Episodes
Fimmtándi þáttur Trivíaleikanna en í þessum magnaða þætti tókust á tvö lið reynslubolta þegar Arnór Steinn og Ingi mættu Kristjáni og Jóni Hlífari yfir glasi af öli. Ekkert var til sparað og útkoman varð ein af betri þáttum hlaðvarpsins hingað til. Hver er besti árangur Afríkuríkis á HM karla í knattspyrnu? Hvað hefur gamla útgáfan af kettinum Klóa margar tær á hvorum fæti? Eftir hvaða leikriti Williams Shakespeare var unglingakvikmyndin 10 Things I Hate About You skrifuð? Hver slapp einn úr...
Published 11/25/22
Fjórtándi þáttur Trivíaleikanna en í þessum yndislega þætti mættu Magnús og nýliðinn Stefán Már til leiks gegn Inga og Hnikarri Bjarma. Engu var haldið aftur og stoðir íslensks trivíasamfélags titruðu undan stúdíói 9A. Að þessu sinni bættist A4 og Kubbabúðin í hóp styrktaraðila hlaðvarpsins ásamt ELKO. Hvor hefur gengið í gegnum fleiri skilnaði Kevin Bacon eða Ted Bundy? Hvenær lokaði McDonalds skyndibitakeðjan á Íslandi? Úr hvaða ávöxt er meðlætið „Asíur" framleitt? Hvert er íbúaheiti...
Published 10/30/22
Þrettándi þáttur Trivíaleikanna. Í þessum frábæra þætti mættu í stúdíó 9A tvö lið reynslubolta en Jón Hlífar og Kristján tókust á við Inga og Hnikarr Bjarma. Að þessu sinni var ekkert til sparað og þá er þetta einnig fyrsti þátturinn í nýju samstarfi ELKO og Trivíaleikanna þar sem ELKO er orðinn styrktaraðili hlaðvarpsins. Í hvaða landi eru flestir pýramídar heims? Hvort hefur Jackie Chan gefið út fleiri stúdíóplötur eða unnið fleiri óskarsverðlaun? Hvort eru fleiri tröppur fyrir framan...
Published 09/23/22
Tólfti þáttur Trivíaleikanna sem og allra fyrsti þemaþátturinn en þemaþættir eru eins konar bónusþættir fyrir hlustendur þar sem tekið er fyrir eitthvað eitt þema og allar spurningar þáttarins eru úr því efni. Að þessu sinni var þemað Harry Potter heimurinn en fengnir voru fjórir Potter-sérfræðingar til að keppa sín á milli. Lið Heiðdísar Maríu og Inga eða Heiðingi líkt og það hefur verið kallað tók á móti liði Stefáns Geirs og Sólveigar í títanískum slag ófyrirgefanlegra bölvana og galdra....
Published 09/02/22
Ellefti þáttur Trivíaleikanna en í þessum frábæra þætti mættu Stefán Geir og Kristján til leiks gegn splunkunýju liði Inga og nýs keppanda að nafni Heiðdísar Maríu sem keppti sinn fyrsta Trivíaleikaþátt. Hið goðsagnakennda stúdíó 9A titraði undan þessum reginslag gáfna og fimmaura en bæði lið tefldu fram öllu mögulegu allt fram á síðustu metrana. Við hvaða haf stendur hafnarborgin Jeddah sem er talin höfuðleiðin til Mekka? Hvaða ár yfirgaf bandaríski herinn Keflavíkurflugvöll? Hvaða ber var...
Published 08/25/22
Tíundi þáttur Trivíaleikanna en í þessum tímamótaþætti var ekkert til sparað! Stefán Geir og Arnór Steinn mættu Jóni Hlífari og Kristjáni í reginslag vitsmuna og kímni í hinu goðsagnakennda stúdíói 9A. Takk kærlega fyrir góðir hlustendur að hafa fylgt okkur þetta lengi og hjálpað okkur að komast að þessum tímamóta-tíunda-þætti. Ég held að orð ömmu rokksins segi allt sem segja þarf: „You're simply the best." Er Fatal Devastation kvikmynd með Sylvester Stallone eða ávöxtur ímyndunarafls...
Published 07/22/22
Níundi þáttur Trivíaleikanna. Að þessu sinni mættu þrír splunkunýjir keppendur til leiks, eitthvað sem hefur ekki gerst frá árdögum fyrsta þáttar hlaðvarpsins. Í hið goðsagnakennda stúdíó 9A mætti til leiks lið Jón Arnars og Viktors Huga sem mætti liði Hnikars Bjarma og Hrafns Splidt í sannkölluðum reginslag vitsmuna og seiglu. Er Love in the Time of Sewage rómantísk gamanmynd með John Cusack í aðalhlutverki eða brot af ímyndunarafli spurningahöfundar? Á landamærum hvaða tveggja bandarísku...
