Episodes
Laugardagurinn 18. maí Helgi-spjall: Harpa Njáls Harpa Njáls félagsfræðingur er gestur Helgi-spjalls, segir okkur frá baráttu sinni fyrir að samfélagið og stjórnmálin horfist í augu við fátæktina en líka frá uppvexti sínum á Suðureyri við Súganda, áföllum sem riðu yfir, basli og erfiðri lífsbaráttu, þátttöku sinni verkalýðsbaráttu og annarri baráttu fyrir betra lífi lágstéttanna.
Published 05/18/24
Published 05/18/24
Í Vikuskammt við Rauða borðið í dag koma þau Guðrún Þórsdóttir stjórnarkona í Geðhjálp, Svavar Halldórsson stjórnmála- og stjórnsýslufræðingur, Vera Wonder Sölvadóttir kvikmyndagerðarkona og Magnús Scheving höfundur, leikari og framleiðandi og ræða fréttir vikunnar sem einkenndust af baráttunni um Bessastaði, tröllum og tilfinningalegum gusum, grimmd gagnvart flóttakonum, bókabrennum og stríðum.
Published 05/17/24
Fimmtudagurinn 16. maí Breiðholt, dauðinn, karlmennska og fótbolti Helgi Gíslason, skólastjóri Fellaskóla, kemur að Rauða borðinu og segir okkur frá skólanum og hverfinu þar sem er hæst hlutfall innflytjenda og fólks sem ekki talar íslensku heima. Salvör Nordal umboðsmaður barna er heimspekingur sem fjallað hefur um heilbrigðiskerfið. Hún ræðir við okkur um um dánaraðstoð. Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar er leikrit um karlmennsku og fótbolta. Leikararnir Sveinn Ólafur Gunnarsson, Ólafur...
Published 05/16/24
Miðvikudagurinn 15. maí Heima er bezt - Bjarki Bjarnason Mosfellingurinn Bjarki Bjarnason, rithöfundur og sagnamaður, er gestur Sigurjóns í þættinum Heima er bezt. Þeir ræða stríðsminjar, sögur af Halldóri Laxness og margt fleira. Tveir sagnamenn að segja sögur.
Published 05/15/24
Miðvikudagurinn 15. maí: Forseti, hommar, húsaleiga og Breiðholt Við byrjum á umræðu um forsetakosningarnar. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, Björn Þorláksson og Sigurjón Magnús Egilsson, gamalreyndir blaðamenn koma að Rauða borðinu og fjalla um kosningabaráttuna. Bjarni Snæbjörnsson leikari setti upp leikrit um eigin för sín út úr skápnum, Góðan daginn Faggi. Nú hefur hann skrifað bókina Mennsku um sama efni. hann segir okkur sína sögu. Í þinginu er frumvarp um breytingar á húsaleigulögum....
Published 05/15/24
Þriðjudagur, 14. maí Með á nótunum - 98 Það var farið yfir Eurovision sem er nýafstaðin og má segja að hún hafi ekki vakið mikla lukku. Þáttastjórnendur tóku kosningarprófið. Mataræði og heilsa kom mikið við sögu og Mannanafnanefnd. Óvæntur alheimshittari varð til þökk sé Sylvester Stallone og Steve Buscemi fékk óvænt kjaftshögg og kvikmynda og þátta meðmælin eru á sínum stað. Þetta er aðeins lítið brot af því sem farið var yfir í þættinum.
Published 05/14/24
Þriðjudagurinn 14. maí Forseti fólks eða elítu, andmannúð, kennarar í vígahug, sjókvíar og fjölpóla heimur Eru forsetakosningarnar átök milli elítunnar og fólksins? Arnar Þór Jónsson forsetaframbjóðandi svarar því. Íslensk stjórnvöld fluttu úr landi fórnarlömb mansals, sem þau höfðu hent á götuna fyrir tæpu ári. Drífa Snædal talskona Stígamóta reynir að ráða í hver sé ástæðan. Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambandsins ræðir stöðu kennara. Fara þeir í verkföll í haust? Jón Örn Pálsson...
