Grindavík, spilling, morð og kvennaverkföll
Listen now
Description
Okkur langar að endurskapa kjaftaklúbba við Rauða borðið á næstunni, hópa þar sem fólk hittist á kaffihúsum, kaffistofum, heitum pottum, í saumaklúbbum og víðar og byrjum á Olís í Grindavík þar sem fólk, mest karlar, hittust á morgnanna fyrir jarðhræringarnar. Sigurbjörn Dagbjartsson blaðamaður, Hörður Guðbrandsson formaður Verkalýðsfélagsins, Einar Hannes Harðarson sjómaður og formaður Sjómannafélagsins og Páll Valur Björnsson kennari koma og ræða málefni Grindavíkur hispurslaust og af krafti. Hlökk Theodórsdóttir skipulagsfræðingur gerði rannsókn á skipulagsvandi sveitarfélaganna og spurði meðal annars um spillingu. Niðurstöðurnar eru sláandi. Hlökk segir okkur frá þeim. Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur ræði síðan manndrápsmál og hnífaburð og í lokin kemur Valgerður Þ. Pálmadóttir nýdoktor í hugmyndasögu og spjallar við okkur um kvennaverkföll fyrr og nú.
More Episodes
Sunnudagurinn 2 . júní: Sjómannadagurinn Synir Egils: Nýr forseti, pólitíkin og sjómenn Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og pólitíkina. Að þessi sinni koma þau Þorvaldur Gylfason, prófessor, Atli Þór Fanndal starfsmaður...
Published 06/02/24
Published 06/02/24
Laugardagurinn 1. júní Helgi-spjall: Þórir Baldursson Gestur okkar í Helgi-spjalli er Þórir Baldursson tónlistarmaður úr Keflavík sem hefur víða farið um lendur tónlistarinnar. Hann segir okkur frá uppruna sínum, æsku, ferli, áföllum og uppgötvunum.
Published 06/01/24