Episodes
Friðrik Þór er kominn á snúruna, botnlausir brönsar eru komnir úr böndunum og ný ævisaga Jada Pinket Smith er að valda usla. Þetta er lítið brot af því sem farið var yfir að ógleymdum afmælisbörnunum.
Published 10/17/23
Það var allt vitlaust í fréttum vikunnar Bjarni Ben segir af sér. Það er allt brjálað í laugardalnum útaf jólaskrautinu. Íbúar í borginni eru ekki sáttir með bílastæðamálin og fólkið skiptist í fylkingar. Hollywood slúðrið er á sínum stað ásamt afmælisbörnunum.
Published 10/10/23
Það var nóg um að vera í þættinum. Óli Hjörtur hélt upp á afmælið sitt og Natalie fór á Stjórnar ball sem tók óvæntan snúning. Hvað verður um Íslenska laxinn og er gervigreindan að fara að taka yfir. Hollywood slúðrið er á sínum stað ásamt sögum úr persónulega sarpinum.
Published 10/06/23
Það var farið yfir mörg mál í þessum þætti. Natalie horfði á þáttarseríu sem fór ekki alveg eins og átti að fara. Mikið drama í kringum American Horror story. Íslenskt boy band drama er í gangi. Alica Keys er komin með te línu. Svo voru draugasögur ræddar úr persónulega sarpinum. Aðeins lítið brot að ógleymdum afmælisbörnum.
Published 09/26/23
Tilkynning á nýju kyni veldur usla í bænum. Russel Brand er vægast sagt í vondum málum eftir að hann hefur verið ákærður um alvarlegt kynferðisofbeldi á konum. Halle Berry er brjáluð út í Drake of leikarar í Hollywood koma starfsfólki í verkfalli til hjálpar. Aðeins lítið brot af því sem fjallað var um að ógleymdum afmælisbörnunum.
Published 09/19/23
Krakkarnir eru komnir tilbaka úr sumarfríi og ekki vantar hitamálin. Fórum yfir bakslagið sem er að eiga sér stað í hinsegin baráttunni í þjóðfélaginu í dag. Óli fór á Burning man á sínum tíma og sagði frá þeirri svaðilför.  Natalie og Óli sögðu sögur úr persónulega sarpinum. Beðmál í borginni og bareignir í Hollywood var rætt. Stephen King hlustar á mjög skrýtið lag á meðan hann skrifar sínar bækur  sem endaði næstum með hjónaskilnaði. Þetta er lítið brot af því sem var rætt í þættinum.
Published 09/12/23
Stór og erfið tíðindi bárust heiminum þegar Tina Turner féll frá og gerði þátturinn hennar lífi góð skil sem og sendi stærsta ljósið. Oprah er mögulega að fara á þing og Hugleikur veldur usla í sænsku raunveruleikasjónvarpi. Leonice er með comeback og Charlize Theron er mögulega á leið í slag. Þetta er brot af því sem fjallað var um í þættinum. Þátturinn óskar landsmönnum gleðilegu sumri og sjáumst í haust.
Published 05/25/23
Eins og venjulega er að mikið að frétta og mörg hitamál sem farið var yfir. Eurovision keppnin er nýafstaðin og farið var yfir hvað gekk á þar. Það eru mikið drama hjá Hollywood stjörnunum og elsku Britney á ekki sjö dagana sæla. Það var vínabrauðslaust á Sauðarkróknum um helgina og Róbert Deniro var að verða pabbi 79 ára gamall. Lítið brot af því sem fjallað var um að ógleymdum afmælisbörnunum.
Published 05/15/23
Það voru ófáar djamm sögur úr sarpinum að þessu sinni og vonum að börn undir 16 ára hlusti ekki á þennan þátt og biðlum hér með til foreldra að gæta varúðar ef börn eru nærri. Fréttir vikunnar voru allskonar og í skrýtnari kanntinum en svona er bara lífið. Verði ykkur að góðu!
