Episodes
Ein af fyrstu íþróttastjörnum Íslands, Gunnar Huseby, fæddist 4. nóvember 1923 eða fyrir 100 árum. Hann var tvöfaldur Evrópumeistari í kúluvarpi en vandamál með áfengi varð til þess að hann keppti aldrei á Ólympíuleikum. Síðar setti hann þó tappann í flöskuna alveg sjálfur. Gunnar setti fjölda Íslandsmeta í kúluvarpi og kringlukasti og var landsfrægur. Í þessum þætti er saga Gunnars Huseby sögð og spiluð brot úr viðtölum við hann. Rætt er við íþróttafréttamennina Ómar Ragnarsson og Bjarna...
Published 11/04/23
Gestur Íþróttavarpsins í dag er sundkappinn Anton Sveinn McKee. Anton fer yfir víðan völl um andlegu hliðina, um Ólympíuleikana í París á næsta ári og mánuðina og mótin fram undan, en gerir líka upp síðustu mót auk þess að ræða almennt um lífið og tilveruna. Umsjón: Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson og Ingi Þór Ágústsson
Published 08/25/23
Það er komið að endastöð á heimsmeistaramótinu í fótbolta árið 2023, úrslitaleikurinn er fram undan nú á sunnudag en þar mætast Spánn og England eftir sigra í fjörugum undanúrslitaleikjum. Hér í þætti dagsins ætlum við að fara yfir undanúrslitaleikina tvo og kryfja úrslitaleikinn. Gestir Íþróttavarpsins að þessu sinni eru Gunnar Birgisson og Albert Brynjar Ingason, þeir velja líka leikmann mótsins hingað til og nudda kristalskúluna fyrir úrslitin. Umsjón: Helga Margrét Höskuldsdóttir
Published 08/18/23
Heimsmeistaramótið í frjálsíþróttum hefst í Búdapest á laugardaginn. Við tókum hús á Sigurbirni Árna Arngrímssyni á Laugum í Reykjadal. Sigurbjörn mun af sinni alkunnu snilld lýsa HM í frjálsíþróttum. Spurningin er hins vegar hvort hann verði búinn að finna símann sinn fyrir mótið. Ísland á þrjá keppendur á HM, sleggjukastarann Hilmar Örn Jónsson, kringlukastarann Guðna Val Guðnason og kúluvarparann Ernu Sóleyju Gunnarsdóttur. Rætt er líka við þau í þessum þætti en Sigurbjörn Árni fer svo...
Published 08/17/23
8-liða úrslitin á heimsmeistaramóti kvenna í fótbolta voru spiluð um helgina og eftir standa fjögur lið fyrir undanúrslitin sem eru framundan. Adda Baldursdóttir og Arna Sif Ásgrímsdóttir fara yfir nýjustu leikina og spá í spilin fyrir framhaldið. Verður það Spánn/Svíþjóð eða Ástralía/England sem leika til úrslita? Geta heimakonur farið alla leið? Og svo er það stóra spurningin; hefði Ísland átt erindi á þetta mót? Umsjón: Edda Sif Pálsdóttir
Published 08/14/23
Það er hlé á heimsmeistaramótinu í fótbolta í dag og á morgun og 8-liða úrslitin fara af stað aðfaranótt föstudags. Albert Brynjar Ingason og Hörður Magnússon fara yfir 16-liða úrslitin og spá í spilin fyrir 8-liða úrslitin með Helgu Margréti Höskuldsdóttur. Hrun Bandaríkjanna, sannfærandi japanskt lið og fleira er til umræðu í þættinum þar sem Albert og Hörður spá líka fyrir um heimsmeistara. Umsjón: Helga Margrét Höskuldsdóttir
Published 08/09/23
Riðlakeppninni á heimsmeistaramóti kvenna í fótbolta er lokið. Sextán lið eru komin áfram og útsláttarkeppnin hefst á laugardag. Edda Sif Pálsdóttir, Gunnar Birgisson og Adda Baldursdóttir fara yfir allt sem þið þurfið að vita eftir riðlakeppnina og spá í spilin fyrir framhaldið. Bestu liðin, þjálfararnir, það sem hefur komið á óvart, hverjar eru efni í heimsmeistara, hverjar hafa valdið vonbrigðum o.s.frv. Umsjón: Edda Sif Pálsdóttir
Published 08/04/23
Heimsmeistaramót kvenna í fótbolta 2023 hefst á fimmtudaginn, 20. júlí. Allir leikir mótsins verða í beinni útsendingu á RÚV og flautað verður til leiks á fimmtudagsmorgun klukkan 7:00. Í þessum þætti Íþróttavarpsins förum við yfir riðlana átta með sérfræðingum RÚV á mótinu, Alberti Brynjari Ingasyni og Öddu Baldursdóttur. Hvaða lið verða best, hvaða lið koma á óvart, verða einhver lið í brasi? Við skoðum líka leikmenn sem vert er að fylgjast með þegar veislan hefst. Allar upplýsingar um...
