Lífsreynslusögur Vikunnar
Listen now
Description
 Ekkert er gefið eftir og sögurnar eru jafn ólíkar og þær eru margar. Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir: - Með harðri hendi: „Ég var alltaf hrædd við móður mína, hún var nánast stöðugt í brjáluðu skapi sem hún lét bitna á allri fjölskyldunni. Ég var að verða fertug þegar ég loks komst að ástæðunni fyrir því.“ - Þú átt svo frábæran mann!: „Alltaf verð ég þakklát ömmu minni sem ég var skírð í höfuðið á fyrir að hafa hvatt mig til að mennta mig því án þess hefði tilveran getað orðið svo miklu flóknari og fest mig í erfiðum aðstæðum.“ - Nú er Villi búinn að taka niður hringinn: „Fyrir fimm árum réði ég mig í vinnu hjá litlu en stöndugu fyrirtæki. Ég kunni vel við mig að því undanskildu að næsti yfirmaður minn, Villi, var eiginlega óþolandi. Okkur gekk ágætlega að vinna saman en sjálfhverfur persónuleikinn og yfirgangur hans gagnvart mér og öðrum reyndi stundum á þolinmæðina. Svo komst ég að því hver konan hans var.“ - Getur ekki samglaðst mér: „Vinkona mín frá barnæsku hefur alltaf verið fyrsta manneskjan á vettvang þegar eitthvað slæmt gerist hjá mér en bregst öðruvísi við þegar vel gengur.“ - Af hverju er barninu ekki BJARGAÐ?: „Hvernig má það vera að móðir sem hefur fengið á sig ákærur og margar ábendingar frá félagsmálayfirvöldum síðastliðin sjö ár sé enn með forsjá yfir barni sem bæði leikskóli, skóli og barnaverndarnefnd hafa bent á að sé vanrækt? Spurningu sem þessari er vandsvarað en langlundargeð þeirra er gæta eiga að réttindum barna virðist ótrúlegt og erfitt að sjá að þar sé hagsmuna barnsins gætt í hvítvetna.“ See acast.com/privacy for privacy and opt-out information.
More Episodes
Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir: - Fátæka konan: „Eitt sinn vann ég með konu sem bar sig illa í vinnunni vegna fátæktar og tókst að hafa gott af fyrirtækinu fyrir vikið. Löngu síðar lenti ég í því sjálf að vera ranglega ásökuð um svipað en öllu verra athæf.“ - Skelfilegur...
Published 12/26/21
Published 12/26/21
 Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir: - Með öllum ráðum: „Foreldrar mínir bjuggu saman í nokkur ár en fóru hvort í sína áttina þegar ég var í kringum fimm ára. Sambandið við pabba eftir skilnaðinn var mjög gott og ég naut þess að hitta hann. Þegar hann fór að vera með annarri...
Published 12/19/21