Lífsreynslusögur Vikunnar
Listen now
Description
- Örlagaríkar kaffislettur: Tæplega sautján ára gömul var ég farin að búa með kærastanum mínum, áratug eldri en ég. Á meðan vinir mínir sátu á skólabekk og sumir hverjir að búa sig undir að taka bílprófið var ég önnum kafin við hreiðurgerð, ólétt að fyrsta barninu. Þótt ég sjái ekki eftir neinu myndi ég ekki vilja sjá dóttur mína feta í fótspor mín. - Martraðarkennt matarboð: Eftir skilnað við drykkfelldan eiginmann minn ákvað ég að taka U-beygju í lífinu. Nokkrum árum síðar kynntist ég heillandi manni en aðeins nokkrum dögum eftir að við fórum að vera saman gerðist óhugnanlegur atburður. - Au pair í stórborg: Fyrir mörgum árum var ég barnfóstra hjá íslenskri fjölskyldu í erlendri borg. Mér líkaði afar vel við hjónin og dáði börnin þeirra. Dvöl mín ytra fékk þó skjótan endi og mér leið illa lengi á eftir. - Flestir skjóta sendiboðann: Sigga, vinkona mín, er einstök manneskja. Kímin, skemmtileg, ákaflega trygg vinum sínum og sérlega greiðvikin. Við sem þekkjum hana erum alltaf jafnhissa á að karlmenn skuli ekki slást um hana en Sigga hefur búið ein í tvo áratugi. Nýlega kynntist hún manni og þau fóru hittast. Þegar ég heyrði frá kunningja mínum að hann væri tvöfaldur í roðinu stóð ég frammi fyrir erfiðu vali. - Stjörnuhrap: Æskuvinur minn bjó yfir ótalmörgum kostum, skaraði fram úr í námi og íþróttum, í raun bar hann af í hverju því sem hann tók sér fyrir hendur. Hann hafði útlitið með sér að auki og naut mikillar kvenhylli alla tíð. See acast.com/privacy for privacy and opt-out information.
More Episodes
Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir: - Fátæka konan: „Eitt sinn vann ég með konu sem bar sig illa í vinnunni vegna fátæktar og tókst að hafa gott af fyrirtækinu fyrir vikið. Löngu síðar lenti ég í því sjálf að vera ranglega ásökuð um svipað en öllu verra athæf.“ - Skelfilegur...
Published 12/26/21
Published 12/26/21
 Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir: - Með öllum ráðum: „Foreldrar mínir bjuggu saman í nokkur ár en fóru hvort í sína áttina þegar ég var í kringum fimm ára. Sambandið við pabba eftir skilnaðinn var mjög gott og ég naut þess að hitta hann. Þegar hann fór að vera með annarri...
Published 12/19/21