Published 10/30/23
Bjarni Helgason gerði upp 9. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta á léttu nótunum ásamt íþróttablaðamanninum Jóhanni Inga Hafþórssyni og blaðamanninum og fyrrverandi knattspyrnumanninum Viðari Guðjónssyni.
Published 10/23/23
Rúnar Kristinsson, fyrrverandi þjálfari KR og næstleikjahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi, gerði upp tímann í Vesturbænum og viðskilnaðinn við KR og fór yfir frammistöðu íslenska karlalandsliðsins í fóbolta gegn Lúxemborg og Liechtenstein ásamt íþróttablaðamanninum Aroni Elvari Finnssyni.
Published 10/18/23
Aron Elvar Finnsson gerði upp 8. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta á léttu nótunum ásamt íþróttablaðamönnunum Gunnari Agli Daníelssyni og Jökli Þorkelssyni.
Published 10/09/23
Bjarni Helgason gerði upp 7. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta á léttu nótunum ásamt Gísla Frey Valdórssyni, ritstjóra Viðskiptamoggans, og Stefáni Einari Stefánssyni, fyrrverandi ritstjóra Viðskiptamoggans.
Published 10/02/23