Published 07/18/23
Martin Hermannsson er besti körfuboltamaður landsins og þarf varla að kynna. Hann sleit krossband í leik með félagsliði sínu, Valencia, í maí 2022 en er kominn á gott skrið með liðinu á nýjan leik. Meiðslin tóku á andlegu hliðina en á sama tíma gafst tími fyrir fjölskyldu og vini. Martin fer yfir lífið í Valencia, grátlegan endi á undankeppni HM og lífið utan vallar í íþróttavarpi dagsins. Umsjón: Kristjana Arnarsdóttir
Published 06/29/23
Kjartan Atli Kjartansson stýrði á síðasta tímabili körfuboltaliði Álftaness upp í efstu deild í fyrsta skipti í sögu félagsins. Kjartan hefur undanfarin átta ár stýrt Körfuboltakvöldi, sjónvarpsþætti sem fjallar einmitt um efstu deild á Íslandi en stígur nú frá borði. Hann hefur komið víða við í fjölmiðlum, til að mynda stýrt eigin útvarpsþætti, verið umsjónarmaður í Íslandi í dag og komið að þáttagerð á Stöð2Sport. Hann hefur auk þess þjálfað yngri flokka í körfubolta frá 17 ára aldri, kennt...
Published 06/23/23
Gestir Íþróttavarpsins í dag eru pílukastararnir Halli Egils og Vitor Charrua en þeir eru á leiðinni til Frankfurt þar sem þeir munu keppa fyrir Íslands hönd á Heimsbikarmótinu í pílukasti eða World Cup of Darts. Þetta er í fyrsta skipti sem Ísland er með þátttökurétt á mótinu og óhætt að segja að þetta sé stærsta pílukeppni sem Íslendingar hafa tekið þátt í. Halli og Vitor fara yfir mótið, stöðu pílukasts á Íslandi og ýmislegt fleira í þættinum. Umsjón: Almarr Ormarsson.
Published 06/14/23
Gestur Íþróttavarpsins í dag er handboltamaðurinn Arnór Þór Gunnarsson. Arnór leikur á sunnudaginn síðasta handboltaleikinn á ferlinum þegar hann spilar með Bergischer í lokaumferð efstu deildar Þýskalands á móti Erlangen. Arnór fer yfir ferilinn á þessum tímamótum í Íþróttavarpinu. Umsjón: Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson
Published 06/08/23
Hinn 4. júní árið 1983 vann Atli Eðvaldsson ótrúlegt afrek, því þann dag skoraði hann öll fimm mörk Fortuna Düsseldorf í 5-1 sigri liðsins á Eintracht Frankfurt í efstu deild Þýskalands í fótbolta. Strax daginn eftir skoraði svo Atli sigurmark Íslands í 1-0 sigri á Möltu í undankeppni EM á Laugardalsvelli og toppaði þar með hreint ótrúlegan sólarhring á sínum ferli. Atli rifjaði upp þennan magnaða sólarhring í áður ófluttu viðtali við RÚV sem tekið var vorið 2016. Aðrir viðmælendur eru Pétur...
Published 06/04/23
Hinn 4. júní árið 1983 vann Atli Eðvaldsson ótrúlegt afrek, því þann dag skoraði hann öll fimm mörk Fortuna Düsseldorf í 5-1 sigri liðsins á Eintracht Frankfurt í efstu deild Þýskalands í fótbolta. Strax daginn eftir skoraði svo Atli sigurmark Íslands í 1-0 sigri á Möltu í undankeppni EM á Laugardalsvelli og toppaði þar með hreint ótrúlegan sólarhring á sínum ferli. Atli rifjaði upp þennan magnaða sólarhring í áður ófluttu viðtali við RÚV sem tekið var vorið 2016. Aðrir viðmælendur eru Pétur...
Published 06/04/23
Gestur Íþróttavarpsins í dag er ein besta handboltakona landsins, sem þó hefur ekki spilað handboltaleik síðan í lok janúar í fyrra. Ragnheiður Júlíusdóttir hefur verið stórskytta í liði Fram undanfarinn áratug og algjör lykil kona í sigursælu liði Fram. Þá hefur hún einnig verið hluti af íslenska landsliðinu og átti meðal annars sinn besta landsleik á Ásvöllum í október 2021 gegn Serbíu þegar hún endaði markahæst með sjö mörk í sigri sem kom Íslandi í góða stöðu í undankeppni EM. Í lok...
