Episodes
Published 11/20/24
Við höfum ekki öll sömu tækifæri til þess að hlúa að eigin heilsu, fyrirbyggja sjúkdóma eða aðra kvilla með heilbrigðum lífsstíl. Við höfum heldur ekki sama aðgengi að heilbrigðisþjónustu þegar eitthvað bjátar á. Við ræðum heilsuójöfnuð, orsakir hans og birtingarmyndir á Íslandi. Sigrún Ólafsdóttir, prófessor við félagsvísindadeild Háskóla Íslands, hefur lengi skoðað hvernig samfélög og kerfi móta líf einstaklinga. Hún var meðal fræðimanna sem flutti erindi á málþingi um ójöfnuð í dag . Það...
Published 01/05/24
Hann hefur flutt okkur fréttir frá víglínunni í Úkraínu, frá hamfarasvæðum í Marokkó og Tyrklandi og þegar hann byrjar að lýsa aðstæðum á íslensku, vopnaður hljóðnema merktum RÚV færast fjarlægir atburðir nær okkur. Við lítum í dag yfir farinn veg með Jóni Björgvinssyni, hann er frétta- og kvikmyndagerðarmaður, hefur lengi verið búsettur í Sviss og flytur okkur oft fréttir frá stríðs- og hamfarasvæðum. Á síðasta ári dvaldi hann meðal annars langdvölum í Úkraínu og flutti fréttir þaðan. Við...
Published 01/04/24
Jarðskjálfti gerði mörgum bylt við á höfuðborgarsvæðinu í morgun, og starfsfólk Veðurstofunnar tók strax til við að fara yfir hann. Við ræðum við Benedikt Halldórsson, jarðskjálftaverkfræðing, sem í dag stendur vaktina þar. Við kynnum okkur flugnám. Flugskóli Reykjavíkur útskrifaði í síðasta mánuði 16 manns frá bóklegu námi til undirbúnings fyrir atvinnuflugmannsréttindi. Hjörvar Hans Bragason er skólastjóri Flugskólans, en sá skóli hefur stækkað mjög hratt á stuttum tíma. Hann ræðir við...
Published 01/03/24
Við ræðum um orkuskipti í fiskibátum. Tölum við Kolbein Óttarsson Proppé sem er framkvæmdastjóri Grænafls á Siglufirði en Grænafl vinnur nú í samstarfi við fyrirtæki í Suður Kóreu að því að útbúa strandveiðibáta þannig að þeir geti gengið fyrir rafmagni. Við kynnum okkur nýjungar í meðferð við Alzheimersjúkdóminum en ný lyf hafa vakið vonir um að hægt verði að meðhöndla sjúkdóminn með nýjum hætti. Jón Snædal öldrunarlæknir ræðir við okkur. Við fáum líka pistil frá Páli Líndal...
Published 01/02/24