Episodes
Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir: - Fátæka konan: „Eitt sinn vann ég með konu sem bar sig illa í vinnunni vegna fátæktar og tókst að hafa gott af fyrirtækinu fyrir vikið. Löngu síðar lenti ég í því sjálf að vera ranglega ásökuð um svipað en öllu verra athæf.“ - Skelfilegur stjúpi: „Ég var að verða fimm ára þegar móðir mín fór að búa með manni. Frá upphafi var honum illa við mig og sýndi það á allan hátt. Hann hefur ekki bara eyðilagt samband mitt við mömmu, heldur líka...
Published 12/26/21
Published 12/26/21
 Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir: - Með öllum ráðum: „Foreldrar mínir bjuggu saman í nokkur ár en fóru hvort í sína áttina þegar ég var í kringum fimm ára. Sambandið við pabba eftir skilnaðinn var mjög gott og ég naut þess að hitta hann. Þegar hann fór að vera með annarri konu, minnkaði samband okkar mikið en konan leit á mig sem ógn og reyndi með öllum ráðum að halda pabba frá mér.“ - Tíðahvörf ... eða kannski ólétta?: „Ég var farin að nálgast fertugt þegar ég fór til...
Published 12/19/21
Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir: - Þráði að kynnast systkinum mínum: „Það hefur haft áhrif á allt mitt líf að ég var rangfeðruð. Ég var orðin fjórtán ára þegar mamma og pabbi viðurkenndu loks að ég ætti annan föður en þá hafði ég sífellt fengið að heyra frá fólki að pabbi ætti ekkert í mér. Ég hitti kynföður minn löngu seinna og enn síðar ákvað ég að hafa samband við hálfsystkini mín sem höfðu ekki haft hugmynd um tilvist mína.“ - Óvænt vinslit: „Eftir að vera orðin...
Published 12/12/21
Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir: - Ást í meinum: „Sumarið sem ég varð nítján ára var ég döpur og vonsvikin. Ég hafði staðið mig illa í námi um veturinn og fannst að ég hefði klúðrað framtíðarmöguleikum mínum á að menntast. Mamma mín og pabbi voru líka að skilja og ég skammaðist mín fyrir það. Þegar mér bauðst mér að fara til Austurríkis og það fannst mér vera himnasending og tækifæri til þess að flýja ömurlegt líf mitt hér heima. Ég hafði ekki hugmynd um að innan...
Published 12/05/21
 Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir: - Vegalaus á Þorláksmessukvöld: „Eftir að pabbi dó breyttust samskipti mín við mömmu. Ég var ósátt við hvernig hún deyfði sorgina með róandi lyfjum en batt þó vonir við að allt breyttist til hins betra þegar hún kynntist manni nokkrum árum eftir lát pabba.“ - Varð að hafna systur minni: „Við systurnar höfum gengið í gegnum súrt og sætt saman og oftast stóðum við hvor með annarri þegar lífið lék okkur grátt. Hún hefur hins vegar stóra...
Published 10/31/21
 Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir: - Hress og harðdugleg ... :  „Ég stjórna fyrirtæki sem er starfrækt yfir vetrartímann. Eitt haustið, annað árið mitt sem yfirmaður, réði ég hressa og harðduglega konu sem öllum líkaði vel við. Hún reyndist þó ekki öll þar sem hún var séð og kenndi mér dýrmæta lexíu.“ - Hættuleg gestrisni: „Ég bjó í Danmörku í nokkur ár þar sem ég var í námi. Einn daginn kynntist ég ljúfri konu og okkur varð vel til vina. Líf hennar hafði ekki verið...
Published 10/24/21
 Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir: - Þrjú skilyrði: „Ég fylltist eldmóði þegar ég las sjálfsræktarbók og fór að reyna að laða til mín tækifæri, eins og kennt var þar. Ástin var ofarlega á blaði en ég hefði mátt forma óskir mínar aðeins betur ...“ - Óþægilegur „aðdáandi“: „Ég bjó árum saman í frekar stórum kaupstað á landsbyggðinni með manninum mínum. Dætur okkar voru uppkomnar og sú yngri tiltölulega nýflutt að heiman þegar ég eignaðist „aðdáanda“, mann sem lét mig ekki...
Published 10/17/21
Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir: - Tíu daga martröð: „Fyrir löngu síðan kynntist ég manni sem ég varð afskaplega hrifin af, svo hrifin að ég þáði með þökkum boð hans um að fara með honum í sumarbústað.“ - Yfirgangssamir vinir: „Foreldrar mínir keyptu sér sumarbústað og þá bauðst mér og fjölskyldu minni að nota hann þegar hann var laus sem var mjög oft. Ég átti þó alls ekki von á því að vinafólk mitt myndi smám saman nánast leggja undir sig bústaðinn og okkur...
