Episodes
Laugardagurinn 18. maí Helgi-spjall: Harpa Njáls Harpa Njáls félagsfræðingur er gestur Helgi-spjalls, segir okkur frá baráttu sinni fyrir að samfélagið og stjórnmálin horfist í augu við fátæktina en líka frá uppvexti sínum á Suðureyri við Súganda, áföllum sem riðu yfir, basli og erfiðri lífsbaráttu, þátttöku sinni verkalýðsbaráttu og annarri baráttu fyrir betra lífi lágstéttanna.
Published 05/18/24
Published 05/18/24
Í Vikuskammt við Rauða borðið í dag koma þau Guðrún Þórsdóttir stjórnarkona í Geðhjálp, Svavar Halldórsson stjórnmála- og stjórnsýslufræðingur, Vera Wonder Sölvadóttir kvikmyndagerðarkona og Magnús Scheving höfundur, leikari og framleiðandi og ræða fréttir vikunnar sem einkenndust af baráttunni um Bessastaði, tröllum og tilfinningalegum gusum, grimmd gagnvart flóttakonum, bókabrennum og stríðum.
Published 05/17/24
Fimmtudagurinn 16. maí Breiðholt, dauðinn, karlmennska og fótbolti Helgi Gíslason, skólastjóri Fellaskóla, kemur að Rauða borðinu og segir okkur frá skólanum og hverfinu þar sem er hæst hlutfall innflytjenda og fólks sem ekki talar íslensku heima. Salvör Nordal umboðsmaður barna er heimspekingur sem fjallað hefur um heilbrigðiskerfið. Hún ræðir við okkur um um dánaraðstoð. Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar er leikrit um karlmennsku og fótbolta. Leikararnir Sveinn Ólafur Gunnarsson, Ólafur...
Published 05/16/24
Miðvikudagurinn 15. maí: Forseti, hommar, húsaleiga og Breiðholt Við byrjum á umræðu um forsetakosningarnar. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, Björn Þorláksson og Sigurjón Magnús Egilsson, gamalreyndir blaðamenn koma að Rauða borðinu og fjalla um kosningabaráttuna. Bjarni Snæbjörnsson leikari setti upp leikrit um eigin för sín út úr skápnum, Góðan daginn Faggi. Nú hefur hann skrifað bókina Mennsku um sama efni. hann segir okkur sína sögu. Í þinginu er frumvarp um breytingar á húsaleigulögum....
Published 05/15/24
Þriðjudagurinn 14. maí Forseti fólks eða elítu, andmannúð, kennarar í vígahug, sjókvíar og fjölpóla heimur Eru forsetakosningarnar átök milli elítunnar og fólksins? Arnar Þór Jónsson forsetaframbjóðandi svarar því. Íslensk stjórnvöld fluttu úr landi fórnarlömb mansals, sem þau höfðu hent á götuna fyrir tæpu ári. Drífa Snædal talskona Stígamóta reynir að ráða í hver sé ástæðan. Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambandsins ræðir stöðu kennara. Fara þeir í verkföll í haust? Jón Örn Pálsson...
Published 05/14/24
Mánudagurinn 13. maí Kaupmáttur, vextir, þingið, fjölmiðlar og Nató Hagráð verkalýðsins kemur að Rauða borðinu: Róbert Farestveit hagfræðingur Alþýðusambandsins, Vilhjálmur Hilmarsson hagfræðingur BHM og Stefán Ólafsson sérfræðingur Eflingar taka stöðuna á vaxta stefnu Seðlabankans og efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar og velta fyrir sér hvort forsendur kjarasamninga muni halda. Þórunn Sveinbjarnardóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir settust saman á þing fyrir 25 árum, árið 1999. Björn...
Published 05/13/24
Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og pólitíkina. Að þessu sinni koma þau Helga Jónsdóttir bæjarfulltrúi í Kópavogi, Sunna Sæmundardóttir fréttakona og Viðar Eggertsson leikstjóri og ræða vexti, forseta, söngvakeppni, pólitík og samfélagsmál. Þeir bræður munu taka stöðuna á pólitíkinni og fá síðan Ragnhildi Helgadóttur rektor í spjall um valdsvið forsetans og hversu mikið megi teygja það og toga.
Published 05/12/24
Laugardagurinn 11. maí Helgi-spjall: Fida Fida Abu Libdeh er frumkvöðull, palestínskur Íslendingur, sem ólst upp í Jerúsalem en kom hingað ung kona. Hún segir okkur frá ætt sinni og uppruna, æsku og mótun, reynslu hennar sem innflytjandi á Íslandi og hvernig henni tókst að yfirvinna margvíslega erfiðleika.
