Episodes
VIÐ ÆTLUM AÐ BYRJA ÞENNAN MÁNUÐ MEÐ ÍSLENSKRI SPRENGJU 💣 🇮🇸 🤗Í þessum þætti ætlum við að tala um íslenska draugatrú í gegnum aldirnar og einkenni íslenskra drauga. Síðan tökum við fyrir þekktar sögur eins og t.d. um Gretti og Glám, Miklubæjar Sólveigu og Djáknann á Myrká.
Við munum einnig staldra aðeins við og kynna fyrir ykkur sjódraugana en sögur um sjórekin lík eru nokkuð algengar í íslenskri sagnahefð.
Rétt í lokin munum við svo skoða hvarfið á Bjarna Matthíasi Sigurðssyni og spjalla um...
Published 06/05/24
Í þessu geysistóra mannvirki búa að minnsta kosti 13 draugar.
Við erum á sögulegum slóðum sem eflaust margir íslendingar hafa heimsótt.
Fjölmargar aftökur, morð og dularfull andlát hafa átt sér stað þarna á þeim 900 árum síðan hann var reistur.
Við erum stödd í einni þekktustu höfuðborg Evrópu og hver veit nema einhverjir hlustendur séu jafnvel staddir þar núna!
Verið velkomin í Tower of London
SPOTIFY ÁSKRIFT ! Fáðu Draugasögu í hverri einustu viku!SMELLTU...
Published 06/05/24
HRÁTT & ÓKLIPPT!
Stebba langaði svo agalega að segja mér nokkrar draugasögur svo við ákváðum að taka það bara upp og leyfa ykkur að heyra þær líka 🤗
Endilega fylgið Draugasögum á samfélagsmiðlum þar sem þið getið séð skemmtileg reels úr upptökum 😉
Draugasögur á Facebook
Draugasögur á Instagram
Published 06/03/24
Við erum stödd í austur London sem býður uppá einstaka blöndu af sögu og leyndardómum.
Ímyndaður þér að þú ráfir um þröngar göturnar, inní dauf og illa upplýst húsasund. Þegar þú gengur framhjá veðruðum byggingum geturðu ekki annað en velt fyrir þér þeim sálum sem enn kunna að sitja eftir, týndar á milli lífs og dauða.
Afþví að sjáðu til, austur London er með dökkt orðspor sem tengist myrkri, goðsögnum og morðum...
Verið velkomin inná Ten Bells Pub
SPOTIFY ÁSKRIFT ! Fáðu Draugasögu í hverri...
Published 05/29/24
Í dag erum við staðsett í Aosta Valley eða Aosta dalnum sem má finna á norð vestur Ítalíu við landamæri bæði Frakklands og Sviss.
Hér ætlum við að heimsækja tvo kastala. Fyrst kíkjum við á Castle De Fénis og eftir það höldum við til Castle Of Issogne.
Eftir að við erum búin að fara yfir sögu þeirra og skoða draugana sem halda sig þar, þá ætlum við að skoða eitt nýlegt sakamál sem tengist dalnum sem átti sér stað í apríl 2024. Líklegt þykir að þetta sakamál tengist paranormal rannsókn eða...
Published 05/27/24
Ert þú á leiðinni til Spánar í sumar?
Við vitum vel að margir hlustendur ætla að leggja leið sína þangað í bráð svo í dag ætlum við að taka fyrir risastóra fræga byggingu sem eflaust margir hafa heimsótt, en fáir vita söguna á bakvið....sem er ansi óhugguleg.
Þetta mannvirki stendur í miðbæ Madrid, rúmlega 84.000 fermetrar á stærð og skartar það þremur hæðum og hvorki meira né minna en 20.000 listaverkum... og nokkrum eirðarlausum sálum
Verið velkomin á Reina Sofia Safnið..... SPOTIFY...
Published 05/22/24
Þjóðsagan um Stapadrauginn þekkja margir íslendingar.
Draugurinn á Reykjanesbrautinni sem birtist ökumönnum, og fær meira að segja stundum að sitja í.
Í dag ætlum við að kafa af alvöru í ofaní málið um einn frægasta draug Íslands.