Published 10/03/21
Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir: - Hvern ertu að reyna að sannfæra?: „Þegar systir mín gifti sig var ég viss um að samband hennar við mann sinn yrði farsælt, svo ástfangin voru þau og tilbúin til að verja lífinu saman. Þrjátíu árum síðar virtist allt vera í lukkunnar velstandi en svo heyrði ég samtal á milli hennar og vinkonu hennar.“  - Kaldlynd vinkona: „Að missa ástvin er hluti af lífinu og huggunin er ekki síst fólgin í fólkinu í kringum mann sem styður og styrkir...
Published 09/05/21
Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir: - Tíu daga martröð: „Fyrir löngu síðan kynntist ég manni sem ég varð afskaplega hrifin af, svo hrifin að ég þáði með þökkum boð hans um að fara með honum í sumarbústað.“  - Yfirgangssamir vinir: „Foreldrar mínir keyptu sér sumarbústað og þá bauðst mér og fjölskyldu minni að nota hann þegar hann var laus sem var mjög oft. Ég átti þó alls ekki von á því að vinafólk mitt myndi smám saman nánast leggja undir sig bústaðinn og okkur...
Published 08/29/21
Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir: - Undarlegt tilboð: „Fyrir nokkru lenti ég í furðulegri reynslu þegar maður sem ég hafði aldrei hitt og þekkti bara í gegnum Facebook, gerði mér tilboð sem honum fannst greinilega að ég gæti ekki hafnað. Einhverju síðar fór eldri maður að gera hosur sínar grænar fyrir mér á ansi óþægilegan hátt.“  - Á einhverfurófi: „Allt frá því ég var barn hef ég þurft að bera ábyrgð á systur minni. Hún rakst illa í hópi eins stundum er sagt, þótti...
Published 08/22/21
Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir: - Hún bara veit … „Systir mín sér lengra en nef hennar nær og til eru margar sögur af henni og hugboðum hennar. Fyrr á árinu lenti hún í atviki en skjót viðbrögð hennar björguðu henni án efa frá vandræðum.“  - Óvænt umbreyting: „Besta vinkona mín frá barnæsku barðist lengi við offitu. Hún náði stundum að léttast mikið en var ekki lengi að bæta öllum aukakílóunum á sig aftur þegar kúrnum lauk. Fyrir nokkrum árum tókst henni að komast í...
Published 08/15/21
Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir:  - Ógeðslegi karlinn á efri hæðinni: „Ég var erfiður unglingur. Milli okkar mömmu ríkti stríð sem lauk með því að hún rak mig að heiman. Fyrst á eftir reyndi ég að búa hjá pabba en fór fljótlega að leigja. Leigusalinn bjó á efri hæðinni og fljótlega komst ég að því að hann ætlaðist til að fá ýmislegt fleira en peninga fyrir íbúðina.“  - Þögul fyrirlitning: „Þegar við rugluðum saman reytum, ég og seinni maðurinn minn, höfðum við bæði...
Published 08/08/21
Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir:  - Ég er ekki að leita að karli: „Fyrir fjórum árum skildi ég við manninn minn. Ég komst að því að hann hafði haldið fram hjá mér um tveggja mánaða skeið. Konan var fyrrverandi kærasta hans og þetta var gríðarlegt áfall. Mér fannst eins og allt okkar hjónaband hefði verið lygi, eitthvert millibilsástand meðan hann biði eftir að hún losnaði. Ég var því mjög brotin og kærði mig sannarlega ekki um sambönd við aðra karlmenn en þeir létu mig...
Published 08/06/21
Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir:  - Undarlegir endurfundir: „Þegar ég var unglingur gætti ég um tíma barna fyrir konu sem þótti skrautleg og skar sig úr í bænum þar sem við bjuggum. Löngu síðar lágu leiðir okkar saman aftur og þá hafði margt breyst.“  - Jólin með mínum fyrrverandi: „Á jólunum fyrir þremur árum var ég óhamingjusamari en ég hafði nokkru sinni verið áður. Ég vissi að hjónabandi mínu var lokið. Sambandið var einfaldlega búið, allt dautt á milli okkar. Mér...
Published 07/17/21
Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir: - Með grátstafinn í kverkunum í tvö ár: „Ég var 23 ára og hafði nýlokið háskólaprófi með góðum árangri. Ég taldi mig færa í flestan sjó og eiga bjarta framtíð fyrir mér. Okkur hjónin langaði að eignast barn og það varð úr að við ákváðum að þessi tímamót hentuðu vel til að stofna fjölskyldu. Allan meðgöngutímann var ég fílhraust og blómstraði. Allar konurnar í minni fjölskyldu höfðu átt auðvelt með að eignast börn og ég sá ekki nokkuð...
