Lífsreynslusögur Vikunnar
Listen now
Description
Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir:  – Pabbi minn vill ekkert með mig hafa:  Ég átti hamingjusama æsku þótt ég hafi aldrei kynnst blóðföður mínum. Pabbi minn kom inn í líf okkar mömmu þegar ég var smábarn og hann ættleiddi mig. Ég vissi ætíð vel að við værum ekki blóðskyldir en velti því aldrei fyrir mér fyrr en ég átti sjálfur von á barni. Þá reyndi ég að hafa samband við föður minn en fékk þannig viðbrögð að ég gerði mér ljóst að ég væri betur kominn án þess manns í lífi mínu.  – Dekurrófurnar:  Ég ólst upp hjá ömmu og afa en þráði það alltaf heitt að fá að vera hjá mömmu og fjölskyldu hennar. Stundum var ég þó fegin að þurfa ekki að búa með hálfsystkinum mínum því dekraðri og frekari krökkum hef ég ekki kynnst.  – Hressi tengdasonurinn:  Ekki löngu eftir að dóttir mín skildi kynntist hún öðrum manni sem heillaði hana upp úr skónum. Ég var ekki jafnheilluð, enda voru fyrstu kynni mín og nýja tengdasonarins ekki sérlega góð.  – Sloppið með skrekkinn – þrisvar:  Ég held því fram að ég hafi bjargað lífi mannsins míns sama kvöldið og við byrjuðum saman. Mörgum árum seinna áttu sér stað svipuð atvik í kringum mig þar sem ástvinir mínir sluppu með skrekkinn fyrir einhverja tilviljun.  – Leyndarmálið:  Móðir mín átti sér ljótt leyndarmál árum saman en tókst að fela það svo vel að engan grunaði neitt. Þegar upp um hana komst varð algjört uppnám í fjölskyldunni og systkini hennar brugðust svo hart við að þau hættu að tala við hana. See acast.com/privacy for privacy and opt-out information.
More Episodes
Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir: - Fátæka konan: „Eitt sinn vann ég með konu sem bar sig illa í vinnunni vegna fátæktar og tókst að hafa gott af fyrirtækinu fyrir vikið. Löngu síðar lenti ég í því sjálf að vera ranglega ásökuð um svipað en öllu verra athæf.“ - Skelfilegur...
Published 12/26/21
Published 12/26/21
 Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir: - Með öllum ráðum: „Foreldrar mínir bjuggu saman í nokkur ár en fóru hvort í sína áttina þegar ég var í kringum fimm ára. Sambandið við pabba eftir skilnaðinn var mjög gott og ég naut þess að hitta hann. Þegar hann fór að vera með annarri...
Published 12/19/21