Verið velkomin í þátt okkar um Stapadrauginn
SPOTIFY ÁSKRIFT!
Fáðu draugasögu í hverri einustu viku!
SMELLTU HÉR:
https://open.spotify.com/show/4OFMmF6XHx0BkEA4aYkpQ9?si=ggN0eHUZQB6baceXaX0bRA
FYRIR ÞÁ SEM KJÓSA AÐ KOMA Í ÁSKRIFT MEÐ PATREON APPINU ER BEINN...
Published 05/14/24
Draugasaga vikunnar er á léttari nótum að þessu sinni, með dass af draugum - sem er nauðsynlegt inná milli 😉
Við erum stödd í San Fransisco ( við þekkjum nú nokkur draugahús þar, t.d. 1000 Lombard Street og Alcatraz) en í dag ætlum við að heimsækja Atherton húsið sem er vægast sagt mikilfenglegt í útliti!
Við ætlum að fylgja fólkinu sem þar bjó, en þar erum við með George, eiginkonu hans Gertrude og svo móður hans Dominiga. Hvernig haldið þið að þessi sambúð hafi gengið? 😅
Komið ykkur í...
Published 05/14/24
Í dag er við stödd í the land down under, betur þekkt sem Ástralía. Nánar til tekið erum við í borginni Ararat í suð-vestur Victoria um 198 kílómetra frá Melbourne.
Bygging á Ardale Asylum, eða Ardale Lunatic Asylum eins og það var einnig kallað, hófst árið 1864. Upprunalega var bygging gerð fyrir um 250 manns en eftir aðeins 12 mánuði hófust viðbyggingar þar sem ljóst var að sjúklingar yrðu mun fleiri en áætlað var í fyrst.
Það þurfti aðeins tvær undirskriftir til þess að fá einhvern lagaðan...
Published 05/08/24
Við erum mætt í draugabæinn Salem í Massachusetts í USA en þetta er staður sem allir þeir sem hafa áhuga á hinu yfirnáttúrulega kannast vel við.
Hér ætlum við að skoða tvö hús sem eru rétt hjá hvor öðru og tengjast þau nornafárinu mikla með einum eða öðrum hætti!
ps. Þið báðuð um lengri þætti svo hér kemur einn extra langur og djúsí! Njótið vel!
SPOTIFY ÁSKRIFT Á 20% AFSLÆTTI BARA Í MAÍ ! Fáðu draugasögu í hverri einustu viku!
SMELLTU...
Published 05/01/24
Við höfum undanfarna daga verið að telja niður í þennan EXTRA langa Draugasögu- og fræðsluþátt þar sem við förum yfir nokkur mál frægasta særingarmann samtímans.
Auk þess sem við tökum smá 'Spurt & Svarað' um málefnið eins og:
◾️ Af hverju andsetur Djöfullinn ekki trúleysingja?
◾️Geta bara prestar sært út Djöfla?
◾️Lesa Djöflarnir hugsanir okkar?
og allskonar fleiri spurningum sem við munum fara yfir í lok þáttar og í gegnum söguna.
Verið óhrædd að spyrja fleiri spurninga sem kunna að...
Published 04/24/24
SMELLTU HÉR og Prófaðu áskrift af Draugasögum FRÍTT - í 7 daga! -Engin binding!**Hey ertu ekki örugglega að fylgja okkur á Instagram !?
https://www.patreon.com/draugasogur
Hann byrjaði að telja upp röð atburða og í marga mánuði fylgdist heimurinn með framgangi mála. Í rauntíma birti hann myndbönd, hljóðupptökur og margt annað sem almenningur tók þátt í að rýna í með honum.....
Enn í dag er fólk ekki viss.... var þetta allt saman þaulskipulögð markaðsetning að sögu sem seinna yrði kveikjan að...
Published 02/29/24
SMELLTU HÉR og Prófaðu áskrift af Draugasögum FRÍTT - í 7 daga! -Enging binding!https://www.patreon.com/draugasogur
Fyrir þær hugrökku sálir sem hættu sér að honum byrjaði ferðalagið á bílferð þar sem keyrt var eftir afskekktum vegi. Skuggamynd spítalans reis uppúr þokunni og gnæfði þarna yfir á þessu einangraða landsvæði þar sem ekkert líf virtist vera.
