Episodes
Evrópulöndin, og mörg önnur lönd, eru bókstaflega að drukkna í fatafjallinu sem stækkar og stækkar. Íbúar Evrópu losa sig árlega við fjórar milljónir tonna af fatnaði og skóm. Nú vill Evrópusambandið auka ábyrgð framleiðenda í því skyni að draga úr framleiðslunni.
Published 06/09/24
Published 06/09/24
Dagana 6. til 9. júní fara fram kosningar til Evrópuþingsins. Kosið er á fimm ára fresti í aðildarríkjunum sem nú eru 27 og íbúarnir um 450 milljónir. Áhugi fyrir kosningunum virðist meiri en oft áður.
Published 06/02/24
Í þættinum fá Dagrún og Sigurlaug til sín Terry Gunnell, prófessor emeritus í þjóðfræði við Háskóla Íslands. Terry er nýhættur að kenna við HÍ en situr ekki auðum höndum.
Published 05/28/24
Þegar kosningar nálgast breytast óteljandi danskir ljósastaurar í auglýsingasúlur fyrir þá sem vilja þjóna fólkinu, eins og það er orðað. Nú stendur yfir eitt slíkt auglýsingatímabil, kosningar til Evrópuþingsins fara fram í júní. Strangar reglur gilda um kosningaspjöldin.
Published 05/26/24
Í þessum þætti af Þjóðháttum tala Dagrún og Sigurlaug við hana Önnu Margréti Hrólfsdóttur, þjóðfræðing og framkvæmdastjóra Endó samtakanna.
Published 05/22/24
Hægagangur og umferðartafir kosta Dani árlega fjármuni sem svara til 620 milljarða íslenskra króna. Umferðin á vegum landsins hefur nær þrefaldast á tiltölulega fáum árum og útlit fyrir að hún aukist enn frekar á næstu árum. Vegakerfið ræður ekki við aukninguna.
Published 05/19/24
Sigurlaug og Dagrún fá hann Eirík Valdimarsson, þjóðfræðing í þáttinn en Eiríkur starfar á Rannsóknasetri Háskóla Íslands á Ströndum - Þjóðfræðistofu.
Published 05/14/24
„Við sjáum í rauninni allan þennan ljótleika sem tilheyrir þessum brotaflokki gerast í nánum samböndum,“ segir Jenný Krístín Valberg, teymisstjóri Bjarkarhlíðar. Jóhannes Kr. Kristjánsson er á vettvangi og fylgist með störfum kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Published 05/13/24
Að næturlagi í lok apríl sl. var litlum fólksbíl ekið frá Silkeborg á Jótlandi til Árósa, um 40 kílómetra leið. Tveir farþegar voru í bílnum, annar á miðjum aldri en hinn mun eldri, kom í heiminn löngu fyrir Krists burð. Það var þó einungis höfuð þess gamla sem var með í ökuferðinni.
Published 05/12/24
Í hádeginu í dag, föstudag, er komið að Ásdísi Rán Gunnarsdóttur, Ástþóri Magnússyni, Eiríki Inga Jóhannssyni og Viktori Traustasyni að mætast í kappræðum í Pressu, umræðuþætti Heimildarinnar.
Published 05/10/24
Í þættinum ræða Dagrún og Sigurlaug við Helgu Einarsdóttur, þjóðfræðing, en Helga starfar nú hjá Alþingi sem verkefnastjóri á fræðslusviði.
Published 05/07/24
„Nýlega vorum við með mál þar sem ungur maður kynnist einni á netinu og gerir þetta og hann endaði með því á einni helgi að borga viðkomandi aðila alla sumarhýruna eftir sumarvinnuna og síðan bætti hann við smáláni þannig að hann borgaði alls eina og hálfa milljón krónur en þrátt fyrir það var birt,“ segir Kristján lngi lögreglufulltrúi. Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son er á vett­vangi og fylg­ist með störf­um kyn­ferð­is­brota­deild­ar lög­regl­unn­ar.
Published 05/06/24
Stein­unn Ólína, Arn­ar Þór og Helga mæt­ast í kapp­ræð­um í Pressu.
