Lífsreynslusögur Vikunnar
Listen now
Description
 Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir: - Með öllum ráðum: „Foreldrar mínir bjuggu saman í nokkur ár en fóru hvort í sína áttina þegar ég var í kringum fimm ára. Sambandið við pabba eftir skilnaðinn var mjög gott og ég naut þess að hitta hann. Þegar hann fór að vera með annarri konu, minnkaði samband okkar mikið en konan leit á mig sem ógn og reyndi með öllum ráðum að halda pabba frá mér.“ - Tíðahvörf ... eða kannski ólétta?: „Ég var farin að nálgast fertugt þegar ég fór til spákonu ásamt vinkonu minni. Það sem hún sagði við mig var fáránlegt og olli okkur vinkonunum hláturskasti. En svo fóru spádómarnir að rætast hjá okkur báðum. „Hún hristi höfuðið og sagðist sjá þrjú börn sem ég ætti sjálf. Hún talaði einnig um breytingar í vinnunni hjá manninum mínum og að yngri dóttirin myndi fara að læra eitthvað allt annað en hún hafði stefnt markvisst að árum saman.“ “ - Froskurinn sem breyttist í prins: „Eftir skilnað við eiginmann minn til fimmtán ára kynnist ég manni sem ég var mjög hrifin af. En fyrri reynsla varð sennilega til þess að nýja sambandið stóð ekki lengi. Sá maður var vissulega ljúfur en það vantaði í hann alla drift og dugnað. Löngu seinna hittumst við og þá hafði orðið algjör viðsnúningur á lífi hans, vægast sagt.“ - Sérkennilegur skólabróðir: „Ég var svo heppin að fá að fara í heimavistarskóla þótt ég byggi nánast í næsta húsi við ágætan menntaskóla í borginni. Á heimavistinni eignaðist ég marga góða vini sem ég á enn. Einn í hópnum var nokkuð sérstakur en hann hafði mikla þörf fyrir að vera öðruvísi en aðrir. Ég kalla hann Boga í þessari frásögn.“ - Hið fullkomna hjónaband: „Ég hef verið gift tvisvar og skildi í bæði skiptin eftir að hafa gefist upp á eiginmönnunum. Ég er kannski ekki mesti mannþekkjari í heimi en ég taldi eitt öruggt í þessum heimi og það væri hið fullkomna hjónaband kunningjafólks míns.“ See acast.com/privacy for privacy and opt-out information.
More Episodes
Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir: - Fátæka konan: „Eitt sinn vann ég með konu sem bar sig illa í vinnunni vegna fátæktar og tókst að hafa gott af fyrirtækinu fyrir vikið. Löngu síðar lenti ég í því sjálf að vera ranglega ásökuð um svipað en öllu verra athæf.“ - Skelfilegur...
Published 12/26/21
Published 12/26/21
Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir: - Þráði að kynnast systkinum mínum: „Það hefur haft áhrif á allt mitt líf að ég var rangfeðruð. Ég var orðin fjórtán ára þegar mamma og pabbi viðurkenndu loks að ég ætti annan föður en þá hafði ég sífellt fengið að heyra frá fólki að pabbi...
Published 12/12/21