Published 05/14/24
Frelsið er yndislegt, þriðjudaginn 14. maí Fjármálaóreiða og skuldafen fanga Í þættinum er sjónum beint að skuldavanda þeirra sem koma í fangelsi og mikilvægi þess að tekið sé til í fjármálum dómþola áður en þeir snúa aftur út í samfélagið. Reynsla í nágrannalöndum okkar hefur enda sýnt að ef ekki sé tekið á fjármálaóreiðu einstaklinga sé líklegra að þeir snúi á ný í fangelsi. Ástæður þess og hugsanlegar lausnir eru til umræðu í þætinum. Gestir þáttarins eru Ásta Sigrún Helgadóttir,...
Published 05/14/24
Reykjavíkurfréttir, þriðjudagur 14. maí Andrými Við fáum innsýn inn í starfsemi Andrýmis sem er róttækt félagsrými sem hefur fyrst og fremst það hlutverk að útvega aðstöðu fyrir grasrótarhópa og einstaklinga til að hittast og skipuleggja baráttu sína fyrir auknu jafnrétti og frelsi. Með sjálfstæðri starfsemi sinni og skipulagningu vill Andrými greiða leið fyrir frekari baráttu í anda valdeflingar, frelsis, jafnréttis og gagnkvæmrar hjálpar. Jakob Beat Altmann, Elías Snær Einarsson og...
Published 05/14/24
Mánudagurinn 13. maí Kaupmáttur, vextir, þingið, fjölmiðlar og Nató Hagráð verkalýðsins kemur að Rauða borðinu: Róbert Farestveit hagfræðingur Alþýðusambandsins, Vilhjálmur Hilmarsson hagfræðingur BHM og Stefán Ólafsson sérfræðingur Eflingar taka stöðuna á vaxta stefnu Seðlabankans og efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar og velta fyrir sér hvort forsendur kjarasamninga muni halda. Þórunn Sveinbjarnardóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir settust saman á þing fyrir 25 árum, árið 1999. Björn...
Published 05/13/24
Sjávarútvegsspjallið, mánudaginn 13. maí Hafrannsóknir á Íslandi Gestir þáttarins að þessu sinni eru Arnar Atlason, Árni Sveinsson og Ólafur Jónsson (Óli ufsi) sem munu ræða hafrannsóknir á Íslandi og íslenska kvótakerfið. Þáttarstjórandi er Grétar Mar Jónsson.
Published 05/13/24
Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og pólitíkina. Að þessu sinni koma þau Helga Jónsdóttir bæjarfulltrúi í Kópavogi, Sunna Sæmundardóttir fréttakona og Viðar Eggertsson leikstjóri og ræða vexti, forseta, söngvakeppni, pólitík og samfélagsmál. Þeir bræður munu taka stöðuna á pólitíkinni og fá síðan Ragnhildi Helgadóttur rektor í spjall um valdsvið forsetans og hversu mikið megi teygja það og toga.
Published 05/12/24
Gestur þáttarins er Grétar Halldór Gunnarsson prestur í Kópavogskirkju. Hann kom í þáttinn til að ræða við Kristin um eðli trúar, sem hægt er að skoða bæði trúarlega, sálfræðilega og heimspekilega. Er kristnin með góða nálgun við þetta óræða eitthvað sem við köllum guð? Eru trúarbrögðin viðbrögð við meðvitund um takmarkanir tungumáls og skilnings? Þetta varð flókið og skemmtilegt spjall ólíkra huga.
Published 05/11/24
Laugardagurinn 11. maí Helgi-spjall: Fida Fida Abu Libdeh er frumkvöðull, palestínskur Íslendingur, sem ólst upp í Jerúsalem en kom hingað ung kona. Hún segir okkur frá ætt sinni og uppruna, æsku og mótun, reynslu hennar sem innflytjandi á Íslandi og hvernig henni tókst að yfirvinna margvíslega erfiðleika.
Published 05/11/24
Í Vikuskammt við Rauða borðið í dag koma þau Anna Kristín Blöndal Jóhannesdóttir hjúkrunarfræðingur, Lóa Björk Björnsdóttir útvarpskona, Margrét Hugrún Gústavsdóttir Björnsson verkefnastjóri við HÍ og Þórarinn Hjartarson hlaðvarpsstjóri og ræða fréttir vikunnar sem voru markaðar af baráttunni um Bessastaði, af þjóðarmorði á Gaza, háum vöxtum og deilum um frammistöðu fjölmiðla og stjórnmálafólks.
