Description
Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir:
-Hver á að taka af skarið?:
„Sonur minn var rétt tæplega tvítugur þegar hann hóf samband við barnsmóður sína. Hún virtist ósköp blíð og góð til að byrja með og við hjónin buðum hana velkomna á okkar heimili. Fljótlega urðum við þó vör við að ef allt var ekki eftir hennar höfði var hreint og hart stál undir blíðu yfirborði þessarar stúlku. Hún hljóp frá syni mínum þegar barnið þeirra var tveggja ára og þá hófst eitt það ömurlegasta stríð sem ég hef orðið vitni að.“
-Konan sem sveik Sibba frænda:
„Frá því ég var tólf ára var fjölskylda mín upptekin af því að passa upp á Sibba frænda. Hann bjó einn og tók drykkjutúra af og til. Mamma og systur hennar hristu höfuðið og hvísluðu hver að annarri þegar það gerðist og svo fór einhver þeirra heim í kjallaraíbúðina til Sibba, dreif hann á fætur, þreif og gaf honum að borða. Sibbi hafði nefnilega orðið fyrir alvarlegri ástarsorg og byrjað að drekka upp úr því.“
- Tæld af eldri manni:
„Ég hef oft heyrt sagt að erfið reynsla batni ef maður nái á einhvern hátt að hjálpa öðrum með því að segja frá. Mig hefur oft langað að stíga fram og leggja orð í belg þegar fólk hefur verið að tjá sig um ofbeldi en aldrei þorað. Enn get ég ekki hugsað mér að þeir sem ég umgengst í dag viti hvað gekk á í fortíð minni.“
- Maðurinn minn hélt við mágkonu mína:
„Fyrir fjórum árum varð ég fyrir því að detta á svelli og meiðast illa í baki. Mér var sagt að ég væri ekki brotin og meiðslin myndu lagast á nokkrum vikum. Það gekk hins vegar ekki eftir. Erfiðlega gekk að fá lækna til að rannsaka mig almennilega en þegar það loksins tókst var ég send í aðgerð. Meðan ég vann hörðum höndum að því að ná bata hóf maðurinn minn ástarsamband við mágkonu mína.“
- Þegar pabbi sá ljósið:
„Ég var þrettán ára gamall þegar pabbi sá ljósið. Hann hafði fram af því verið slarkari, duglegur að vinna, það vantaði ekki, en skemmti sér hraustlega um helgar. Þótt drykkja sé aldrei skemmtileg var æska mín hamingjurík og pabbi aldrei til vandræða þótt stundum væri hávaði í honum. Allt breyttist einn bjartan sunnudagsmorgun þegar sá gamli vaknaði og sá engil í ljóssúlu. SÁ LJÓSIГ
See acast.com/privacy for privacy and opt-out information.