Description
Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir:
- Ætlað að vera saman:
Hannes var fyrsta ástin mín og eftir að leiðir skildi hugsaði ég alltaf fallega til hans. Við hittumst ekki aftur, ótrúlegt en satt, fyrr en tuttugu árum síðar.
- Skrímslið, faðir minn:
Æska mín var afar erfið, svo vægt sé til orða tekið, en þegar ég var sjö ára breyttist líf mitt fyrst í sannkallað helvíti. Það olli því að ég hætti alfarið að treysta fólki. Ég leitaði í fíkniefni frá tólf ára aldri og endaði sem útigangsmaður. Síðustu tíu árin hef ég verið edrú og ég vinn að því að verða hamingjusamur.
- Erfitt val:
Gamall skólabróðir minn átti í mikilli sálarkreppu. Hann naut þess að lifa venjulegu lífi með okkur vinum sínum en þurfti líka að hlíta ströngum reglum safnaðarins sem hann tilheyrði. Löngu seinna eignaðist ég stjúpföður sem hafði verið í þessum sama söfnuði en í öðru landi.
- Skrautleg tengdamamma:
Elskuleg vinkona mín frá barnæsku giftist ung kærastanum sínum og hefði eflaust lifað fullkomnu lífi með honum ef hann hefði ekki átt erfiða móður sem gerði þeim lífið leitt alla tíð.
- Óheppið tryggðatröll:
Bróðir minn hefur verið óheppinn í ástamálum í gegnum árin. Hann getur eflaust kennt sjálfum sér og drykkju sinni um eitthvað en þegar hann fann aftur æskuástina sína varð ég fullviss um að allt ætti eftir að verða gott hjá honum.
See acast.com/privacy for privacy and opt-out information.