Description
Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir:
- Ótrúleg heppni: Systir mín lenti í miklum fjárhagsvandræðum fyrir mörgum árum og minnstu munaði að hún missti allt sitt. Mamma kom með hugmynd sem systir mín hafði enga trú á en átti þó eftir að breyta öllu til góðs og bjarga jólunum.
- Hræðileg tengdamamma: Ég er giftur góðri og yndislegri konu. Hún á einstaklega erfiða móður sem þrífst ekki nema hún geti komið illu til leiðar.
- Í klóm fjársvikara: Ég er hamingjusöm sjálfstæð kona sem nýtur lífsins þótt vissulega komi stundir þegar ég óska þess að ég ætti maka. Mér fyndist það bónus ef ég kynntist einhverjum góðum manni en almennt er ég ekki að leita. Um daginn lét ég hins vegar undan þrábeiðni vinkonu minnar og skráði mig á vinsæla stefnumótasíðu. Það sem fylgdi í kjölfarið kom mér gersamlega í opna skjöldu.
- Stærstu mistök lífs míns: Ég var hamingjusamlega gift honum Nonna þegar ég ákvað að ganga kór. Starfið var líflegt og skemmtilegt og kórfélagar hittust oft utan æfinga til að gera eitthvað saman. Aðalsprautan í því var Friðrik og ég verð að játa að mér fannst hann heillandi. Ég hóf ástarsamband við hann og það kostaði mig hjónabandið, virðingu barnanna minna og sjálfsvirðinguna.
- Nýja fjölskyldan: Ég var átján ára gamall þegar ég komst að leyndarmáli sem snerti mig mikið og nánast sneri lífi mínu við. Ég brást illa við og ákvað að reyna að endurheimta það sem mér fannst ég hafa verið sviptur.
See acast.com/privacy for privacy and opt-out information.