Description
Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir:
- Þrjú skilyrði:
„Ég fylltist eldmóði þegar ég las sjálfsræktarbók og fór að reyna að laða til mín tækifæri, eins og kennt var þar. Ástin var ofarlega á blaði en ég hefði mátt forma óskir mínar aðeins betur ...“
- Óþægilegur „aðdáandi“:
„Ég bjó árum saman í frekar stórum kaupstað á landsbyggðinni með manninum mínum. Dætur okkar voru uppkomnar og sú yngri tiltölulega nýflutt að heiman þegar ég eignaðist „aðdáanda“, mann sem lét mig ekki í friði.“
- Eini sonurinn:
„Móðir mín hélt afar mikið upp á bróður minn, svo mikið að hún viðurkenndi eitt sinn þegar hún óttaðist um hann og var í mikilli geðshræringu að hún vildi frekar missa eina af okkur systrunum en einkasoninn.“
- Sviphreini nágranninn:
„Eitt sinn bjó ég í sama húsi og indælis fjölskylda. Mér líkaði sérstaklega vel við manninn sem var opinn, glaðlegur og virtist sérlega ljúfur en konan hans var hlédræg og feimin. Eftir að ég flutti frétti ég ekkert af
þeim fyrr en ég las blaðagrein sem góði granninn skrifaði og í kjölfarið kom margt í ljós sem kom mér mjög á óvart.“
- „Hún er svo heimsk, greyið“:
„Um nokkurra ára skeið bjó ég í kaupstað á landsbyggðinni. Ég kynntist þar skemmtilegri ungri konu, Sólrúnu, sem átti þó ekki upp á pallborðið hjá bæjarbúum vegna þess að hún skar sig úr. Var opin og einlæg og í raun allt of lífsglöð miðað við aðstæðurnar í lífi hennar.“
See acast.com/privacy for privacy and opt-out information.