Lífsreynslusögur Vikunnar
Listen now
Description
Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir:  - Facebook, fyrst með fréttirnar:  „Þegar ég var ófrísk að eldra barninu mínu vorum við hjónin búsett erlendis. Ég kom heim til Íslands til að fæða barnið og maðurinn minn ætlaði að koma síðar, eða nokkru fyrir settan fæðingardag, til að vera viðstaddur. Örlögin áttu þó eftir að grípa í taumana.“  - „Leið best þegar henni tókst að græta mig“:  „Ég átti frekar erfiða æsku og enn erfiðari móður. Að þurfa að kljást við hana kenndi mér margt og kom mér oft í gegnum erfiðar áskoranir.“  - Nýfráskildir í röðum ...:  „Áður en ég fór að vera með seinni manninum mínum elskulegum átti ég í nokkrum samböndum, sumum eftirminnilegri en öðrum.“  - Misheppnuð afskipti ...:  „Þegar foreldrar æskuvinkonu minnar fóru að eldast og heilsan að bila gerðu þeir miklar breytingar á lífi sínu að áeggjan barna sinna. Síðar kom í ljós að betra hefði verið að skipta sér ekki af þótt hugurinn að baki hefði verið góður.“ - Í álögum:  „Mér leist ekki sérlega vel á manninn sem yngri systir mín féll fyrir og giftist en ákvað að gefa honum tækifæri. Með tímanum komst ég að því hvern mann hann hafði að geyma og sá var ekki fagur.“ See acast.com/privacy for privacy and opt-out information.
More Episodes
Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir: - Fátæka konan: „Eitt sinn vann ég með konu sem bar sig illa í vinnunni vegna fátæktar og tókst að hafa gott af fyrirtækinu fyrir vikið. Löngu síðar lenti ég í því sjálf að vera ranglega ásökuð um svipað en öllu verra athæf.“ - Skelfilegur...
Published 12/26/21
Published 12/26/21
 Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir: - Með öllum ráðum: „Foreldrar mínir bjuggu saman í nokkur ár en fóru hvort í sína áttina þegar ég var í kringum fimm ára. Sambandið við pabba eftir skilnaðinn var mjög gott og ég naut þess að hitta hann. Þegar hann fór að vera með annarri...
Published 12/19/21