Description
Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir:
- lllt er að leggja ást við þá sem enga kunna á móti:
„Frá því að ég var barn hefur mér fundist sjálfsagt að ég myndi gifta mig og eignast börn. Ég fann líka að allir aðrir gerðu ráð fyrir þessu. Mamma talaði stundum um ömmubörnin sem hún ætti von á í framtíðinni við okkur systurnar og það áður en við urðum kynþroska. Út af fyrir sig er þetta auðvitað eðlilegt því innst inni langar flesta að eignast góðan maka og falleg börn.“
- Hann bankaði á gluggann minn:
„Þegar ég hitti Sigga var hann efnilegur íþróttamaður og á uppleið á vinnustaðnum sínum. Hann var skemmtilegur, ákveðinn og þægilegur í umgengni. Mér hefði aldrei dottið í hug að hlutirnir gætu snúist svo algerlega við á stuttum tíma og raunin varð. Á endanum fannst mér ég ekki eiga annars úrkosti en að skilja en sú ákvörðun kostaði mig bestu vinkonu mína þegar maðurinn hennar bankaði á gluggann hjá mér.“
- Ég vissi ekki að ég var beitt ofbeldi:
„Ég var fimmtán að verða sextán ára þegar ég kynntist manninum mínum. Hann var tíu árum eldri en ég, vinnufélagi föður míns og mjög trúaður, eins og pabbi og mamma. Við fórum að vera saman eftir að ég lét undan þrýstingi hans og svaf hjá honum kvöld nokkurt en enginn hafði sagt mér að gæti sagt nei. Í fimmtán ár eftir það bjó ég við mikið ofbeldi án þess að gera mér grein fyrir því.“
- Barnaníðingur í hárri stöðu:
„Þegar ég var sautján ára fékk ég vinnu á sveitahóteli. Þetta var í fyrsta skipti sem ég fór að heiman ein og ég var mjög spennt. Vinkona mín hafði fengið vinnu á hestabúgarði í nágrenninu og við ætluðum að skemmta okkur vel þetta sumar og það gekk sannarlega eftir, að undanskildu einu ljótu atviki.“
- Amma kom fyrir mig vitinu:
„Mörgum árum eftir skilnað foreldra minna áttaði ég mig á því að mömmu hafði nánast tekist að eyðileggja samband mitt við pabba.“
See acast.com/privacy for privacy and opt-out information.