Episodes
Árni Þórður Randversson er sérfræðingur á ýmsum sviðum, meðal annars markaðsmálum, mat og matarmenningu og þá sérstaklega ítalskri matargerð. Við veltum fyrir okkur hvað matur segir um menningarheiminn þaðan sem hann er sprottinn. En líka, hvernig matur getur bæði verið vettvangur til að deila menningu með öðrum og kynnast lifnaðarháttum og lífssýn annarra… á sama tíma og það getur verið vettvangur fordóma og ójöfnuðs. Með hverjum þætti fylgir pistill á chanelbjork.substack.com, þar sem...
Published 11/10/24
Published 11/10/24
Margrét Seema Taykar er leikstjóri af íslenskum og indverskum uppruna, með bakgrunn í dansi, leikhúsi og ljósmyndun. Hún er kjarnakona með fallega sýn á heiminn og listsköpun… sem tól til að ögra þeim staðalímyndum sem við erum alltof vön því að sjá. Við ræddum um áskorunina við að finna rödd sem er ekki til að gera öðrum til geðs, heldur rödd sem er á manns eigin forsendum, þótt hún sé ólík eða jafnvel ögrar því sem við erum svo vön því að sjá og heyra. Hver þáttur fylgir pistill á...
Published 11/03/24
Guðný Bjarnadóttir er stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola og beitir sér fyrir umbótum í lagakerfinu með það að markmiði að bæta réttarstöðu brotaþola. Guðný skrifaði áhugaverðan pistil sem ég las í sumar um ólíku viðbrögðin í samfélaginu eftir því hvort að gerandi sé íslenskur eða af erlendum uppruna. Við ræðum um það hvernig þetta vísar til útlendingaandúðs í samfélaginu og mögulega rótgróna kynbótastefnu í íslensku samfélagi… þó svo að ég vilji ekki trúa því að það sé...
Published 10/20/24
Gestur minn í öðrum þætti af hlaðvarpinu Mannflóran er Skúli Isaaq Skúlason Qase. Hann er tónlistarmaður og vesturbæringur en fyrst og fremst sonur móður sinnar. Við Skúli ræddum um móður hans, sem var áhrifarík kona, af sómölskum uppruna, og lét til síns getið á sviði stjórnmála á Íslandi og bauð sig meðal annars fram til Borgarstjórnarkosningar fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins árið 1994. Við tölum um tengsl Skúla við Sómalíu, skort á þekkingu á Afrískri sögu og að lokum um tónlist og hip hop...
Published 10/13/24
Gestur fyrsta þáttarins er ⁠Kanema Erna⁠, sviðslistahöfundur og móðir ásamt fleiru. Við Kanema þekkjumst ágætlega en fyrstu kynni okkur voru í fyrstu seríu Íslensku Mannflórunnar þegar við áttum hjartnæmt spjall um hár… eða afró hár eins og við erum báðar með. Í þessu spjalli hins vegar, ræddum við Kanema um íslensku og sambísku rætur hennar, og hvaða hlutverk uppruni og reynsla hennar sem svarta konu eða konu af blönduðum uppruna spilar í móðurhlutverkinu hennar. Með hverjum þætti mun...
Published 10/06/24