197. Fyrirmyndin
Description
Hjá mér í þættinum er mögnuð kona sem ég hef verið svo heppin að hafa fengið að vinna með í *LMLP prógramminu sl. ár. Þetta er hún Ingibjörg Kristjánsdóttir sem er ein af „konunum mínum" og ég valdi hana sem fyrirmynd Prógrammsins því hún er kona sem tekur virkan þátt, nýtir sér það sem hún lærir hjá mér og hefur náð að gera stórkostlegar breytingar á líðan sinni. Auk þess gefur hún af sér, sýnir og styður aðrar konur í Prógramminu á svo kærleiksríkan og eftirtektarverðan hátt.
Njóttu þess að hlusta á Ingibjörgu, fyrirmynd LMLP prógrammsins segja frá reynslu sinni og upplifun og hvernig hún hefur nýtt sér lífsþjálfun til að gera langvarandi breytingar á lífi sínu.
→ ÞAÐ STYTTIST Í AÐ VIÐ OPNUM!-BIÐLISTI
Aðgangsglugginn í Prógrammið m/Lindu Pé er nú lokaður en við opnum innan skamms!
Skráðu þig á biðlista og við látum þig vita þegar opnar næst.
Skrá mig á BIÐLISTA
Hægt er að horfa á þáttinn með því að smella hér
*LMLP prógrammið er skammstöfun fyrir Lífið með Lindu Pé (LMLP).
Í þessum þætti fjalla ég um tímabil nýrra tækifæra og vaxtar, þar sem ég deili spennandi viðburðum og gleðistundum með konunum í LMLP prógramminu og nemendum mínum í Lífsþjálfaskólanum. Ég ræði einnig mikilvægi þess að sækja sér þekkingu, vinna með áskoranir í fyrirtækjarekstri, og drifkraftinn...
Published 11/13/24
Í þættinum fjalla ég um hugtakið innsæi sem leiðarljós í ákvarðanatöku og deili eigin reynslu af því að treysta á innsæið í krefjandi aðstæðum. Ég útskýri hvernig innsæið getur verið öflugt tól til að taka ákvarðanir, jafnvel þegar rökhugsun bendir í aðra átt. Ennfremur veiti ég hagnýt ráð um...
Published 11/06/24