Published 05/10/24
Miðvikudagur 8. maí Heima er bezt - Helgi Pétursson Helgi Pétursson tónlistarmaður og formaður Landssambands eldri borgara er gestur í Heima er bezt að þessu sinni. Barátta fyrir hagsmunum eldra fólks á hug hans allan. Auk þess að ræða um þá baráttu verður einnig talað um árin hans í Ríó tríóinu og sorgleg endalok þeirrar sveitar.
Published 05/08/24
Miðvikudagurinn 8. maí: Vextir, kynlaust mál og samfélagsmál við eldhúsborðið Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins er agndofa yfir að Seðlabankinn lækkar ekki vexti. Hann hvetur til fjöldamótmæla við Seðlabankann. Við fáum Völu Hafstað, umtalaðasta greinahöfund dagsins, til okkar en hún hafnar kynhlutleysi íslenskunnar. Í lokin fáum við hjónin Helgu Völu Helgadóttur og Grím Atlason og dóttur þeirra, Ástu Júlíu Grímsdóttur körfuboltakonu, til að segja okkur frá hvernig rætt...
Published 05/08/24
Í Rauðum raunveruleika í kvöld tölum við við nýdoktor í heimspeki, hann Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson. Doktorsverkefnið hans snérist um frásagnir fórnarlamba af ofbeldi. Um tengsl frásagna og samkenndar og hvaða takmörkunum við erum háð þegar við reynum að koma orðum að reynslu okkar þvert á lífheima. Við ræddum við Gústav um hryllinginn á Gaza, um siðrof, samkennd, firringu og Marxisma. Um misskiptinguna í heiminum, kapítalisma, arðrán og um hugmyndafræði. Rætt um stóru málin og...
Published 05/08/24
Gerðum forsetakappræðunum góð skil og fórum yfir hvernig Ásdís Rán er að fjármagna sína baráttu. Laufey Lín var á Met Gala mögulega fyrst Íslendinga. Dóttir söngkonunnar úr Mamas & the Papas stígur fram og leiðréttir dánarorsök móður sinnar. Whoopie Goldberg er að gefa út ævisögu sína og Starfsmenn kvikmyndahátíðarinnar Cannes eru á leiðinni í verkfall. Þátta og kvikmyndameðmæli að ógleymdum afmælisbörnum.
Published 05/07/24
Þriðjudagurinn 7. maí Ráðherra, ópera, góðverk, kynslóðir og forseti Guðmundur Ingi Guðbrandsson formaður Vg og félagsmálaráðherra kemur að Rauða borðinu og ræðir um breytingar á almannatryggingum og eilítið um pólitík. Þórunn Gréta Sigurðardóttir tónskáld, Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir leikstjóri og Herdís Anna Jónasdóttir sópran ræða við okkur um Óperuna hundrað þúsund og Jóhanna Engilráð Hrafnsdóttir, Salvör Árnadóttir og Vésteinn Gunnarsson nemendur í Hagaskóla um samfélagslega ábyrgð....
Published 05/07/24
Mánudagurinn 6. maí Átök í þinginu, auðlindir, Gaza og maður í framboði Björn Þorláks fær fjóra þingmenn og einn varaþingmann til að ræða málin í Þinginu, þar sem einn þingmaður ásakar annan um að vera eitrið sem hafi átt að uppræta. Þingmennirnir Jódís Skúladóttir frá Vg, Andrés Ingi Jónsson frá Pírötum, Dagbjört Hákonardóttir úr Samfylkingunni og Ingibjörg Isaksen frá Framsókn og Brynjar Níelsson varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins takast á. Þorvaldur Gylfason prófessor gagnrýnir frumvarp...
Published 05/06/24
Að þessu sinni ræðir Grétar Mar við þær Gerði Maríu og Kristínu Arnberg um reynslu þeirra af því að vera konur sjómanna.
Published 05/06/24
Sunnudagurinn 5 . maí Synir Egils: Forseti, mútur, spilling og almannatryggingar Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og pólitíkina. Að þessi sinni koma þau Helgi Seljan rannsóknarritstjóri á Heimildinni, Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar og ræða fréttir vikunnar, stöðu stjórnmála og samfélags. Síðan taka þeir bræður stöðuna á pólitíkinni. Alma Ýr Ingólfsson...
Published 05/05/24