Episodes
Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir:
- Ég upplifi enn skelfinguna:
„Að horfast í augu við dauðann er mjög erfitt. Ég var aðeins fjórtán ára og trúði því að aldrei myndi nokkuð illt henda mig. Ég var líka alveg viss um að ég yrði fjörgömul kona og ætti eftir að eignast mörg börn og barnabörn.“
- Alein í heiminum:
„Þegar ég gekk með yngsta barnið mitt fann ég fyrir mikilli vanlíðan á seinni hluta meðgöngunnar. Fyrir átti ég tvö ung börn og þurfti að sinna þeim og eftir því...
Published 03/07/21
Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir:
-Hver á að taka af skarið?:
„Sonur minn var rétt tæplega tvítugur þegar hann hóf samband við barnsmóður sína. Hún virtist ósköp blíð og góð til að byrja með og við hjónin buðum hana velkomna á okkar heimili. Fljótlega urðum við þó vör við að ef allt var ekki eftir hennar höfði var hreint og hart stál undir blíðu yfirborði þessarar stúlku. Hún hljóp frá syni mínum þegar barnið þeirra var tveggja ára og þá hófst eitt það ömurlegasta stríð...
Published 02/28/21
Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir:
- Ég var minn versti óvinur:
„Öll eigum við mjög auðvelt með að ráðleggja öðrum og leysa þeirra vandamál en þegar kemur að okkar eigin er lausnin aldrei jafn einföld. Ég er engin undantekning frá þessu en það þurfti óvenjulega hreinskilna vinkonu til að opna augu mín fyrir því að ég var sjálf minn versti óvinur.“
- Svikin af vinkonu:
„Ég átti í ástarsambandi við giftan samstarfsmanninn í þrjú ár. Sambandið endaði þegar vinkona mín fór...
Published 02/17/21
Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir:
- Ömurleg mágkona:
„Biggi bróðir minn kvæntist Elsu þegar þau voru nýskriðin úr háskóla og þau voru gift í rúm tuttugu ár. Þegar þau skildu kom í ljós að Biggi hafði átt í ástarsambandi við aðra konu og þótt okkur þætti öllum vænt um Elsu vorum við tilbúin að styðja bróður okkar eða allt þar til við kynntumst nýju mágkonunni.“
- Ég hitti mann vinkonu minnar á Tinder:
„Við Bára kynntumst fyrst í barnaskóla. Þótt hún væri ári yngri urðum...
Published 02/07/21
Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir:
- Eiturnaðran:
„Eftir óþægilegt spjall við gamla skólasystur á skólamóti fór ég að spyrjast fyrir um hana. Ég komst að því að rót alls ills hjá fjölskyldunni liggur hjá móður hennar sem virðist líða best þegar börn hennar eiga í illdeilum.“
- Vel sloppið:
„Eftir að hafa rifið mig lausa úr hjónabandi með drykkjumanni kynntist ég manni sem ég var mjög hrifin af. Ekkert varð úr sambandi milli okkar og í dag er ég meira en lítið fegin.“
-...
Published 02/01/21
Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir:
- Undarlegir draumar:
„Þegar ég var rétt innan við tvítugt dreymdi mig sérkennilegan draum sem ég leit á sem vitleysu en vakti mig samt til umhugsunar seinna meir. Millinafn eldri dóttur minnar fékk ég í gegnum draum og þegar ég fékk sterk skilaboð í gegnum þriðja drauminn og fór eftir þeim tók líf mitt mögnuðum breytingum.“
- Eftirminnileg jól:
„Árið hafði verið frekar erfitt hjá mér og ég var enn að jafna mig eftir sambandsslit....
Published 01/28/21
Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir:
- Falin veikindi:
„Ég vissi að nágrannakona mín væri skapbráð en ekki að hún legði hendur á barn sitt sem var fjarlægt af heimilinu tímabundið. Ekki löngu síðar frétti ég að hún glímdi við vissan sjúkdóm sem gæti skýrt ofsann sem hafði víst hrjáð hana. Um svipað leyti komst ég að því að ljúfa amma mín hefði sannarlega ekki verið lamb að leika við þegar mamma og systkini hennar voru lítil.“
- Örlagarík...
Published 01/24/21
Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir:
- Fornar ástir fyrnast ei:
„Lífið kemur manni sífellt á óvart og það sannaðist sannarlega á foreldrum mínum þegar tilvera þeirra beggja snerist við en þá voru þau fyrir löngu skilin hvort við annað. “
- Óheillakrákan:
„Mjög sorglegur atburður átti sér stað á unglingsárum mínum þegar ég passaði barn úti á landi eitt sumarið. Löngu seinna hitti ég konu, góða vinkonu á þessum tíma, en ég hafði þurrkað tilvist hennar algjörlega út úr...
