Episodes
Klukkan korter í 10 á sunnudagsmorgni þann 6. október árið 1974, kemur lögreglan í Ossett á Englandi auga á mann í mjög annarlegu ástandi.
Maðurinn hljóp nakinn um götur friðsæla bæjarins.
Ekki nóg með það að maðurinn væri nakinn. Heldur var hann allur útataður blóði.
Michael Taylor var ósköp venjulegur maður. Hann átti eiginkonu sem hét Christine og saman áttu þau fimm börn. En þegar Michael fer að stunda trúarlegar samkomur sem leiddar voru af Marie Robinson fer líf hans á hliðina og...
Published 11/20/24
ÞUNGAVIKTARÞÁTTUR HÉR Á FERÐ KÆRU HLUSTENDUR ‼️Í DAG fyrir nákvæmlega 50 árum síðan, uppá SÖMU MÍNÚTU OG ÞESSI ÞÁTTUR ER GEFINN ÚT, tók Ronald DeFeo upp riffil og skaut fjölskylduna sína:
Ronald DeFeo Sr (43), Louise DeFeo (43) , Dawn (18), Allison (13) , Marc (12) & John (9)
Við tókum þetta mál fyrir árið 2020 þegar við vorum bara rétt að byrja að gefa út podcast reglulega og fannst okkur við knúin til þess að snúa til baka í þennan hrylling og segja ykkur frá ÖLLU sem tengist morðunum...
Published 11/13/24
Komiði sæl elsku Draugasögufjölskylda!
Við höldum áfram þar sem frá var horfið um ráðgátuna um manninn með hattinn.
Fyrir helgi snertum við aðeins á málefninu en þó einkum í gegnum persónulegu reynslu Katrínar þar sem við tókum símtal við móður hennar og kryfjum hennar sögu.
Í þetta skiptið fær Stebbi því munnræpu og kemur fram með stórar staðhæfingar sem og rök því til stuðnings sem þið verðið að hlýða á til að sjá hvort Katrín, nú eða þið séuð sammála...?
En allt það, og margt fleira eftir...
Published 11/06/24
Við erum stödd í Tuscon, Arizona í miðri eyðimörkinni þar sem eitt ákveðið hús virðist halda fjölskyldu í heljargreipum, og það bókstaflega!
Þetta er saga um Árás úr fortíðinni
PATREON ÁSKRIFT !
FYRIR ÞÁ SEM KJÓSA AÐ KOMA Í ÁSKRIFT MEÐ PATREON APPINU ER BEINN HLEKKUR HÉR FYRIR NEÐAN:
PATREON ÁSKRIFT:
https://www.patreon.com/draugasogur
SPOTIFY ÁSKRIFT ! Fáðu Draugasögu í hverri einustu viku!SMELLTU HÉR:
https://open.spotify.com/show/4OFMmF6XHx0BkEA4aYkpQ9?si=ggN0eHUZQB6baceXaX0bRA
Published 11/04/24
Hver er svart klæddi maðurinn með hattinn?Af hverju hafa svona margir séð hann?Hvað þýðir það að sjá hann og hvað vill hann?
Þessum spurningum og fleirum veltum við fyrir okkur í áskriftarþætti vikunnar sem er að þessu sinni í tveimur pörtum...
Í part 1 segir Katrín okkur frá persónulegri reynslu af svart klædda manninum. Við tökum einnig viðtal við mömmu hennar og fáum að heyra hennar upplifun á því þegar Katrín var að sjá fólk í æsku sem að enginn annar sá.
Í part 2 sem kemur út í næstu...
Published 11/01/24
Hvað myndir þú gera ef að þú heyrðir í einhverjum flauta fyrir utan húsið þitt um hánótt? Þú færir fram og sæir pabba þinn sitja í sófanum og hann gæfi þér merki um að hafa hljótt, síðan myndi hann hvísla að þér að þú mættir aldrei kíkja útum gluggann þegar flautið heyrðist...
Hvað myndir þú gera ef þú værir 8 ára í göngutúr með mömmu þinni og þið bæði heyrðuð í einhverjum flauta. Þegar þú litir upp á mömmu þína sæir þú hræðsluna í augunum hennar. Hún myndi taka fast um handlegginn þinn og...
Published 10/16/24
Áskriftarþáttur sem upphaflega kom út þann 12. feb. 2022
Við höfum í marga mánuði, átt mjög erfitt með að leggja í þennan stað. Því sagan er svo umfangsmikil, svo svört og átakanleg. Að meira segja þeir allra hörðustu eiga oft í mestu vandræðum með hlusta á sannleikann um þennan hrottalega stað.
Svo setjið ykkur vandlega í stellingar því við erum að fara á staðinn sem er sennilega allra efstur á lista yfir reimdustu staðina í öllum heiminum.
Verið því tilbúin, loksins- og velkomin.......
í...
