Description
Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir:
- Ég upplifi enn skelfinguna:
„Að horfast í augu við dauðann er mjög erfitt. Ég var aðeins fjórtán ára og trúði því að aldrei myndi nokkuð illt henda mig. Ég var líka alveg viss um að ég yrði fjörgömul kona og ætti eftir að eignast mörg börn og barnabörn.“
- Alein í heiminum:
„Þegar ég gekk með yngsta barnið mitt fann ég fyrir mikilli vanlíðan á seinni hluta meðgöngunnar. Fyrir átti ég tvö ung börn og þurfti að sinna þeim og eftir því sem kúlan stækkaði þeim mun erfiðara var að sofa á næturnar. Ég varð ofboðslega orkulaus og þreytt og þurfti stöðugt að vera leggja mig á daginn. Ég talaði um þetta við ljósmóðurina og hún taldi, eins og ég, að aðeins væri um svefnleysi að ræða og hvatti mig til að fá meiri hjálp inn á heimilið. Það dugði þó engan veginn til.“
- Svik á svik ofan:
„Ég skildi eftir sextán ára hjónaband þegar ég var rétt innan við fertugt. Við hjónin höfðum vaxið hvort frá öðru og skildum í þokkalegri sátt. Engu að síður var ég miður mín mjög lengi og fannst ég ekkert hafa að gefa. Tveimur árum eftir skilnaðinn kynntist ég konu á bar niðri í bæ. Hún vék sér að mér brosandi og spurði hvort ég vildi ekki bjóða sér upp á drykk og þar með var ég fallinn.“
- Systir mín stal starfi okkar:
„Ég hef verið búsett utanlands um árabil. Oft hefur mér fundist heimili mitt líkast hóteli fyrir ættingja og vini því á hverju ári hafa þeir flykkst til mín. Systir mín og fjölskylda hennar hafa verið einna verst en ég hef tekið á móti henni og börnum hennar þrisvar til fjórum sinnum á ári. Þetta var hvimleitt en svo bættist við að systir mín stal móðurarfi okkar.“
- Leyft að elska en elskar ekki:
„Að undanförnu hefur verið mikil umræða um foreldraútilokun. Hvernig börnum reiðir af sem ekki fá að hitta annað foreldri sitt og þar af leiðandi ekki kynnast helmingnum af sjálfum sér. Talað er um að börnin fái ekki að elska feður sína eða mæður. Ég er eitt þessara barna en ég kynntist föður mínum mjög lítið. Fyrir því voru gildar ástæður og ég velti oft fyrir mér hvort það hefði verið mér til góðs að fá að umgangast hann meira. Ég hef svarað fyrir mig og mitt svar er nei.“
See acast.com/privacy for privacy and opt-out information.