Þarna stóð hann eins og vörður fortíðar í allri sinni dýrð, umkringdur víðáttumiklum skógi, rotnandi framhlið hans sterk á móti náttúruöflum...
Published 02/27/24
SMELLTU HÉR og Prófaðu áskrift af Draugasögum FRÍTT - í 7 daga! -Enging binding!https://www.patreon.com/draugasogur
Hversu oft hefur þú gengið inní hús og fundið á þér að það er eitthvað....off?
Eitthvað ekki alveg eins og það á að vera?
Í dag ætlum við að segja ykkur frá merkilegu húsi í bænum Boise í Idaho í Bandaríkjunum. Það hafa margir flutt þangað inn og reynt að búa þarna.... en enginn stoppar lengi...... það er eitthvað að þessu húsi.... einhver minning, eitthvað atvik sem vill ekki...
Published 02/23/24
SMELLTU HÉR og Prófaðu áskrift af Draugasögum FRÍTT - í 7 daga! -Enging binding!https://www.patreon.com/draugasogur
Í dag ætlum við að ferðast til Flórída og skoða söguna á bakvið veitingastaðinn Ashley´s of Rockledge og þá anda sem þar er að finna.....
Þann 21. október árið 1934 fannst lík konu skammt frá í hrottalegu standi. Hér er um að ræða 19 ára stúlku sem hét Ethel Allen og er talið að hún hafi verið myrt inná veitingastaðnum áður en morðinginn losaði sig við lík hennar á ströndinni.
Í...
Published 02/20/24
Houska Kastalinn (í fullri lengd)
SMELLTU HÉR og Prófaðu áskrift af Draugasögum FRÍTT - í 7 daga! -Enging binding!https://www.patreon.com/draugasogur
Komdu með okkur á stað þar sem martraðir verða að veruleika og tíminn stendur í stað. Er þú nálgast finnur þú að loftið verður þrúgandi og lykt af brennisteini og rotnun umvefur þig. Hlið Houska kastalans er sópað til hliðar af óséðum höndum og býður þér inní heim þar sem draugar og skuggaverur dansa fram á nótt.
Sögusagnir og hvísl fléttast...
Published 01/07/24
Elbow Road (í fullri lengd)
SMELLTU HÉR og Prófaðu áskrift af Draugasögum FRÍTT - í 7 daga! -Enging binding!https://www.patreon.com/draugasogur
Fyrir íbúa Virgina Beach er Elbow Road vegurinn svikul martröð jafnvel á björtum sumardögum. Vegurinn kemur oft í fréttum þar sem verið er að lýsa banvænum bílslysum sem hafa skilið eftir marga eirðarlausa anda á veginum.
Hörmungarnar sem hafa gerst á svæðinu eru svo miklar að það er fólk sem forðast veginn algjörlega ef það getur.....
Verið...
Published 01/07/24
Húsið í Lewiston (í fullri lengd)
SMELLTU HÉR og Prófaðu áskrift af Draugasögum FRÍTT - í 7 daga! -Enging binding!https://www.patreon.com/draugasogur
Hér ætlum við að segja ykkur frá hjónum sem kaupa sér nýtt og stórt hús, tilbúin að stofna fjölskyldu en það er eitthvað þarna inni sem er ekki alveg tilbúið að sleppa taki og það sama má segja um fyrverandi eigandann.
Þetta mál hefur verið gert opinbert. Við vitum að það hafa hinir og þessir sjónvarpsþættir tekið það fyrir, og það eru örfáar...
Published 01/06/24
Undrin á Sarum (í fullri lengd)
SMELLTU HÉR og Prófaðu áskrift af Draugasögum FRÍTT - í 7 daga! -Enging binding!
https://www.patreon.com/draugasogur
Í dag er þátturinn með aðeins öðruvísi sniði en vanalega þar sem um er að ræða íslenska draugasögu.
Málið er frægt og mætti kalla það þekktasta á 20. öldinni.
