Lífsreynslusögur Vikunnar
Listen now
Description
Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir:  - Erfiðir endurfundir:  „Ég fór á árgangsmót fyrr á þessu ári og hitti félagana úr barnaskóla sem var óskaplega gaman. Við hlið mér sat gömul vinkona sem ég hafði hlakkað sérlega mikið til að hitta. Allt viðmót hennar kom mér þó óþægilega á óvart og ég frétti síðar þetta sama kvöld að lífið hafði ekki farið mjúkum höndum um hana.“  - Týnda frænkan:  „Afi hélt fram hjá ömmu og eignaðist barn með hinni konunni. Fjölskyldan sneri baki við afa og ég hitti hann aldrei. Áratugum síðar ákvað ég að reyna að finna barnið sem mátti helst ekki tala um, eða móðursystur mína.“ - Besti pabbi í heimi:  „Mér fannst ég alltaf vera hálfutangarðs í eigin fjölskyldu. Ég gat þó leitað til pabba þegar mér leið illa og hann sýndi mér mun meiri væntumþykju en mamma gerði. Heimur minn hrundi þegar ég komst að því að hann var ekki líffræðilegur faðir minn.“  - Með alla ásana á hendi:  „Æskuvinur minn bjó yfir ótalmörgum kostum, skaraði fram úr í námi og íþróttum, í raun bar hann af í hverju því sem hann tók sér fyrir hendur. Hann hafði útlitið með sér að auki og naut mikillar kvenhylli.“  - Eitt furðulegasta tímabil lífs míns:  „Þegar heilsan fór að bila fyrir nokkrum árum hélt ég fyrst að það stafaði af álagi og streitu. Einkennin versnuðu og ég varð sífellt hræddari. Læknirinn minn ráðlagði mér hvíld og venjulegt fólk í kringum mig breyttist í sérfræðinga sem taldi sig vita hvað amaði að mér og hvað væri til ráða.“ See acast.com/privacy for privacy and opt-out information.
More Episodes
Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir: - Fátæka konan: „Eitt sinn vann ég með konu sem bar sig illa í vinnunni vegna fátæktar og tókst að hafa gott af fyrirtækinu fyrir vikið. Löngu síðar lenti ég í því sjálf að vera ranglega ásökuð um svipað en öllu verra athæf.“ - Skelfilegur...
Published 12/26/21
Published 12/26/21
 Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir: - Með öllum ráðum: „Foreldrar mínir bjuggu saman í nokkur ár en fóru hvort í sína áttina þegar ég var í kringum fimm ára. Sambandið við pabba eftir skilnaðinn var mjög gott og ég naut þess að hitta hann. Þegar hann fór að vera með annarri...
Published 12/19/21