Episodes
Illugi Jökulsson veltir fyrir sér stórmerkilegu ferðalagi, hinu fyrsta sem nútímamaðurinn lagði í.
Published 09/08/24
Marius Borg Høiby, sonur norsku krónprinsessunnar Mette-Marit, er aðalpersónan í einhverri verstu krísu sem norska konungsfjölskyldan hefur lent í, að minnsta kosti á síðari tímum. Þar koma eiturlyf og ofbeldi við sögu.
Published 09/08/24
Illugi Jökulsson komst fyrst í kynni við hið einangraða kristna ríki Eþíópíu með því að lesa Tarzanbækur Edgars Rice Burroughs.
Published 09/01/24
Meðan Margrét Þórhildur var þjóðhöfðingi Dana var það ófrávíkjanleg regla að hún skyldi þéruð, Deres majestæt, nema í þröngum hópi fjölskyldu og náinna vina. Eftir að sonurinn Friðrik tók við krúnunni hefur það flækst fyrir mörgum hvernig ávarpa skuli kónginn og sama gildir um drottninguna Mary.
Published 09/01/24
Illugi Jökulsson sá ekki sýningu Íslensku óperunnar á Don Carlo en kynnti sér ævi fyrirmyndarinnar, Carlosar krónprins.
Published 08/25/24
Eftir mikla óvissu mánuðum saman hefur SAS hótelið við Vesterbrogade, eitt þekktasta kennileiti Kaupmannahafnar, verið friðað. Húsið er talið merkasta verk hins heimsfræga arkitekts Arne Jacobsen. Eigendurnir ætluðu að gera miklar breytingar á útliti hússins en friðlýsingin kemur í veg fyrir það.
Published 08/25/24
Illugi Jökulsson var duglegur að læra Biblíusögurnar sínar í barnaskóla. En fór seinna að efast um ýmislegt af því sem þar stóð.
Published 08/18/24
Glæpaflokkar borga í auknum mæli ungum drengjum fyrir að fremja margs konar óhæfuverk, jafnvel morð. Tveir sænskir piltar voru fyrir skömmu handteknir í Kaupmannahöfn eftir morðtilraun.
Published 08/18/24
Illugi Jökulsson bíður eftir nýjustu tíðindum frá Gunung Padang en þar var verið að grafa eitthvað afar óvænt upp úr frumskógarmoldinni.
Published 08/11/24
Illugi Jökulsson las ungur söguna um Robinson Crusoe en komst löngu seinna að því að til var enn merkilegri saga um fólk á eyðieyju, og sú var meira að segja sönn.
Published 08/04/24
Teymisstjóri Bjarkarhlíðar segir öll ofbeldisbrot í tíunda veldi í fíkniefnaheiminum. „Við erum oft að sjá mjög ungar stelpur í þessum aðstæðum og við vitum af stelpum sem eru fimm árum eldri sem hafa lent í sömu mönnum, tíu árum eldri sem hafa lent í sömu mönnum,“ segir Jenný Kristín Valberg. Þetta er meðal þess sem kemur fram í lokaþætti hlaðvarpsseríunnar Á vettvangi þar sem Jóhannes Kr. Kristjánsson fylgist með störfum kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Published 08/02/24
Illugi Jökulsson vildi svo gjarnan skrifa eingöngu um hina djúpu þungu strauma sem knýja elfu sögunnar áfram, en lendir þó einlægt í blóðugum þverám þar sem kóngar og drottningar og launmorðingjar halda til.
Published 07/28/24
Illugi Jökulsson hélt að hann fengi ekki að upplifa margt nýtt í sögulegum rannsóknum á sinni ævi. Þeim mun kátari varð hann þegar splunkunýjar rannsóknir fyrir nokkrum árum skiluðu óvæntum niðurstöðum.
Published 07/21/24
Þessi Flækjusaga er framhald af annari sem heitir Vald og maktsýki á eyðieyju og þar hóf ég að fjalla um hollenska austurindíafarið Batavíu. Af þeirri sögu má draga ýmsa lærdóma – og flesta ófagra.
Published 07/14/24
Illugi Jökulsson furðar sig á því hvað maðurinn er alltaf fljótur að efna til valdabaráttu og framapots, þótt samvinna virðist affarasælli.
Published 07/14/24
Grikkir og Danir hafa árum saman deilt um grískar marmarastyttur sem voru fluttar frá Grikklandi til Danmerkur fyrir 340 árum. Grikkir vilja fá stytturnar til baka en Danir vilja ekki láta þær af hendi.
Published 07/07/24
Daglega má sjá í fjölmiðlum auglýsingar um hvernig við getum bætt og lengt líf okkar, bara ef við gleypum reglulega réttu pillurnar, vítamín og heilsubótarefni. Ný viðamikil rannsókn hefur leitt í ljós að vítamínspillurnar lengja ekki lífið.
Published 07/04/24
Kannski virðist ekki augljóst hvað það sem nefnt er í fyrirsögninni á sameiginlegt. En eftir að varnarmálaráðherrann nefndi þetta og fleira í ávarpi sem hann flutti fyrir skömmu skilja allir Danir samhengið.
Published 06/30/24
Ný úttekt á kennsluháttum og framkoma kennara við Ballettskóla konunglega leikhússins í Kaupmannahöfn gagnvart nemendum er áfellisdómur yfir stjórnendum skólans og leikhússins. Úttektin var gerð í kjölfar umfjöllunar eins af dönsku dagblöðunum og vakti mikla athygli.
Published 06/23/24
Ritzau, elsta og stærsta fréttastofa á Norðurlöndum tók til starfa árið 1866. Fjölmiðlaheimurinn hefur gengið í gegnum miklar breytingar á þeim 158 árum sem liðin er frá stofnun fréttastofunnar en Ritzau heldur alltaf sínu striki. Starfsmenn eru um 180.
Published 06/16/24
Evrópulöndin, og mörg önnur lönd, eru bókstaflega að drukkna í fatafjallinu sem stækkar og stækkar. Íbúar Evrópu losa sig árlega við fjórar milljónir tonna af fatnaði og skóm. Nú vill Evrópusambandið auka ábyrgð framleiðenda í því skyni að draga úr framleiðslunni.
Published 06/09/24
Dagana 6. til 9. júní fara fram kosningar til Evrópuþingsins. Kosið er á fimm ára fresti í aðildarríkjunum sem nú eru 27 og íbúarnir um 450 milljónir. Áhugi fyrir kosningunum virðist meiri en oft áður.
Published 06/02/24
Í þættinum fá Dagrún og Sigurlaug til sín Terry Gunnell, prófessor emeritus í þjóðfræði við Háskóla Íslands. Terry er nýhættur að kenna við HÍ en situr ekki auðum höndum.
Published 05/28/24
Þegar kosningar nálgast breytast óteljandi danskir ljósastaurar í auglýsingasúlur fyrir þá sem vilja þjóna fólkinu, eins og það er orðað. Nú stendur yfir eitt slíkt auglýsingatímabil, kosningar til Evrópuþingsins fara fram í júní. Strangar reglur gilda um kosningaspjöldin.
Published 05/26/24
Í þessum þætti af Þjóðháttum tala Dagrún og Sigurlaug við hana Önnu Margréti Hrólfsdóttur, þjóðfræðing og framkvæmdastjóra Endó samtakanna.
Published 05/22/24