Published 05/08/23
Það svífur baráttuandi yfir þáttarstjórnendum enda 1.maí. Það var nóg um að vera í fréttum vikunnar. Kíkt var í dagbók lögreglunnar. Þungavigtarleikarar eru óhressir með innkomu Kim Kardashian inn leiksviðið og Whoopi Goldberg er að hleypa frá sér mér meiru en bröndurum meðþáttastjórnendum hennar til ama. Beyonce er komin í hart við skattmann og Travis Barker er kominn í vafasamt samstarf. Þetta er brot af því sem rætt var um.
Published 05/01/23
Það er algjör mánudagur í boðinu enda Mercury Retrograde nýhafin. Furðufréttir og Hollywood slúður eru allsráðandi og svo eru sviptingar í ástarmálum sem fjallað var um. Sögur úr sarpinum og kvikmyndameðmæli er meðal þess sem var farið yfir í þessum þætti að ógleymdum afmælisbörnunum.
Published 04/24/23
Að þessu sinni voru engir gestir í settinu heldur bara gamla tvennan. Páskadjamminu voru gerð góð skil. Mikið var um sögur úr sarpinum enda á nóg að taka. Fjölluðum um dularfulla sakamálið sem skekur Suðurlandið þessa dagana. Óvænt neytendahorn kom upp úr spjallinu og var mikið um góð hot tips. Hollywood slúðrið er á sínum stað svo fátt eitt sé nefnt.
Published 04/17/23
Í þessum þætti buðum við upp á ákveðna áfallahjálp, en við fengum fráfarandi fréttastjóra Fréttablaðsins Lovísu Arnardóttur. Við fórum ofan í saumana á hvað gekk á bakvið tjöldin þegar blaðinu var skyndilega hætt. Við ræddum fréttir vikunnar og gerðum upp Stockfish kvikmyndahátíðina. Það er sjóðheitt slúður í þættinum og þáttastjórnendur afsala sér allri ábyrgð á því. Aðeins lítið brot af því sem fjallað var um.
Published 04/03/23
Það er tveggja turna tal í þessum þætti þar sem við fengum til okkar leikskáldið og lífskúnsterinn Tyrfing Tyrfingsson og laxabóndann og fjölmiðlakonuna Ólöfu Skaftadóttur. Farið var í fréttir vikunnar og þar var engin lognmolla eins og venjulega. Annars þá fór þátturinn aðalega í hispurslaust hjal þar sem farið var yfir víðan völl og engin mál voru látin ósnert. Erfitt að lýsa því er best að hlusta. 
Published 03/27/23
Handritshöfunurinn, leikstjórinn og ofurkonan Gagga Jónsdóttir var gestur þáttarins að þessu sinni. Við spjölluðum um kvikmyndina TÁR og fórum yfir nokkra velvalda sigurvegara Óskarsins. Það var farið yfir Hollywood slúðrið sem var sláandi að þessu sinni og Gagga kom með bombu slúður um sjálfan sig. Aðeins lítið brot af því sem var talað um. Það var mikið hlegið og mikið talað. 
Published 03/13/23
Góðvinur þáttarins Geoffrey Þ. Huntingdon-Williams a.k.a Geoff  eigandi Priksins var gestur að þessu sinni. Það var nóg um að vera í þessum þætti og  farið var yfir bransasögur og fréttir líðandi stundar. Óli þurfti að leiðrétta misskiling varðandi typpastærðir og ölvun Íslendinga kom við sögu. Kvikmyndagagnrýni og afmælisbörnin voru sömuleiðis á sínum stað. Semsagt hispurslaust hjal milli þriggja vina.
Published 03/06/23
Það er engin önnur en Hrönn Sveinsdóttir framkvæmdarstýra Bíó Paradísar sem fór yfir fréttir vikunnar og málefni líðandi stundar. Hún var að koma frá kvikmyndahátíð í Berlín og var með heldur betur bransasögurnar meðferðis. Ræddum líka Þýska kvikmyndadaga sem standa nú yfir í Bíó Paradís. Krísuteymi og skandalar kvikmyndahátíða sem og stækkun á typpum var rætt og Hollywood slúðrið var heldur betur á sínum stað. Aðeins lítið brot af því sem var rætt. Eina leiðin til að komast að meiru er að...