Published 01/17/21
Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir:
- lllt er að leggja ást við þá sem enga kunna á móti:
„Frá því að ég var barn hefur mér fundist sjálfsagt að ég myndi gifta mig og eignast börn. Ég fann líka að allir aðrir gerðu ráð fyrir þessu. Mamma talaði stundum um ömmubörnin sem hún ætti von á í framtíðinni við okkur systurnar og það áður en við urðum kynþroska. Út af fyrir sig er þetta auðvitað eðlilegt því innst inni langar flesta að eignast góðan maka og falleg börn.“
- Hann...
Published 01/13/21
Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir:
- Kennari á flótta ...:
„Tóta vinkona kynntist manninum sínum undir nokkuð sérstökum kringumstæðum. Það má segja að hann hafi hlaupið í fangið á henni, á flótta undan ágengri konu.“
- Falskur og fláráður:
„Ég ólst upp í bæ á landsbyggðinni. Bekkjarbróðir minn í grunnskóla þótti stríðinn en í dag myndi hegðun hans vera kölluð einelti. Við erum báðir iðnaðarmenn og störf okkar hafa nokkrum sinnum skarast, síðast þannig að ég mun...
Published 12/28/20
Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir:
- Ó, ó, óbyggðaferð:
„Eitt árið lenti ég í nokkrum kröggum og þurfti aðstoð við að koma málum mínum í lag. Konan sem aðstoðaði mig í gegnum það ferli varð ágæt vinkona mín og ég er alsæll með að eiga smáþátt í því að hún fann hamingjuna.“
- Dropinn holar steininn:
„Ég var gift í rúman áratug yndislegum manni. Það skyggði samt á hamingju mína hvernig tengdamóðir mín kom fram við mig. Ég var aldrei nógu fín fyrir son hennar.“
- Í...
Published 12/28/20
Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir:
- Facebook, fyrst með fréttirnar:
„Þegar ég var ófrísk að eldra barninu mínu vorum við hjónin búsett erlendis. Ég kom heim til Íslands til að fæða barnið og maðurinn minn ætlaði að koma síðar, eða nokkru fyrir settan fæðingardag, til að vera viðstaddur. Örlögin áttu þó eftir að grípa í taumana.“
- „Leið best þegar henni tókst að græta mig“:
„Ég átti frekar erfiða æsku og enn erfiðari móður. Að þurfa að kljást við hana kenndi mér...
Published 12/20/20
Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir:
- Í sambúð með fíkli án þess að vita það:
„Sextán ára kynntist ég strák sem ég varð yfir mig ástfangin af. Hann var blíður og góður og ólíkt flestum strákum í kringum mig drakk hann ekki. Mér fannst það gott, enda er pabbi minn alkóhólisti og ég vildi sannarlega ekki feta í fótspor mömmu og búa með einum slíkum. Ég taldi mig hafa fundið sálufélaga minn og framtíðarmaka en annað kom á daginn.“
- Ofnæmi er hættulegur sjúkdómur:
„Sonur...
Published 11/29/20
Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir:
-Gersamlega úr jafnvægi:
„Ég var í vinnunni að venju á sólríku eftirmiðdegi þegar ég fann fyrir svima og ógleði. Ég hélt að þetta myndi líða hjá en þegar það gerðist ekki gekk ég út og reyndi að jafna mig. Tilfinningin varð sífellt verri og ég ákvað því að fara heim þótt vinnudegi væri ekki alveg lokið og mér tókst með naumindum að komast inn á klósett heima áður en ég byrjaði að kasta upp.“
- Við vorum þrjú í þessu hjónabandi:
„Ég...
Published 11/23/20
Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir:
- Erfiðir endurfundir:
„Ég fór á árgangsmót fyrr á þessu ári og hitti félagana úr barnaskóla sem var óskaplega gaman. Við hlið mér sat gömul vinkona sem ég hafði hlakkað sérlega mikið til að hitta. Allt viðmót hennar kom mér þó óþægilega á óvart og ég frétti síðar þetta sama kvöld að lífið hafði ekki farið mjúkum höndum um hana.“
- Týnda frænkan:
„Afi hélt fram hjá ömmu og eignaðist barn með hinni konunni. Fjölskyldan sneri baki við...
Published 11/05/20
Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir:
- Hlustaði ekki á viðvaranirnar:
„Fyrir fjöldamörgum árum féll ég fyrir afar sjarmerandi manni og lét sem vind um eyru þjóta viðvaranir vina minna sem sögðu hann siðblindan lygara.“
- Allt er þegar þrennt er:
„Fyrir rúmum þrjátíu árum lentum við Svava vinkona í afar undarlegum aðstæðum en sonur hennar, þá ungbarn, bjargaðist frá bráðum bana á óútskýranlegan hátt. Segja má að lífi hans hafi verið þyrmt tvisvar í viðbót.“
- Óvænt...