Published 05/11/24
Í Vikuskammt við Rauða borðið í dag koma þau Anna Kristín Blöndal Jóhannesdóttir hjúkrunarfræðingur, Lóa Björk Björnsdóttir útvarpskona, Margrét Hugrún Gústavsdóttir Björnsson verkefnastjóri við HÍ og Þórarinn Hjartarson hlaðvarpsstjóri og ræða fréttir vikunnar sem voru markaðar af baráttunni um Bessastaði, af þjóðarmorði á Gaza, háum vöxtum og deilum um frammistöðu fjölmiðla og stjórnmálafólks.
Published 05/10/24
Miðvikudagurinn 8. maí: Vextir, kynlaust mál og samfélagsmál við eldhúsborðið Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins er agndofa yfir að Seðlabankinn lækkar ekki vexti. Hann hvetur til fjöldamótmæla við Seðlabankann. Við fáum Völu Hafstað, umtalaðasta greinahöfund dagsins, til okkar en hún hafnar kynhlutleysi íslenskunnar. Í lokin fáum við hjónin Helgu Völu Helgadóttur og Grím Atlason og dóttur þeirra, Ástu Júlíu Grímsdóttur körfuboltakonu, til að segja okkur frá hvernig rætt...
Published 05/08/24
Mánudagurinn 6. maí Átök í þinginu, auðlindir, Gaza og maður í framboði Björn Þorláks fær fjóra þingmenn og einn varaþingmann til að ræða málin í Þinginu, þar sem einn þingmaður ásakar annan um að vera eitrið sem hafi átt að uppræta. Þingmennirnir Jódís Skúladóttir frá Vg, Andrés Ingi Jónsson frá Pírötum, Dagbjört Hákonardóttir úr Samfylkingunni og Ingibjörg Isaksen frá Framsókn og Brynjar Níelsson varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins takast á. Þorvaldur Gylfason prófessor gagnrýnir frumvarp...
Published 05/06/24
Sunnudagurinn 5 . maí Synir Egils: Forseti, mútur, spilling og almannatryggingar Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og pólitíkina. Að þessi sinni koma þau Helgi Seljan rannsóknarritstjóri á Heimildinni, Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar og ræða fréttir vikunnar, stöðu stjórnmála og samfélags. Síðan taka þeir bræður stöðuna á pólitíkinni. Alma Ýr Ingólfsson...
Published 05/05/24
Laugardagurinn 4. maí Helgi-spjall: Friðrik Þór Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndaleikstjóri og sagnamaður kemur í Helgi-spjall og segir frá foreldrum sínum, hverfinu og kynslóðinni sem hann spratt af.
Published 05/04/24
Föstudagur, 3. mai Vikuskammtur - Vika 18 Í Vikuskammt við Rauða borðið í dag koma þau Hrönn Sveinsdóttir bíóstjóri, Freyr Eyjólfsson tónlistarmaður, Ellen Kristjánsdóttir söngkona og Jón Ferdínand Estherarson blaðamaður og ræða fréttir vikunnar sem voru litaðar af mikilli umfjöllun um forsetakosningar og lítilli um Júróvision, af deilum um hver ætti að eiga firðina, af landrisi á Reykjanesi og pólitísku sigi Vg.
Published 05/03/24
Fimmtudagurinn 2. maí Kennarastofan á Bifröst, Atli Örvars, strandeldi og vinstrið Við byrjum á því að heyra hvernig kennarastofan á Bifröst ræðir um landsins gagn og nauðsynjar. Dr Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, prófessor og forseti félagsvísindadeildar; dr. Njörður Sigurjónsson, prófessor og fagstjóri i menningarstjórnun; dr. Magnús Árni Skjöld, dósent og fagstjóri stjórnvísinda; og Anna Hildur Hildibrandsdóttir, lektor og fagstjóri skapandi greina komaað Rauða borðinu. Við sláum á þráðinn...
Published 05/02/24
Þriðjudagurinn 30. apríl Kristrún og Samfylkingin, dánaraðstoð, strandeldi og Fúsi Við byrjum á viðtali við Kristrúnu Frostadóttur formann Samfylkingarinnar um einmitt þettta, Kristrúnu og Samfylkinguna. Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélagsins kemur síðan að Rauða borðinu og ræðir um dánaraðstoð, sem hún er alfarið á móti. Alfreð Sturla Böðvarsson ljósamaður tók sig til og skrifaði gegn strandeldi vegna þess að honum ofbauð. Hvað fær svokallaðan venjulegan mann til að láta í sér heyra?...