Published 07/01/22
Áttundi þáttur Trivíaleikanna en í þessum frábæra þætti skáluðu keppendur og dómari í öli og kepptu einn magnaðasta þátt Trivíaleikanna hingað til. Að þessu sinni var þátturinn tekinn upp utan stúdíó 9A eða það er að segja í stúdíó 22. Það voru svo reynsluboltarnir Stefán Geir og Jón Hlífar sem tókust á við fyrrum stigamethafana Inga og Kristján í títanískum vitsmunaslag þar sem ekkert var til sparað. Er Code of Ethics kristilegt rokkband eða þáttur af hinum goðsagnakenndu þáttum Baywatch?...
Published 06/10/22
Sjöundi þáttur Trivíaleikanna, en að þessu sinni var hið goðsagnakennda stúdíó 9A fyllt trivía-reynsluboltum sem og tveimur nýjum keppendum. Þá var einnig eitthvað bogið við dómara, spurningahöfund og þáttastjórnanda að þessu sinni því hann líkist ekkert fyrrum þáttastjórnanda, hvorki í skeggvexti né í skoðunum á ágæti íslenska vegakerfisins. Já það var enginn annar en Arnór Steinn sem tók að sér stöðu þáttastjórnanda að þessu sinni og í fyrsta sinn settist enginn annar en stofnandi...
Published 05/30/22
Sjötti þáttur Trivíaleikanna, að þessu sinni var ekkert til sparað og voru gerðar miklar breytingar á dagskrárliðum þáttanna til framtíðar. Í hið goðsagnakennda stúdíó 9A mættu tveir nýjir keppendur til leiks, Embla Kristín og Magnús Orri sem tókust á við Trivíaleika-reynsluboltana Inga og Kristján. Hvaða borg er komið að ef siglt er beint í hánorður frá eyjunni Capri? Er Molluscum Contagiosum galdur úr heimi Harry Potter eða kynsjúkdómur? Hvað þýðir nafn ítalska eftirréttsins Tiramisu á...
Published 04/26/22
Fimmti þáttur Trivíaleikanna, í þessum frábæra þætti mættu fjórir reyndir keppendur til leiks í hið goðsagnakennda stúdíó 9A. Arnór Steinn og Ingi tókust á við Magnús og Jón Hlífar í títanískum vitsmunaslag þar sem ekkert var til sparað. Hvaða ríki Bandaríkjanna liggur landfræðilega næst Afríku? Hvaða íslenska jurt gefur Brennivíni sitt sérstaka bragð? Hvað kallast skaginn sem liggur milli Eyjafjarðar og Skjálfandaflóa? Á hvaða tölustaf hefjast öll VISA kreditkortanúmer? Á hvaða setningu...
Published 02/25/22
Fjórði þáttur Trivíaleikanna þar sem tveir nýjir keppendur mættu til leiks. Ólafur Patrick og Hafsteinn tókust á við stigahæsta lið Trivíaleikanna hingað til, Stefán Geir og Inga. Í ljósi aðstæðna í samfélaginu m.t.t. covid-19 urðu keppendur og spyrill að bera andlitsgrímur en vonandi hefur það ekki nein teljandi áhrif á gæði þáttarins. Er The Circle of Friends sértrúarsöfnuður eða þáttur af Latabæ? Hvaða bandarísku borg var lyft upp af jörðinni hús fyrir hús og hækkuð um nokkra metra um...
Published 01/14/22
Þriðji þáttur Trivíaleikanna. Að þessu sinni komu tveir nýjir keppendur í þáttinn, Ingi gekk til liðs við Stefán Geir og Kristján gekk til liðs við Jón Hlífar er liðin tókust á í gígantískum trivíaslag. Er Kant borg í Kyrgyzstan eða IKEA húsgagn? Hvaða Bandaríkjaforseti kastaði upp á forsætisráðherra Japans? Hver er yngsti og elsti gestaleikari í sögu sjónvarpsþáttanna Saturday Night Live? Hver var fyrsti frægi einstaklingurinn til að leika sjálfan sig í Grand Theft Auto tölvuleik? Þetta og...
Published 12/23/21
Annar þáttur Trivíaleikanna þar sem pöbbkviss stemningin er færð heim til þín í miðjum heimsfaraldri. Eftir hnífjafna keppni í fyrsta þætti kom ekki annað til greina en að tapliðið fengi annað tækifæri til að bera sigur úr býtum. Arnór Steinn og Jón Hlífar mæta Stefáni Geir og Magnúsi Hrafni á ný í gígantískum vitsmunaslag. Er Urban Justice bandarískt strákaband eða kvikmynd með Steven Seagal? Í baði af hvers konar matvælum átti Kleópatra að hafa baðað sig til að viðhalda fegurð sinni...
Published 12/12/21
Allra fyrsti þáttur Trivíaleikanna þar sem við færum ykkur pöbbkviss stemninguna heim í stofu í miðjum heimsfaraldri. Magnús Hrafn og Stefán Geir takast á við Arnór Stein og Jón Hlífar í reginslag í þessum fyrsta þætti. Hver er eini aðalleikaranna sex úr Friends sem lék gestahlutverk í Seinfeld? Hver söng bakrödd í lagi Dire Straits Money for Nothing? Hvað þarftu að vera ríkisborgari lengi til að geta boðið þig fram í forsetakosningum Bandaríkjanna? Þetta og margt annað er tæklað í þættinum.
Published 12/01/21