Published 10/25/20
Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir:
- Að gefast upp á að hjálpa:
„Í flestum fjölskyldum þykir sjálfsagt að fólk hjálpi og styðji hvert annað. Mín fjölskylda er engin undantekning þar frá en nýlega tókum við hjónin ákvörðun um að hætta alveg að aðstoða systur hans, enda okkur báðum orðið ljóst að það væri eins og að moka í botnlausa tunnu. “
- Sjúkleg lygaþörf:
„Þegar ég var barn las ég mér til ánægju sögur Munchausens baróns. Mér fannst öfgar hans og lygi bráðskemmtileg....
Published 10/04/20
Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir:
- Sjaldan launar kálfur ofeldi:
„Þegar ég fór að búa með seinni manninum mínum varð ég stjúpmóðir tveggja drengja, fínustu stráka sem mér þykir mjög vænt um. Þeir eru taka sín fyrstu skref núna sem fullorðnir menn og það verður þeim eflaust ekki auðvelt eftir ofdekur og agaleysi í æsku.“
- Fá ekki að hitta barnabarnið:
„Fyrir fimm árum lést dóttir okkar 33 ára gömul, hún átti þá sjö ára gamlan son og eiginmann. Þetta er saga um baráttu...
Published 09/27/20
- Örlagaríkar kaffislettur:
Tæplega sautján ára gömul var ég farin að búa með kærastanum mínum, áratug eldri en ég. Á meðan vinir mínir sátu á skólabekk og sumir hverjir að búa sig undir að taka bílprófið var ég önnum kafin við hreiðurgerð, ólétt að fyrsta barninu. Þótt ég sjái ekki eftir neinu myndi ég ekki vilja sjá dóttur mína feta í fótspor mín.
- Martraðarkennt matarboð:
Eftir skilnað við drykkfelldan eiginmann minn ákvað ég að taka U-beygju í lífinu. Nokkrum árum síðar kynntist ég...
Published 09/20/20
Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir:
- Ætlað að vera saman:
Hannes var fyrsta ástin mín og eftir að leiðir skildi hugsaði ég alltaf fallega til hans. Við hittumst ekki aftur, ótrúlegt en satt, fyrr en tuttugu árum síðar.
- Skrímslið, faðir minn:
Æska mín var afar erfið, svo vægt sé til orða tekið, en þegar ég var sjö ára breyttist líf mitt fyrst í sannkallað helvíti. Það olli því að ég hætti alfarið að treysta fólki. Ég leitaði í fíkniefni frá tólf ára aldri og endaði...
Published 09/13/20
Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir:
-Sannleikurinn breytti lífi mínu:
Æska mín var erfið en á unglingsárunum kynntist ég konu sem átti eftir að breyta lífi mínu og fjölskyldu minnar mjög til góðs.
-Forboðnar ástir:
Maðurinn minn hélt fram hjá mér og þegar ég ákvað að fyrirgefa honum og taka saman við hann aftur varð allt vitlaust í fjölskyldu minni sem vildi að ég segði endanlega skilið við hann. Ég mun aldrei sjá eftir því að gefa honum annað tækifæri þótt hann hafi...
Published 09/07/20
Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir:
-Í leit að lífshamingju:
Þegar ég fór til Bandaríkjanna í leit að sjálfri mér og lífshamingju óraði mig ekki fyrir því hvað ég væri að fara út í. Ég varð sannarlega reynslunni ríkari á eftir.
-Mikil er ábyrgð þeirra:
Ég á yndislegan son sem hefur átt erfitt líf. Ræturnar að erfiðleikum hans má að öllum líkindum rekja alla leið til leikskólans sem hann sótti þegar hann var lítill.
-Aðgát skal höfð í nærveru unglings:
Sonur minn...
Published 08/30/20
Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir:
– Pabbi minn vill ekkert með mig hafa:
Ég átti hamingjusama æsku þótt ég hafi aldrei kynnst blóðföður mínum. Pabbi minn kom inn í líf okkar mömmu þegar ég var smábarn og hann ættleiddi mig. Ég vissi ætíð vel að við værum ekki blóðskyldir en velti því aldrei fyrir mér fyrr en ég átti sjálfur von á barni. Þá reyndi ég að hafa samband við föður minn en fékk þannig viðbrögð að ég gerði mér ljóst að ég væri betur kominn án þess manns í...
Published 08/09/20
Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir:
- Ótrúleg heppni: Systir mín lenti í miklum fjárhagsvandræðum fyrir mörgum árum og minnstu munaði að hún missti allt sitt. Mamma kom með hugmynd sem systir mín hafði enga trú á en átti þó eftir að breyta öllu til góðs og bjarga jólunum.
- Hræðileg tengdamamma: Ég er giftur góðri og yndislegri konu. Hún á einstaklega erfiða móður sem þrífst ekki nema hún geti komið illu til leiðar.
- Í klóm fjársvikara: Ég er hamingjusöm sjálfstæð...
Published 08/02/20