Published 04/30/24
Mánudagurinn 29. apríl Strandeldi, auðlindir, Breiðholt og árshátíð Samstöðvarinnar Þorgerður María Þorbjarnardóttir formaður Landverndar kemur til okkar og ræðir lagareldi og önnur auðlinda- og umhverfismál. Síðan kemur kemur Óskar Dýrmundur Ólafsson framkvæmdastjóri hverfismiðstöðvar Reykjavíkurborgar í Breiðholti og ræðir um stöðuna í hverfinu, áskoranir og aðgerðir. Síðan breytist Rauða borðið í eldhúspartí á árshátíð Samstöðvarinnar sem er í kvöld, við heyrum í fólkinu sem býr til þætti...
Published 04/30/24
Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og pólitíkina. Að þessi sinni koma þau Hulda Þórisdóttir prófessor í stjórnmálafræði, Oddný Harðardóttir þingkona Samfylkingarinnar og Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR og ræða fréttir vikunnar. Þeir bræður taka síðan stöðuna og fá svo Eðvarð Hilmarsson kennara í heimsókn til að ræða um hvort Breiðholt brenni.
Published 04/28/24
Föstudagurinn 26. apríl Vikuskammtur: Vika 17 Í Vikuskammt við Rauða borðið í dag koma þau Atli Bollason myndlistarmaður, Óli Hjörtur Ólafsson kvikmyndagerðarmaður og hlaðvarpsstjarna, Tinna Jóhannsdóttir kaffihúsaþjónn, aðgerðarstjóri og ráðgjafi og Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir kynjafræðingur og sérfræðingur í málefnum hinsegin fólks og ræða fréttir vikunnar, sem einkenndust af landsölu, morðum, forsetakosningum og pólitískum átökum.
Published 04/27/24
Laugardagurinn 27. apríl Helgi-spjall: Brynjar Karl Brynjar Karl Sigurðsson körfuboltaþjálfari kemur í Helgi-spjall og leyfir okkur að kynnast sér og sínum skoðunum, átökum og stríðum. Hvers vegna er hann alltaf í stríði? Hann segir okkur frá fjölmenningunni í Efra Breiðholti í dag og barnaveröld þess Breiðholts sem ól hann upp, segir hvað borgaryfirvöld eru getulaus til að mæta henni og frá goðsögunni um Aþenu, körfuboltafélagi.
Published 04/27/24
Miðvikudagurinn 24. apríl Þingið, stjórnmálin, forsetinn og bíó Björn Þorláks fær nokkra þingmenn til að fara yfir þingveturinn og það sem er fram undan: Sigmar Guðmundsson. Guðmundur Ingi Kristjánsson og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir mæta að Rauða borðinu. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur kemur síðan og ræðir um stjórnmálaástandið. Og í lokin mætir Grímar Jónsson kvikmyndaframleiðandi og ræðir um bíó.
Published 04/24/24
Okkur langar að endurskapa kjaftaklúbba við Rauða borðið á næstunni, hópa þar sem fólk hittist á kaffihúsum, kaffistofum, heitum pottum, í saumaklúbbum og víðar og byrjum á Olís í Grindavík þar sem fólk, mest karlar, hittust á morgnanna fyrir jarðhræringarnar. Sigurbjörn Dagbjartsson blaðamaður, Hörður Guðbrandsson formaður Verkalýðsfélagsins, Einar Hannes Harðarson sjómaður og formaður Sjómannafélagsins og Páll Valur Björnsson kennari koma og ræða málefni Grindavíkur hispurslaust og af...
Published 04/23/24
Mánudagurinn 22. apríl Aum stjórnsýsla, sjókvíaeldi, öryrkjar og Vg Mikil umræða hefur orðið um eldmessu Katrínar Oddsdóttur lögmanns um sjókvíaeldi í þættinum Synir Egils á Samstöðinni í gær. Björg Eva Erlendsdóttir hjá Landvernd og Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur greina stöðuna. Er ástandið jafn hrikalegt og Katrín segir? Alma Ýr Ingólfsdóttir formaður ÖBÍ bregst við fjármálaáætlun, þar sem segir að öryrkjar verði látnir borga fyrir kjarapakka stjórnvalda vegna samninga á almennum...
Published 04/22/24
Sunnudagurinn 21 . apríl Synir Egils: Flokkar, forseti, stjórnmál og hryllingurinn á Gaza Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og pólitíkina. Að þessi sinni koma þau Árelía Eydís Guðmundsdóttir borgarfulltrúi Framsóknar, Katrín Oddsdóttir lögmaður og Vilhjálmur Þorsteinsson forritari og ræða helstu fréttir og stöðu samfélags og stjórnmála. Þá munu bræðurnir taka stöðunni á pólitíkinni og síðan kemur Sveinn Rúnar Hauksson...
Published 04/21/24