Episodes
Jæja, kæru Landsmenn. Season 4 af Með á Nótunum er hafið. Óli Hjörtur og Natalie verða með þér annan hvern þriðjudag á þessum bremsulausa bíl með góða skapið og góða gesti. Í þessum fyrsta þætti fengum við hana Brynju Skjaldar í kaffi til að fara yfir helstu fréttirnar og afmælisbörnin góðu. Verið Með á Nótunum í boði Bíó Paradísar í vetur.
Published 10/01/24
Published 10/01/24
Velheppnaðir Rottweiler tónleikar voru um helgina og fórum yfir það. Möguleg nýjung fyrir djammið var fundin upp í leiðinni. Cannes kvikmyndahátíðinn er í fullum gangi og Demi Moore er að slá þar í gegn. Óvænt heilsuhorn þáttarins var mætt aftur farið yfir þau mál. Björk Guðmundsdóttir veldur usla með Dj setti en við höldum með okkar konu. Aðeins lítið brot af því sem farið var yfir að ógleymdum afmælisbörnum.
Published 05/21/24
Það var farið yfir Eurovision sem er nýafstaðin og má segja að hún hafi ekki vakið mikla lukku. Þáttastjórnendur tóku kosningarprófið. Mataræði og heilsa kom mikið við sögu og Mannanafnanefnd. Óvæntur alheimshittari varð til þökk sé Sylvester Stallone og Steve Buscemi fékk óvænt kjaftshögg  og kvikmynda og þátta meðmælin eru á sínum stað. Þetta er aðeins lítið brot af því sem farið var yfir í þættinum.
Published 05/14/24
Gerðum forsetakappræðunum góð skil og fórum yfir hvernig Ásdís Rán er að fjármagna sína baráttu. Laufey Lín var á Met Gala mögulega fyrst Íslendinga. Dóttir söngkonunnar úr Mamas & the Papas stígur fram og leiðréttir dánarorsök móður sinnar. Whoopie Goldberg er að gefa út ævisögu sína og Starfsmenn kvikmyndahátíðarinnar Cannes eru á leiðinni í verkfall. Þátta og kvikmyndameðmæli að ógleymdum afmælisbörnum.
Published 05/08/24
Britney Spears er komin í vandræði og stefnir í gjald og andlegt þrot. Spáð í spilin með forsetakosningarnar. Kanye West er að byrja í klámbransanum og eltihrellirinn úr Baby Reindeer þáttunum er allt annað en sátt. Bíó meðmæli og afmælisbörn vikunnar.
Published 05/01/24
Það var nóg um að vera í þessum þætti. Óli Hjörtur fór á Edduna og vann styttuna og sagði frá öllu sem fór þar fram sem og á bakvið tjöldin. Dj Margeir góðvinur þáttarins varð fyrir árás og reynt að keyra yfir hann og vinnnubrögð lögreglu eru allt annað en til fyrirmyndar. Courtney Love er að rífja kjaft og Það er komin bleik sósa á markaðinn. Þetta ásamt svo miklu fleiru.
Published 04/18/24
Stockfish hátíðinn er í fullum gangi og var fjallað myndina Love lies bleeding sem er m.a sýnd. Forsetaskosningar og nýjasta útspil Katrínar Jakobsdóttur var rætt og sitt sýnist hverjum. Það var spáð í spilin með nýjustu frambjóðendur til forseta. Tenerife er að breytast í Sin City. Lily Allen er á vondum stað og tekur það út á Beyonce. Þetta er lítið brot af því sem farið var yfir í þættinum
Published 04/09/24
Það er búið að kæra P. Diddy og gera húsleit og virðist sem búið sé að opna frekar ógeðslega ormagryfju þar við fyrstu sýn. Farið var yfir fyrstu fréttir af því máli og spáð í spilin. Beyonce gaf út nýja plötu og er kúrekaþemað að koma sterkt inn hjá þáttastjórnendum. Lizzo er hætt í bransanum og Óli gefur matreiðsluráð.
Published 04/02/24
Það eru páskar á næsta leiti og farið var lauflétt yfir súkkulaði stemmninguna. Það er mikill hasar í forsetakosningum sem eru á næsta leiti og farið var yfir nokkra frambjóðendur. Mikið um skrýtnar fréttir úr dagbók lögreglunar og mikið Drama í Hamraborg. Hildur Lillendahl í hörku orðaskaki sem skildi Óla eftir orðalausan. Aðeins lítið brot afþví sem farið var yfir.
Published 03/26/24
Bílastæðavörður hrellir Hverfisgötuna og fór Óli Hjörtur yfir stöðuna þar sem hann er einn af fórnarlömbum málsins. Rottur að borða marijúana, Tekknó menning Berlínar borgar komin á minjaskrá ásamt fleiri furðufréttum.
Published 03/19/24
Mikil hitamál þessa vikuna. Eurovision & Wok On. Óskarinn og sögur úr persónulega sarpinum.
Published 03/12/24
Þýsk Kvikmyndarhátíð stendur yfir í Bíó Paradís og fórum aðeins yfir þá veislu. Íslendingar eru að missa það á Spáni og í háloftunum, sem og á Þorrablótum. Hollywood slúðrið er á sínum stað og mjög vafasamar greinar um þáttarstjórnendur komu upp á yfirborðið. Að ógleymdum afmælisbörnum.
