Rauða borðið 25.nóv - Kosningar, umhverfi, ungir kjósendur, sósíalismi, strandeldi og sirkus
Description
Mánudagurinn 25. nóvember
Kosningar, umhverfi, ungir kjósendur, sósíalismi, strandeldi og sirkus
Esther Bíbí Ásgeirsdóttir bassaleikari, Hrönn Sveinsdóttir bíóstjóri, Kristjana Guðbrandsdóttir fjölmiðlakona og Borgar Magnússon tónskáld fara yfir stöðuna í pólitíkinni, nú þegar kosningabaráttan er komin á yfirsnúning. Fjórir nemendur úr MR sem eru að fara að kjósa í fyrsta sinn, þau Uni Níls Gunnlaugsson, Freyja Rúnarsdóttir, Björn Diljan Hálfdánarson og Herdís Sigurðardóttir Busson, ræða um misheppnaðar tilraunir stjórnmálaflokkanna til að ná til unga fólksins. Þorgerður María Þorbjarnardóttir formaður Landverndar og Árni Finnsson formaður stjórnar Náttúruverndarsamtaka Íslands segja okkur fréttir frá nýjustu alþjóðaráðstefnum á sviði umhverfis- og loftslagsmála. Þorsteinn Bergsson oddviti Sósíalista í Norðaustri segir frá sér og sósíalismanum. Ísadóra Ísfeld Finnsdóttir og Ida Karólína Harris eru ungir umhverfissinnar sem hyggjast beita verkfallsaðgerðum og ganga úr tíma á föstudaginn til að mótmæla laxeldi í sjó. Birta Benónýsdóttir sirkuskona segir okkur frá sirkuslífinu.
Sunnudagurinn 24. nóvember:
Synir Egils: Pólitík, kosningar, sviptingar og umturnun
Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og pólitíkina. Að þessi sinni koma þau Guðmundur Steingrímsson doktorsnemi, Jakob Bjarnar Grétarsson...
Published 11/24/24
Laugardagurinn 23. nóvember
Aukaþáttur: Oddvitar Sósíalista
Oddvitar Sósíalistaflokksins ræða kosningabaráttuna og þau má sem brenna á almenningi. Þorsteinn Bergsson oddviti í Norðausturkjördæmi, Sanna Magdalena Mörtudóttir oddviti í Reykjavík suður, Guðmundur Hrafn Arngrímsson oddviti í...
Published 11/23/24