Lífsreynslusögur Vikunnar
Listen now
Description
Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir:  - Fornar ástir fyrnast ei:  „Lífið kemur manni sífellt á óvart og það sannaðist sannarlega á foreldrum mínum þegar tilvera þeirra beggja snerist við en þá voru þau fyrir löngu skilin hvort við annað. “  - Óheillakrákan:  „Mjög sorglegur atburður átti sér stað á unglingsárum mínum þegar ég passaði barn úti á landi eitt sumarið. Löngu seinna hitti ég konu, góða vinkonu á þessum tíma, en ég hafði þurrkað tilvist hennar algjörlega út úr minni mínu. “ - Vinkona í gullbúri:  „Besta vinkona mín var gift manni sem bannaði henni að tala við mig eftir að mér og honum lenti saman. Þegar við vinkonurnar hittumst loks aftur mörgum árum seinna, var það við sérstakar kringumstæður. “ - Heppnust í heimi:  „Þegar ég var fimmtán ára fékk ég vægast sagt erfiðar fréttir. Fólkið sem ég hafði þekkt alla ævi sem mömmu og pabba sagði mér að þau hefðu ættleitt mig þegar ég var nýfædd. Ég varð bálreið og ákvað að að finna „alvöruforeldra“ mína. “ See acast.com/privacy for privacy and opt-out information.
More Episodes
Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir: - Fátæka konan: „Eitt sinn vann ég með konu sem bar sig illa í vinnunni vegna fátæktar og tókst að hafa gott af fyrirtækinu fyrir vikið. Löngu síðar lenti ég í því sjálf að vera ranglega ásökuð um svipað en öllu verra athæf.“ - Skelfilegur...
Published 12/26/21
Published 12/26/21
 Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir: - Með öllum ráðum: „Foreldrar mínir bjuggu saman í nokkur ár en fóru hvort í sína áttina þegar ég var í kringum fimm ára. Sambandið við pabba eftir skilnaðinn var mjög gott og ég naut þess að hitta hann. Þegar hann fór að vera með annarri...
Published 12/19/21