Description
- Eitrað samband:
„Ég hef aldrei skilið hjónaband foreldra minna, sérstaklega í ljósi þess að það varði í tuttugu og fimm ár. Þetta var eitrað samband þar sem báðir aðilar niðurlægðu hvorn annan og reyndu á allan máta að gera hinum lífið leitt. Hvað hélt þeim saman veit ég ekki en hitt veit ég að þessar aðstæður í uppvextinum höfðu vond áhrif á okkur öll systkinin.“
- Manninum mínum fannst ég löt:
„Í tuttugu og tvö ár var ég í hjónabandi með manni sem fannst ég lítið leggja til sameiginlegs heimilis okkar á öllum sviðum. Hann lét mig finna þetta leynt og ljóst. Mér leið því stöðugt illa og var ávallt að leita leiða til að sanna að mitt framlag væri einhvers virði. Að lokum gafst ég upp og nýlega hitti ég mann sem hefur sýnt mér hve rangt mat míns fyrrverandi var.“
- Ég lét reiðina stjórna mér:
„Ég skipulagði líf mitt í þaula þegar ég var átján ára. Þá var ég í sambandi með yndislegum strák sem seinna varð maðurinn minn. Við ákváðum að ljúka námi, koma okkur upp einbýlishúsi, góðum bíl og fallegu innbúi. Síðan ætluðum við að eignast börn. Frá fyrstu tíð unnum við mikið og það átti eftir að koma okkur í koll.“
- Stundum er ástin ekki nóg:
„Það var mér áfall þegar Gísli sló mig í fyrsta sinn. Ég stirðnaði upp og stóð bara með hönd á kinn og starði á hann. Það tók mig smástund að átta mig á hvað hefði gerst. Mér fannst líða heil eilífð en eflaust voru það ekki nema nokkrar sekúndur. Nokkru áður en höggið reið af höfðum við setið á kaffihúsi og spjallað í rólegheitum.“
- Slapp með skrekkinn en samt sár:
„Ég varð fyrir óskemmtilegri lífsreynslu aðeins þrettán ára gömul. Þetta var í lok sjötta áratugar síðustu aldar og umræða um kynferðislegt ofbeldi var engin nema það sem hvíslað var á milli kvenna í eldhúskrókum. Að minnsta kosti náði slíkt aldrei til mín á þessum tíma. Ég var þar að auki afskaplega saklaus um allt sem tengdist nánu sambandi kynjanna. Það má segja að ég hafi lifað í rósrauðum heimi þar sem flestir voru bara nokkuð góðir.“
See acast.com/privacy for privacy and opt-out information.