Lífsreynslusögur Vikunnar
Listen now
Description
Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir: - Eiturnaðran: „Eftir óþægilegt spjall við gamla skólasystur á skólamóti fór ég að spyrjast fyrir um hana. Ég komst að því að rót alls ills hjá fjölskyldunni liggur hjá móður hennar sem virðist líða best þegar börn hennar eiga í illdeilum.“ - Vel sloppið: „Eftir að hafa rifið mig lausa úr hjónabandi með drykkjumanni kynntist ég manni sem ég var mjög hrifin af. Ekkert varð úr sambandi milli okkar og í dag er ég meira en lítið fegin.“ - Húsvörðurinn misskildi hlutverk sitt: „Fyrir nokkrum árum flutti roskin vinkona mín, Rósa, í stóra blokk. Hún hafði misst manninn sinn og vildi minnka við sig. Í blokkinni bjó frænka hennar og hún hafði sagt henni að í þessu húsi væri húsvörður sem sæi um öll þrif, viðhald og umhirðu lóðar. Fljótlega kom hins vegar í ljós að maðurinn sá hafði eitthvað misskilið starflýsinguna og hússtjórnin neyddist að lokum til að reka hann.“ - „Mamma átti ekki skilið að eiga börn“: „Móðir mín er fíkill. Hún er núna farin að heilsu og að mestu hætt allri neyslu en ég hef samt sem áður engan áhuga á að umgangast hana. Henni finnst ég grimmur að halda barnabörnunum frá henni en fyrir rúmum tuttugu árum lenti okkur saman og síðan hef ég sjaldan talað við og hitt móður mína.“ - Ég kenndi mér um framhjáhald hans: „Ég kynntist Nonna tveimur árum eftir að ég skildi við fyrri mann minn. Hann var það sem í daglegu tali er kallað töffari. Myndarlegur, í góðu formi, ævinlega vel til fara og átti nóga peninga. Nonni hafði mörg áhugamál og sinnti þeim vel og var óskaplega fær í öllu. Ég viðurkenni að ég heillaðist gjörsamlega og kannski var það ástæðan fyrir því að ég var blind ansi lengi.“ See acast.com/privacy for privacy and opt-out information.
More Episodes
Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir: - Fátæka konan: „Eitt sinn vann ég með konu sem bar sig illa í vinnunni vegna fátæktar og tókst að hafa gott af fyrirtækinu fyrir vikið. Löngu síðar lenti ég í því sjálf að vera ranglega ásökuð um svipað en öllu verra athæf.“ - Skelfilegur...
Published 12/26/21
Published 12/26/21
 Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir: - Með öllum ráðum: „Foreldrar mínir bjuggu saman í nokkur ár en fóru hvort í sína áttina þegar ég var í kringum fimm ára. Sambandið við pabba eftir skilnaðinn var mjög gott og ég naut þess að hitta hann. Þegar hann fór að vera með annarri...
Published 12/19/21