Description
Árni Þórður Randversson er sérfræðingur á ýmsum sviðum, meðal annars markaðsmálum, mat og matarmenningu og þá sérstaklega ítalskri matargerð. Við veltum fyrir okkur hvað matur segir um menningarheiminn þaðan sem hann er sprottinn. En líka, hvernig matur getur bæði verið vettvangur til að deila menningu með öðrum og kynnast lifnaðarháttum og lífssýn annarra… á sama tíma og það getur verið vettvangur fordóma og ójöfnuðs.
Með hverjum þætti fylgir pistill á chanelbjork.substack.com, þar sem er hægt að finna myndir, meðmæli og lesefni sem tengist því sem er rætt um í þættinum.
Þættirnir eru í boði Íslandsbanka og Reykjavíkurborg, njótið!
Margrét Seema Taykar er leikstjóri af íslenskum og indverskum uppruna, með bakgrunn í dansi, leikhúsi og ljósmyndun. Hún er kjarnakona með fallega sýn á heiminn og listsköpun… sem tól til að ögra þeim staðalímyndum sem við erum alltof vön því að sjá. Við ræddum um áskorunina við að finna rödd sem...
Published 11/03/24
Guðný Bjarnadóttir er stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola og beitir sér fyrir umbótum í lagakerfinu með það að markmiði að bæta réttarstöðu brotaþola. Guðný skrifaði áhugaverðan pistil sem ég las í sumar um ólíku viðbrögðin í samfélaginu eftir því hvort að gerandi sé íslenskur eða af...
Published 10/20/24