Lífsreynslusögur Vikunnar
Listen now
Description
Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir: -Gersamlega úr jafnvægi: „Ég var í vinnunni að venju á sólríku eftirmiðdegi þegar ég fann fyrir svima og ógleði. Ég hélt að þetta myndi líða hjá en þegar það gerðist ekki gekk ég út og reyndi að jafna mig. Tilfinningin varð sífellt verri og ég ákvað því að fara heim þótt vinnudegi væri ekki alveg lokið og mér tókst með naumindum að komast inn á klósett heima áður en ég byrjaði að kasta upp.“ - Við vorum þrjú í þessu hjónabandi: „Ég kynntist Steina í þriggja daga gönguferð um einn fallegasta stað á Íslandi. Hann var hrókur alls fagnaðar í ferðinni, indæll og ljúfur maður og ég kolféll fyrir honum. Þegar vinur hans sagði mér undir lok ferðar að Steini væri að jafna sig eftir erfið sambandsslit datt mér aldrei í hug að það myndi skipta neinu máli.“ - Ógeðfelld makaleit: „Ég skildi við manninn minn fyrir bráðum níu árum. Ég var afskaplega ósátt þegar hann kvaddi mig að því er virtist gersamlega kalt og tilfinningalaust og fór að búa með konu sem er fjórtán árum yngri en ég. Það tók mig talsverðan tíma að jafna mig á svikunum en þegar ég var tilbúin að reyna á ný komst ég að því að makaleit er fremur ógeðfelld.“ - Ástin fannst á óvæntum stað: „Við Óli urðum góðir vinir í menntaskóla. Hann studdi mig alltaf með ráðum og dáð og ég reyndi að endurgjalda það. Eins og flestir gengum við í gegnum ýmislegt í ástamálum og alltaf þegar ég varð fyrir vonbrigðum grét ég á öxlinni á Óla og hann kom ávallt til mín þegar honum leið illa yfir einhverjum stúlkum sem skildu ekki hvílíkur gullmoli hann var.“ - Mér finnst ég föst í gildru: „Fyrir tveimur árum síðan komst ég að því að maðurinn minn hafði skráð sig á stefnumótasíðu á Netinu og hitti reglulega aðrar konur. Oft var hann „heppinn“ eins og hann orðaði það og fór með þeim heim og fékk þar kynlíf. Þetta var mér algjört áfall en hann var kaldur sem ís og setti mér úrslitakosti.“ See acast.com/privacy for privacy and opt-out information.
More Episodes
Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir: - Fátæka konan: „Eitt sinn vann ég með konu sem bar sig illa í vinnunni vegna fátæktar og tókst að hafa gott af fyrirtækinu fyrir vikið. Löngu síðar lenti ég í því sjálf að vera ranglega ásökuð um svipað en öllu verra athæf.“ - Skelfilegur...
Published 12/26/21
Published 12/26/21
 Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir: - Með öllum ráðum: „Foreldrar mínir bjuggu saman í nokkur ár en fóru hvort í sína áttina þegar ég var í kringum fimm ára. Sambandið við pabba eftir skilnaðinn var mjög gott og ég naut þess að hitta hann. Þegar hann fór að vera með annarri...
Published 12/19/21