Published 05/03/24
Í þættinum ræðir Dagrún við Katrínu Snorradóttur og Sigurlaugu Dagsdóttur þjóðfræðinga.
Published 04/30/24
„Ég fæ bara gæsahúð sjálf þegar ég hugsa um þetta enn þann dag í dag og það eru mörg ár síðan ég sá þetta myndskeið,“ segir Bylgja lögreglufulltrúi sem hefur það hlutverk að myndgreina barnaníðsefni. Það felur meðal annars í sér að hún þarf að horfa á myndskeið þar sem verið er að beita börn ofbeldi. Jóhannes Kr. Kristjánsson er á vettvangi og fylgist með störfum kynferðisbrotadeildar lögreglunnar. Þátturinn í heild sinni er aðgengilegur áskrifendum Heimildarinnar.
Published 04/29/24
Talið er að endurbygging Børsen, einnar þekktustu byggingar Kaupmannahafnar, geti tekið 10 ár og kostnaðurinn verði að minnsta kosti einn milljarður danskra króna. Eigandinn, Danska viðskiptaráðið, hefur lýst yfir að húsið verði endurbyggt, en spurningin er hvort nýbyggingin eigi að vera nákvæm endurgerð hins upprunalega og hvort það sé framkvæmanlegt.
Published 04/28/24
Katrín, Bald­ur, Jón Gn­arr og Halla Hrund mæt­ast í fyrsta sinn í kapp­ræð­um í Pressu.
Published 04/26/24
Í þættinum ræða Dagrún og Sigurlaug við Vilborgu Bjarkadóttur þjóðfræðing. Vilborg hafði lokið myndlistarnámi þegar hún kom inn í þjóðræðina og hefur sá bakgrunnur mótað hana sem rannsakanda, en strax í listnáminu fékk hún áhuga á sögnum og þá sérstaklega veikindasögum.
Published 04/23/24
„Halló. Þú þarft að koma með okkur,“ segir lögreglan við mann sem verður færður á lögreglustöð vegna gruns um kynferðisbrot. Áður hafði leigubílsstjóri verið handtekinn vegna sama máls. Báðir mennirnir eru komnir í farbann. Á vettvangi er ný hlaðvarpssería þar sem Jóhannes Kr. Kristjánsson fylgist með störfum kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hér er fyrsti þáttur.
Published 04/22/24
Danska verslanasamsteypan Coop hefur um langa hríð glímt við rekstrarerfiðleika. Margs konar hagræðingar hafa ekki dugað til að koma rekstrinum í viðunandi horf. Nú hefur orkufyrirtækið OK ákveðið að koma Coop til bjargar og leggur til verulegt fjármagn.
Published 04/21/24
Í 20. þætti af Pressu verður fjallað um versnandi fjárhagsstöðu fjölda heimila á Íslandi og hvað sé til ráða. Ýmsar kannanir hafa að undanförnu sýnt að byrðar fjölda fólks hafa þyngst. Þannig eiga fjögur af hverjum tíu sem eru á vinnumarkaði erfitt með að ná endum saman og tveir af hverjum tíu öryrkjum búa við verulegan efnislegan skort eða sárafátækt.
Published 04/19/24
Á veggjum þekkts listasafns í Boston má sjá 13 tóma myndaramma. Myndunum úr römmunum var stolið fyrir 34 árum og hafa ekki fundist. Næturvörður á safninu hefur alla tíð legið undir grun um aðild að málinu, sem er talið mesta listaverkarán sögunnar. Hann lést fyrir nokkrum vikum.
Published 04/14/24
Í 19. þætti af Pressu verður til umræðu um­deild laga­setn­ing sem heim­il­ar af­urða­stöðv­um í kjöt­iðn­aði að hafa með sér mikla sam­vinnu og umfangs­mik­ið sam­starf. Gestir verða þeir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, og Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Published 04/12/24
Sænskt fyrirtæki sem rekur 400 apótek í heimalandinu hefur lagt bann við að ungmenni yngri en 15 ára geti keypt tilteknar húðvörur sem ætlaðar eru eldra fólki. Húðsjúkdómalæknar vara við síaukinni notkun ungra stúlkna á slíkum vörum.
Published 04/07/24