Published 06/01/23
Þóri Hergeirsson þarf ekki að kynna fyrir mörgum en hann hefur stýrt norska kvennalandsliðinu í handbolta við góðan orðstýr síðastliðin 14 ár. Með liðinu hefur hann unnið heimsmeistaramót, evrópumót og Ólympíuleika og virðist hvergi nærri hættur. Þórir kom til landsins í vikunni til að halda fyrirlestur í Háskólanum í Reykjavík um vegferð sína með norska landsliðinu. Við settumst niður með Þóri eftir fyrirlesturinn og ræða aðeins við hann um þjálfarastarfið, hvernig hann heldur sér í æfingu...
Published 05/27/23
Íþróttavarpið er handboltatengt þessa vikuna. Gestir eru Hanna Guðrún Stefánsdóttir og Rúnar Kárason. Hanna lagði skóna á hilluna í síðustu viku eftir heil 28 ár í meistaraflokki. Hún fer yfir ferilinn og boltann. Rúnar Kárason stendur svo bæði í ströngu og á tímamótum. Hann er kominn í úrslit Olísdeildarinnar með ÍBV en skiptir á næsta ári í sitt uppeldisfélag, Fram. Hann fer yfir langan og viðburðaríkan feril.
Published 05/12/23
Íþróttavarp vikunnar er tvískipt. Við spjöllum við Agnesi Suto, fimleikakonu. Á þessu keppnistímabili hefur Agnes ekki aðeins keppt á stærstu mótunum í áhaldafimleikum hér heima, heldur líka á öllum stærstu hópfimleikamótunum. Svo förum við yfir ferilinn með Loga Gunnarssyni, körfuboltamanni úr Njarðvík sem lagði skóna á hilluna nýverið. Logi er fjórði leikjahæsti leikmaður íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, var á Evrópumótinu 2015 og 2017. Hann sló í gegn sem ungur maður í Njarðvík og...
Published 05/04/23
Það er búið að vera mikið um að vera í íþróttum hérlendis og erlendis undanfarið. Við fengum til okkar lífskúntstnerana Vilhjálm Frey Hallsson úr hlaðvarpinu Steve Dagskrá og Viaplay og Guðmund Benediktsson af Sýn sem hafa fylgst vel með. Við ræðum landsliðsþjálfaramál HSÍ og KSÍ og förum yfir það sem stendur upp úr í íþróttunum hér heima.
Published 04/26/23
Gestir Íþróttavarpsins að þessu sinni eru Rut Jónsdóttir og Þórey Rósa Stefánsdóttir landsliðskonur í handbolta. Fram undan eru tveir umspilsleikir við Ungverjaland um laust sæti á HM. Þeir eru ræddir, en líka farið yfir víðan völl. Umsjón: Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson
Published 04/06/23
Vignir Vatnar Stefánsson varð um miðjan mars stórmeistari í skák. Hann er 16. Íslendingurinn sem nær þessum áfanga og sá næstyngsti frá upphafi. Vignir Vatnar leit við í Íþróttavarpið og ræddi áfangann, skáklistina, lífið sem stórmeistari og alls konar annað. Umsjón: Einar Örn Jónsson
Published 03/30/23
Gestur Íþróttavarpsins þessa vikuna er Vésteinn Hafsteinsson nýráðinn afreksstjóri ÍSÍ. Vésteinn tekur við starfinu 1. maí, en er þegar byjraður að vinna á bak við tjöldin. Fram undan hjá honum er stórt og viðamikið verkefni við að auka vægi afreksíþrótta á Íslandi og gera afreksstarfið betra og faglegra. Vésteinn ræddi þetta allt saman fram og til baka í þættinum. Umsjón: Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson og Gunnar Birgisson.
Published 02/02/23
Þátturinn að þessu sinni var tekinn upp strax eftir tapið fyrir Svíum í gærkvöld. Ísland er nú nær örugglega úr leik í baráttunni um að komast í 8-liða úrslit HM og þar með í Ólympíuforkeppnina. Ásgeir Örn Hallgrímsson fyrrverandi landsliðsmaður Íslands og einn af sérfræðingum HM stofunnar á RÚV var gestur Íþróttavarpsins og fór yfir sviðið rétt eftir leik. Umsjón: Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson
Published 01/21/23
Þáttur dagsins var tekinn upp á hóteli fjölmiðlafólks í Gautaborg. Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport, leit í heimsókn. Sigurinn á Grænhöfðaeyjum var til tals en aðaláherslan var á leik Íslands og Svíþjóðar á morgun. EInnig voru gamlir stórleikir gegn Svíum rifjaðir upp. Umsjón: Einar Örn Jónsson og Helga Margrét Höskuldsdóttir.
Published 01/19/23