Published 02/27/24
Það var mikið um að vera í þessum þætti. Óli er nýkominn frá Spáni og var með Spánarsögur. Superbowl keppnin nýafstaðin og "the Taylor Swift effect" lét ekki á sér standa þar. Hollywood slúðrið er á sýnum og stað ásamt sögum úr persónulega sarpinum. Ásamt afmælisbörnunum
Published 02/13/24
Eurovision er að ganga í garð og þar er allt vitlaust. Nýjir þættir um Griseldu Blanco valda usla hjá fjölskyldumeðlimum. Reese Witherspoon styrkir ónæmiskerfið og veldur líka usla. Sem sagt mikill usli í þessum þætti svo ekki sé meira sagt. Að ógleymdum afmælisbörnunum.
Published 01/30/24
Það var nóg um að vera í þessum þætti. Eldgos og forsetakosningar. Hollywood slúður og fórum yfir sigurvegara á Golden Globes hátíðinni. Óvenjuleg tenging er inn í dönsku konungsfjöldskylduna og þátturinn er með skúbb þar á ferð. Frönsk kvikmyndahátíð er á næsta leiti og fórum yfir hvað verður í boði þar ásamt mörgu fleiru.
Published 01/15/24
Í þessum síðasta þætti ársins svífur jólandinn yfir vötnum og farið yfir hátíðina og hin ýmsu mál sem henni viðkemur. Mjög skrýtin rannsókn var gerð og virðist vera sem ákveðin tegund af slysi virðist eiga sér stað oftar yfir hátíðarnar. Óli fór í viðtal sem neytandi vikunnar og laug til um aldur en er með mjög góðar ábendingar þar. Að ógleymdum afmælisbörnunum.
Published 12/29/23
Skoðanaglaði laxabóndinn Ólöf Skaftadóttir kom í þáttinn og það var farið yfir víðan völl.
Published 12/12/23
Það var farið yfir gamlar djamm sögur og það sem var ósagt í Tjútt þáttunum og nóg er til í þeim sarpi. Nýju tónleika myndinni Renaissance með Beyonce voru gerð góð skil að ógleymdum afmælisbörnum
Published 12/05/23
Það var farið yfir fréttir vikunnar og það má með sanni segja að það hafi verið nóg um að vera. Það kom ýmislegt í ljós þegar var farið yfir síðasta Tjútt þátt og nokkrar gamlar vafasamar sögur komu í ljós. Óli varpaði ljósi á fortíð sína sem Templari. Ölvuna þingkonu vekur upp spurningar og fóru þáttarstjórendur ofan í saumana á því máli. Hollywood slúðrið er á sínum stað að ógleymdum afmælisbörnunum.
Published 11/29/23
Helgin var gerð upp og var farið yfir Gus Gus húllumhæið. Tjútt þættirnir voru ræddir enda er Óli viðmælandi og fá hlustendur að heyra sögur sem eru ekki birtingarhæfar fyrir sjónvarp. P Diddy er canceled og Andre 3000 er byrjaður að spila á flautu. Snopp Dog var með auglýsingarbrellu sem kom heldur betur aðdáendum hans í opna skjöldu ásamt fleiri sögum úr sarpinum.
Published 11/21/23
Það var nóg um að vera í þessum þætti. Mögulegt eldgos á leiðinni og þátturinn sendir risa ljós til Grindavíkur. Það á að gera söngleik úr skíðaharmleik Gwyneth Paltrow. Mögulega slys útaf fyrir sig. Eru Kevin Costner og Reese Witherspoon byrjuð saman? Will Smith gómaður á sófanum með rassinn úti og er Ameríka að breytast í bæinn Footloose? Þessum spurningum ásamt fleirum verður svarað í þættinum að ógleymdum afmælisbörnum.
Published 11/16/23
Það var nóg um að vera í fréttum vikunnar. Kvikmyndahátíð barnanna er nýafstaðin í Bíó Paradís. Mótmæli í borginni og sykurát. Er gos á næsta leiti? Hvað verður um Bláa lónið? Óli var vændur um afglöp í starfi sem barnapía í útvarpsþætti. Leikverk um Heiðar snyrti veldur usla . Goldie Hawn hitti geimverur ásamt sögum úr persónulegum sarpinum.
Published 11/07/23
Matthew Perry er látinn og skilur eftir sig stórt skarð. Það er mögulegt framhald á myndinni Bodyguard og þættinum stendur ekki á sama. Fjallað er um hinar ýmsu myndir sem þættinum finnst áugaverðar og Óli er með slúður af setti. Aðeins lítið brot af því sem fjallað var um
Published 10/31/23
Stór dagur hjá konum í dag. Kvennaverkfall og ævisaga Britney Spears kom út á sama tíma. Óli og Natalie fóru í bíó að sjá tónleikamynd með Talking Heads og var farið yfir það. Það er ýmislegt forvitnilegt sem kemur fram í nýju bókinni hennar Britney sem var fjallað um. Leikaraverkfall í Hollywood hefur óvænt áhrif á búningaval leikara í ár og fólk virðist vera að skilja í laumi. Adele er búin að setja tappann í flöskuna og Ásdís Rán ætlar að rústa ungfrú Ísland. Upptaka fór fram í Bíó Paradís...
Published 10/24/23