Description
Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir:
- Að gefast upp á að hjálpa:
„Í flestum fjölskyldum þykir sjálfsagt að fólk hjálpi og styðji hvert annað. Mín fjölskylda er engin undantekning þar frá en nýlega tókum við hjónin ákvörðun um að hætta alveg að aðstoða systur hans, enda okkur báðum orðið ljóst að það væri eins og að moka í botnlausa tunnu. “
- Sjúkleg lygaþörf:
„Þegar ég var barn las ég mér til ánægju sögur Munchausens baróns. Mér fannst öfgar hans og lygi bráðskemmtileg. Hið sama gilti raunar um frásagnir vinar foreldra minna sem allir vissu að var gjarn á að ýkja og bæta við. Ég komst hins vegar nýlega að raun um að lygar eru sannarlega ekki gamanmál og sjúkleg lygaþörf andstyggileg grimmd.“
- Sonur minn er ekki veikur:
„Þegar ég fékk litla son minn í hendurnar í fyrsta sinn fann ég fyrir alsælu. Ég hafði aldrei áður fundið jafnsterkar tilfinningar og ég sór þess eið að vernda og styrkja þetta barn alla ævi. Eftir að heim kom fékk ég samt fljótlega eitthvert hugboð um að drengurinn minn væri ekki alveg eins og önnur börn. Í ljós kom að það var rétt hjá mér en sonur minn er ekki veikur, hann fellur einfaldlega ekki fullkomlega í normalformið.“
- Fangi minninganna:
„Ég varð ástfangin fimmtán ára gömul af strák sem var tveimur árum eldri. Við vorum saman í þrjú ár og hluta þess tíma bjó ég heima hjá honum. Ég sleit sambandinu vegna þess að mér fannst ég þurfa að reyna eitthvað nýtt og vera of ung til að gifta mig. Þetta voru stærstu mistök lífs míns og ef ég gæti snúið klukkunni við myndi ég halda sem fastast í hann.“
- Erfitt að skipta sér milli tveggja:
„Við Stebbi kynntumst á þrítugsafmælinu mínu. Ég varð strax yfir mig ástfangin af honum. Hann hafði verið giftur áður og átti eitt barn en ég var barnlaus. Þegar við fórum að búa saman var ég ákveðin í að reynast honum og drengnum hans vel en það er hægt að gera of mikið.“
See acast.com/privacy for privacy and opt-out information.