Pilot þáttur - Kolvetnahræðsla & íþróttafólk
Listen now
Description
Undanfarin ár hefur borið mikið á kolvetnaumræðu í tengslum við íþróttir og þjálfun. Í okkar starfi sem íþróttanæringarfræðingar höfum við nefnilega orðið vör við hvað þessi umræða hefur haft mikil áhrif á það íþróttafólk sem kemur til okkar og skapað mikla hræðslu í tengslum við kolvetnarík matvæli. Ég nýtti því þennan þátt í að fara aðeins yfir hlutverk og virkni kolvetna í líkamanum – þá sérstaklega í tengslum við frammistöðu í íþróttum ásamt því að snerta aðeins á mýtunum sem hafa verið á lofti í tengslum við þau sem vonandi hjálpar þér að fá betri yfirsýn og grisja réttar upplýsingar frá röngum.
More Episodes
Í þessum örþætti tökum við fyrir efni sem mörg eru farin að kannast við - en það er einmitt afkastaaukandi fæðubótarefnið kreatín. Í þættinum fer Arnar Sölvi yfir virkni þess í líkamanum, í hvaða aðstæðum það gæti gagnast, hvað rannsóknir sýna þegar kemur að áhrifum og hvort það sér öruggt til...
Published 11/25/24
Í þessum þætti tökum við skemmtilegt og einlægt spjall við Hafrúnu Rakel Halldórsdóttur, landsliðs- og atvinnukonu í fótbolta, þar sem við förum aðeins yfir boltann og lífið, hvernig það var að skipta úr uppeldisfélaginu, fá kallið inní landsliðið og flytja milli landa þegar hún fór yfir til...
Published 11/11/24