Episodes
Eyvindur Karlsson og Kristján Atli kryfja Sögu þernunnar og velta fyrir sér hvort hún sé skáldskapur eða spádómur. Kristján Atli færir rök fyrir því að íþróttaunnendur eigi undir högg að sækja í samfélaginu. Þeir velta fyrir sér misvísandi merkingum í […]
Published 05/27/24
Eyvindur Karlsson og Kristján Atli kryfja umdeilda nýlega auglýsingu Apple fyrir iPad-spjaldtölvur. Þeir ræða hvort kynjaveislur eiga rétt á sér eða ekki. Eyvindur opnar sig um baneitraða, sterkkryddaða karlmennsku sína og Kristján Atli veltir fyrir sér minniháttar siðleysingjum. Hljómsveitarnafn þáttarins […]
Published 05/20/24
Eyvindur Karlsson og Kristján Atli gera heiðarlega tilraun til að komast til botns í umræðunni um slaufunarmenningu. Eyvindur færir rök fyrir því að skemmtiferðasiglingar séu frábær leið til að fara í frí á meðan Kristján segir frá baráttu sinni við […]
Published 05/13/24
Eyvindur Karlsson og Kristján Atli fara á dýptina og eru ósammála um hvort það sé jákvætt eða neikvætt hjá íþróttaliði að leitast við að niðurlægja andstæðinga sína. Þá velta þeir fyrir sér þróun aðlagana á tölvuleikjum, sem hafa stökkbreyst á […]
Published 05/06/24
Eyvindur Karlsson og Kristján Atli viðurkenna að þeir horfðu saman á Cats-myndina með skelfilegum afleiðingum. Þeir velta fyrir sér af hverju karlmenn mæti aldrei í barnaafmæli, agnúast út í fólk sem úthúðar öðru fólki opinberlega og ræða að lokum um […]
Published 04/29/24
Eyvindur Karlsson og Kristján Atli skeggræða komandi forsetakosningar og spyrja, má hver sem er bjóða sig fram? Þeir velta fyrir sér hversu mikið eða lítið við eigum að fylgjast með fréttum. Eyvindur spyr hvað væri æskileg útkoma ef Hollywood myndi […]
Published 04/29/24
Eyvindur Karlsson og Kristján Atli kynna hvor annan til leiks í fyrsta þættinum af Krummafæti. Þeir segja einnig söguna af því hvernig þeir kynntust. Krummafótur er hlaðvarp þar sem Eyvindur Karlsson og Kristján Atli tækla litlu málin. Fyrir forvitið, fróðleiksþyrst og […]
Published 04/29/24