Lífsreynslusögur Vikunnar
Listen now
Description
Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir: - Allt í einu stóð ég ein: „Ég var tólf ára þegar ég fékk alvarlegt áfall. Stundum velti ég fyrir mér hvort um hafi verið að ræða það sem í daglegu tali er kallað taugaáfall. Fram að þessum degi var ég glaður krakki, fullur trausts á mannfólkið. Eftir þetta fylltist ég tortryggni og ótta og það tók mig mörg ár að finna sjálfa mig aftur. - Engin sorg: „Fyrr á þessu ári skildi dóttir mín við mann sinn. Fljótlega kom í ljós að hann var kominn með aðra konu og samband þeirra hafði staðið yfir í fjóra mánuði þegar hann ákvað að yfirgefa eiginkonu sína og börn. Sú ákvað að fara aftur til eiginmanns síns og nú hefur fyrrverandi tengdasonur minn búið með fjórum konum og virðist skipta þeim út jafnauðveldlega og tilfinningalaust og aðrir myndu skipta um sokka.“ - Ég var látin gjalda systur minnar: „Fyrir nokkrum árum vann ég hjá litlu einkafyrirtæki. Starfið var mjög skemmtilegt og eigandinn hvatti starfsfólk sitt til að sýna frumkvæði og sköpun í vinnubrögðum. Mér leið mjög vel í þessu umhverfi og blómstraði. Svo var fyrirtækið selt og allt breyttist.“ - Ég öðlaðist nýtt líf: „Sólin skein en mér fannst hún ekki skína fyrir mig. Þótt ég væri búin að vera edrú í bráðum átta mánuði fannst mér enn jafnerfitt að fara fram úr á morgnana og horfast í augu við daginn. Þessi dagur var verri en allir aðrir fram að þessu því ég var komin heim og átti í fyrsta skipti að mæta á AA fund í kirkjunni þar sem ég fermdist um kvöldið. Tilhugsunin var bókstaflega skelfileg.“ - Systir mín hatar barnsföður sinn: „Gunna systir hefur alltaf verið sérstök og getur verið einstaklega þrjósk og þver og langrækin. Fyrir rúmum tuttugu árum kynntist hún Lárusi, eða Lalla, eins og hann er alltaf kallaður. Þau voru saman í nokkra mánuði og þrátt fyrir andstöðu foreldra okkar og okkar systkinanna, virtist ást hennar bara aukast, ef eitthvað var. Lalli drakk nefnilega mjög mikið sem gerði okkur hrædd um Gunnu. Annars upplifði ég Lalla sem góðmenni, mann sem gerði ekki flugu mein. Hann varð aldrei illur með víni, bara enn ljúfari en drepleiðinlegur eins og allir þeir sem fá sér of mikið neðan í því.“ See acast.com/privacy for privacy and opt-out information.
More Episodes
Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir: - Fátæka konan: „Eitt sinn vann ég með konu sem bar sig illa í vinnunni vegna fátæktar og tókst að hafa gott af fyrirtækinu fyrir vikið. Löngu síðar lenti ég í því sjálf að vera ranglega ásökuð um svipað en öllu verra athæf.“ - Skelfilegur...
Published 12/26/21
Published 12/26/21
 Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir: - Með öllum ráðum: „Foreldrar mínir bjuggu saman í nokkur ár en fóru hvort í sína áttina þegar ég var í kringum fimm ára. Sambandið við pabba eftir skilnaðinn var mjög gott og ég naut þess að hitta hann. Þegar hann fór að vera með annarri...
Published 12/19/21