Við erum stödd á norðurlandi, þar sem blaðamenn flykktust að í von um að geta tekið myndir af hryllingnum og sumir blaðamenn fengu mun meira en þeir áttu von á.
En inn á heimilinu var...
Published 01/06/24
Þessi þáttur kom upprunalega út fyrir áskrifendur í október 2022
Október mánuður er hafinn, myrkrið er skollið á og við erum öll að undirbúa okkur undir dimma og drungalega mánuði sem eru framundan.
En í tilefni af Halloween og Ghostóber-mánuði þá langar okkur að kafa dýpra ofan í uppruna hátíðarinnar. Af því að veist þú raunverulega hvaðan þessi hátíð kom og um hvað hún snýst?
Engar áhyggjur, þú átt eftir að vita allt sem þú þarft eftir þennan þátt og mögulega áttu eftir að setja kerti og...
Published 10/14/23
(VIRAL saga )
The Seaford poltergeist var ásókn sem að herjaði á fjölskyldu í Seaford Long Island New York árið 1958. Hlutir voru að hreyfast úr stað. Tappar voru losaðir af flöskum og svo hellt úr þeim, húsgögnin fóru á flug en engin eðlilega ástæða var fyrir þessum atvikum.
Paranormal rannsakendur og aðrir sérfræðingar voru fullvissir um að allt þetta tengdist 12 ára gömul dreng sem að bjó þarna á heimilinu. En efasemdamenn vildu meina að þetta væri gabb...
Við skulum kafa ofaní málið í...
Published 09/24/23
Komiði sæl elsku bestu og kæru áskrifendur ;)
Í dag er þátturinn með aðeins öðruvísi sniði en vanalega þar sem um er að ræða íslenska draugasögu.
Málið er frægt og mætti kalla það þekktasta á 20. öldinni.
Við erum stödd á norðurlandi, þar sem blaðamenn flykktust að í von um að geta tekið myndir af hryllingnum og sumir blaðamenn fengu mun meira en þeir áttu von á.
En inn á heimilinu var saklaus fjölskylda sem vildi ekkert annað en að vera látin í friði en ásóknin hafði allt annað í...
Published 08/30/23
Smelltu HÉR til að prófa Patreon Áskrift FRÍTT í 7 daga
Smeltu HÉR til að prófa Spotify Áskrift (🔒)
Í hjarta hinnar iðandi New York borgar er hverfið West Village. Þegar þú ráfar um þetta fallega svæði, víkja háir skýjakljúfrar borgarinnar fyrir fallegum steinsteyptum stígum og húsin eru öll svolítið gamaldags.
En inní þessu hverfi er eitt ákveðið draugahús og þegar við nálgumst það tökum við eftir því að það er gamallt og veðrað.
Þarna inni halda sig að minnsta kosti 20 andar sem hvísla sín...
Published 08/27/23
McRaven Setrið
Í hjarta Missisipi stendur þetta hús sem í fyrstu virðist vera pínulítið, en þegar maður gengur nær sér maður að það leynir heldur betur á sér. Hvert einasta herbergi, hvert einasta rými þarna inni er sérstakt og ef við hlustum vel getum við heyrt í þeim ganga um gólf og sinna sínum daglegu skyldum jafnvel þó að við sjáum ekki neinn.
Ræninginn Andrew Glass heldur áfram að vera með læti, fastur á milli lífs og dauða. Mary Elizabeth sem var hrifsuð burt í blóma lífsins lokkar...
Published 08/23/23
Smelltu -> PATREON ÁSKRIFT
Smelltu -> SPOTIFY ÁSKRIFT
Staðsett í hjarta Winnipeg, Kanada, stendur glæsilegt lúxus hótel. Iðandi götur eru allt í kring, hverfið er fullt af lífi og áin Assinibone sem er aðeins nokkrum skrefum frá hlykkjast í gegnum borgina. Hinu megin við er svo að finna friðsælann almenningsgarð sem er algjör andstæða við þær skelfilegu sögur sem leynast innan um veggja hótelsins.
Þeir sem hafa rannsakað þetta hótel segja að á kvöldin breytist það í stað þar sem fortíð...
Published 08/16/23