Published 07/09/21
Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir: - Meiðandi orð: „Þegar dóttir mín veiktist af sjúkdómi sem síðar dró hana til dauða sagði ókunnugur maður eina setningu við mig sem hefur lifað með mér síðan. Enn skil ég ekki tilgang mannsins og mun eflaust aldrei gera það.“  - Neyð konunnar gekk mér að hjarta: „Fyrir nokkru var ég á leið heim frá sólarströnd í íslenskri flugvél. Skyndilega heyrðist rödd flugfreyjunnar í kallkerfinu og hún spurði hvort læknir væri um borð. Hjón gáfu...
Published 07/02/21
Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir: - Mér leiddist maðurinn minn: „Ég var átján ára þegar ég kynntist Eiríki. Hann varð strax mjög hrifinn af mér og gekk á eftir mér með grasið í skónum heilan vetur. Mér þótti ósköp vænt um hann því þetta var góður strákur en ég get ekki sagt að ég hafi kiknað í hnjánum í návist hans og hjartað barðist svo sem ekkert hraðar þótt ég heyrði rödd hans. Þrátt fyrir það vorum við saman í tvö ár áður en ég sleit sambandinu. Eiríkur var vinur...
Published 05/23/21
 Ekkert er gefið eftir og sögurnar eru jafn ólíkar og þær eru margar. Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir: - Með harðri hendi: „Ég var alltaf hrædd við móður mína, hún var nánast stöðugt í brjáluðu skapi sem hún lét bitna á allri fjölskyldunni. Ég var að verða fertug þegar ég loks komst að ástæðunni fyrir því.“ - Þú átt svo frábæran mann!: „Alltaf verð ég þakklát ömmu minni sem ég var skírð í höfuðið á fyrir að hafa hvatt mig til að mennta mig því án þess hefði tilveran...
Published 05/23/21
 Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir: - Grannkonan góða: „Fyrir tveimur árum flutti móðir mín í blokk. Hún hafði ákveðið að minnka við sig eftir að pabbi dó og þetta var falleg íbúð, fullkomin fyrir eina manneskju. Í byrjun gekk allt vel og mamma var mjög ánægð en svo flutti ný kona í húsið og þá breyttist allt.“ - Hrökklaðist úr skóla vegna ofbeldis: „Sonur minn var lagður í einelti nánast alla skólagönguna. Hvað eftir annað reyndum við að fá skólayfirvöld itl að taka á...
Published 04/25/21
- Eitrað samband: „Ég hef aldrei skilið hjónaband foreldra minna, sérstaklega í ljósi þess að það varði í tuttugu og fimm ár. Þetta var eitrað samband þar sem báðir aðilar niðurlægðu hvorn annan og reyndu á allan máta að gera hinum lífið leitt. Hvað hélt þeim saman veit ég ekki en hitt veit ég að þessar aðstæður í uppvextinum höfðu vond áhrif á okkur öll systkinin.“ - Manninum mínum fannst ég löt: „Í tuttugu og tvö ár var ég í hjónabandi með manni sem fannst ég lítið leggja til sameiginlegs...
Published 04/12/21
Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir: - Mér var útskúfað: „Ég missti móður mína þegar ég var tæpra fjögurra ára gömul. Ég man lítið eftir henni en á einhverjar óljósar minningar sem ég held að séu tengdar henni. Í tvö ár eftir að hún dó bjuggum við pabbi ein en ég var mikið í pössun hjá ömmu. Pabbi kynntist stjúpmóður minni þegar ég var nýbyrjuð í skóla og hún flutti inn til okkar nokkrum mánuðum síðar. Ég átti ákaflega erfitt með að sætta mig við hana fyrst í stað og tók...
Published 03/28/21
Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir: - Allt í einu stóð ég ein: „Ég var tólf ára þegar ég fékk alvarlegt áfall. Stundum velti ég fyrir mér hvort um hafi verið að ræða það sem í daglegu tali er kallað taugaáfall. Fram að þessum degi var ég glaður krakki, fullur trausts á mannfólkið. Eftir þetta fylltist ég tortryggni og ótta og það tók mig mörg ár að finna sjálfa mig aftur. - Engin sorg: „Fyrr á þessu ári skildi dóttir mín við mann sinn. Fljótlega kom í ljós að hann var...
Published 03/22/21
Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir: - Fullkomin frænka ...: „Föðursystir mín, Fjóla, var mjög falleg kona. Hún tók þátt í fegurðarsamkeppni á yngri árum og þótt hún hafi ekki sigrað, taldi hún sig alla tíð hafa vissu fyrir því að svik hefðu verið í tafli því dóttir bæjarstjórans sigraði þrátt fyrir að komast ekki nálægt henni í fegurð. Ég heyrði reyndar fleiri tala um þetta svo klíkan hefur líklega sigrað, eins og svo oft áður. Frænka mín varð hins vegar smám saman...
Published 03/14/21