Rauða borðið 19. nóv. - Kosningar, verkföll, hvalveiðar og Gunnar blaðasali
Listen now
Description
Þriðjudagur 19. nóvember Kosningar, verkföll, hvalveiðar og Gunnar blaðasali. Pólitík, verkföll, hvalveiðar eða ekki, bókmenntir og Gunnar Valur Gunnarsson Jensen blaðasali eru á dagskrá Rauða borðsins í kvöld. Doktor Kristín Vala Ragnarsdóttir, Starkaður Björnsson MR-nemi í verkfalli, Tómas Ellert Tómasson byggingaverkfræðingur og Jasmína Vajzovic baráttukona sem flutti til hins fyrirheitna Íslands verða gestir Björns Þorlákssonar í beinni útsendingu. Þau ræða pólitíkina og samfélagið. Þau Vilhjálmur Birgisson verkalýðsforkólfur og Vala Árnadóttir hvalfriðunarsinni koma svo og rökræða hvort veiða eigi hval eða ekki. Meint spilling inni í matvælaráðuneytinu verður sérstaklega til umræðu. Sigurjón Magnús Egilsson kemur svo og ræðir við frambjóðanda sósíalista. Vigdís Grímsdóttir, rithöfundur og Oddný Eir ræða við Kristínu Ómarsdóttur um nýjustu bók hennar Móðurást, Draumþing, um ömmurnar og karlana og lífið í skáldskapnum. Og við ljúkum þættinum á spjalli Gunnars Smára Egilssonar við Gunnar Val Gunnarsson Jense fyrrum blaðasala, sem segir frá lífi sínu og skoðunum.
More Episodes
Published 11/19/24
Mánudagur, 18. nóvember Skandalar, búvöruhneyksli, fiskur og spilling. Í beina útsendingu koma til okkar Þórunn Hreggviðsdóttir, skurðhjúkrunarfræðingur, Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, Magnús Árni Skúlason, hagfræðingur og Þórdís Bjarnleifsdóttir, félagsráðgjafi og fyrrverandi...
Published 11/18/24
Sunnudagurinn 17. nóvember: Synir Egils: Pólitík, kosningar, öryggismál Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og pólitíkina. Að þessi sinni koma þau Rakel Þorbergsdóttir samskiptastjóri og fyrrverandi fréttastjóri, Róbert...
Published 11/17/24