Published 02/27/23
Að þessu sinni var með okkur í settinu Sveinn Rúnar Einarsson sem er landskunnur barþjónn og nú starfandi í kvikmyndagerð. Hann sagði okkur sögur af settinu í True Detective 4 sem er í tökum núna ásamt því að fara yfir hitamál vikunnar. Fórum yfir átök Sigríðar Andersen og Samtakana 78, Euróvision undankeppnina og ástir eldri borgara svo eitthvað sé nefnt. Kvikmyndaumfjöllunin er á sýnum stað að ógleymdum afmælisbörnunum. 
Published 02/20/23
Við fengum til okkar góðan liðsauka þessa vikuna og það er engin önnur en gleðigjafinn og stuðpinninn Aðalheiður Sveinsdóttur betur þekkt sem Allý. Við fórum yfir fréttir vikunnar og það var ekki lognmolla þar frekar en fyrri daginn. Ally var með mikið af innlendu og erlendu skúbbi og það var vægast sagt farið vel yfir málin í þessum þætti.
Published 02/13/23
Að þessu sinni fengum við stjörnu stílistann Ellen Lofts til að fara yfir fréttir vikunnar. Ellen sagði okkur frá stílista lífinu og fengum að skyggnast bakvið tjöldin þar. Það var ýmislegt rætt og ýmsar bransasögur rifjaðar upp ásamt Hollywood slúðrinu. Það var mikið rætt og mikið hlegið.
Published 02/06/23
Að þessu sinni fengum við góðan gest en aðra en fjölmiðlakonuna og laxabóndann Ólöfu Skaftadóttur. Það var farið yfir víðan völl og hin ýmsu hitamál rædd. Ólöf kom með skúbb í þættinum varðandi stórfrétt sem var mikið rædd um helgina og Hollywood slúðrið var á sínum stað. Fólki var heitt í hamsi á köflum en engu að síður var mikil mildi.
Published 01/30/23
Það var nóg um að vera í fréttum vikunnar. Hollywood stjörnurnar eru fara afar vafasamar leiðir til að grennast þessa dagana. Selena Gomez er í hátíðarþyngd og fólk er ósátt. Natalie hitti Hollywood stórstjörnu í Bíó Paradís um helgina og farið er ofan í saumana á ´frönsku kvikmyndarhátíðinni sem er í gangi í Bíó Paradís. Þetta er aðeins lítið brot af því sem var rætt að ógleymdum afmælisbörnunum.
Published 01/23/23
Það var farið um víðan völl eins og venjulega og nóg að gerast í fréttum vikunnar. Jack Nicholson er komin í sjálfskipaða einangrun , nýjir þættir um svokölluðu Glee bölvunina voru að fara í loftið og Hollywood slúðrið er á sýnum stað. Golden Globes hátíðin er nýafstaðin og var farið vel yfir þau úrslit. Kvikmyndagagrýnin er á sýnum stað og fjallað var um myndina Speak no evil sem sýnd er í Bíó Paradís. Þetta er lítið brot af því sem fjallað var um að ógleymdum afmælisbörnununm.
Published 01/16/23
Bremsulausi bílinn er farin af stað og vinsamlegast spennið beltin. Fyrsti þáttu ársins er tekin í Bíó Paradís og þar bar ýmislegt á góma. Bíómynda gagnrýni, Hollywood slúður og skandalar ársins voru ræddir. Síðasta ár var gert upp og fréttir vikunnar voru teknar fyrir að ógleymdum afmælisbörnunum. Gleðilegt nýtt ár!
Published 01/09/23
Loksins kom að því að þessi bremsulausi bíll var endurræstur. Það er mikið búið að gerast síðan í síðasta þætti og þurfti að fara yfir þau mál. Annars var farið yfir mál líðandi stundar og það er farið að hitna í kolunum hjá Vítalíu og Arnari Grant. Svala Björgvins hefur fundið ástina að nýju og óskum við henni innilega til hamingju með það. Hollywood slúðrið er á sínum stað að ógleymdum afmælisbörnunum. Ógleymanleg stund sem þið fáið aldrei aftur.
Published 06/28/22