Published 10/16/24
Upphaflega gefinn út fyrir áskrifendur 12. janúar 2022
Fyrirmyndir okkar tengdu málefninu eru margar en eins og hlustendur vita, standa þó Warren hjónin þar uppúr.
Mál þeirra sem við ætlum að taka fyrir í dag hefur þó ekki verið Hollwood-vædd eins og Conjuring myndirnar. Heldur verið gleymt og grafið í meira en 30 ár.
En í þessum þætti gröfum við upp gamlar lögregluskýrslur, dustum rykið af bókum og fléttum í gegnum tugi blaðagreina. Þetta er risastórt mál svo setjið ykkur í stellingar og...
Published 10/09/24
Verið velkomin inní þennann dimma og ógurlega GHÓSTÓBER mánuð 😈Við hvetjum ykkur til þess að hlusta á þennan þátt ein uppí rúmi með slökkt ljósin!
Þetta er okkar tími, kæru hlustendur, en þessi mánuður er STÚTFULLUR af skelfilegum draugasögum sem munu láta þig sofa með ljósin kveikt 🕯️
Hver þáttur mun flytja þig inní aðra vídd þar sem heimur okkar lifandi mætir heimi hinna látnu.... og við vonum að þið séuð tilbúin í að halda inní svarta haustmyrkrið með okkur!
En við ætlum að byrja þennan...
Published 10/02/24
VELKOMIN Í GHOSTÓBER ! 👻
Í dag ætlum við að heimsækja þrjá kirkjugarða sem allir eiga sínar eigin draugasögur og goðsagnir.
En afhverju sjást draugar svona oft í kirkjugörðum? Ef við göngum aftur ahverju ættum við þá að halda okkur í garðinum þar sem líkaminn okkar er núna þegar sálin okkar er frjáls?
Við höfum ekki svör við þessum spurningum en ég held að við séum mörg sammála um að í hvert skipti sem við göngum inní kirkjugarð þá læðist hrollur upp eftir bakinu á okkur - Afþví að maður er...
Published 10/02/24
Sagan sem við ætlum að segja ykkur í dag er ótrúleg en dagsönn!Þetta er vel "documentað" mál. Það hefur verið skrifuð bók og í henni eru margar myndir.
Sagan fjallar um Jackie Hernandez en á níunda áratuginum er hún tilbúin að hefja nýtt líf eftir skilnað við eiginmann sinn. Hún var teggja barna móðir og þrátt fyrir erfiðar aðstæður var hún spennt að flytja í sína eigin íbúð. Hún hafði ekki hugmynd um að þetta væri byrjunin á hræðilegri martröð....
Leyfið okkur að segja ykkur frá málinu sem...
Published 09/25/24
Sagan sem við ætlum að segja ykkur í dag hefur setið í okkur hjónum lengi. Þetta er frásögn sem þú hættir ekki að hugsa um, mál sem þú átt aldrei eftir að gleyma.
Allt byrjaði þetta á Spáni árið 1934. Þennan septembermorgun ómaði brjálæðislegur hlátur um alla bygginguna sem annars var róleg. Þessi hlátur varð hærri og ógnvænlegri eftir því sem hann dreifðist um bygginguna..... en hvaðan kom hann?
Þau vissu það ekki þarna, en þetta var upphafið.
Þetta var fyrsti dagurinn af tveggja mánaða...
Published 09/18/24
Saga dagsins er öðruvísi, en mikilvæg.
Við ætlum að taka fyrir mál sem Warren hjónin tóku að sér fyrir nokkrum áratugum síðan. Kannski eru einhverjir hér sem kannast við málið, hafa heyrt um það....en við ætlum að gera það sem við gerum best. Við ætlum að kafa ofaní saumana á því, skoða öll smáatriði og mögulega reyna að finna út hvað það var sem var að hrjá þennann góða mann sem við ætlum að fjalla um í dag.
Okkur finnst við skyldug til að taka það fram að í þætti dagsins munum við tala um...
Published 09/11/24
Sagan sem við ætlum að segja ykkur í dag er svolítið snúin.
Við erum með byggingu og fólk sem að við vitum að var til.
Við erum með heimildir fyrir því að þetta fólk fæddist, það bjó í húsinu á einhverjum tímapunkti og við erum með heimildir fyrir því að þetta fólk dó og var á endanum grafið.
Síðan erum við með þjóðsögur sem fléttast inní þetta ,sem hafa gengið manna á milli og samhliða þeim erum við með sögulegar staðreyndir.
En þrátt fyrir allar þessar upplýsingar þá er þessi saga ein...
Published 09/04/24
Ed og Lorraine Warren spiluðu stórt hlutverk í þessu máli sem við tökum fyrir í dag
En ólíkt öðrum málum þeirra Warren hjóna, þá varð þetta aldrei eitt af þeim frægu.
Vegna þess að í yfir 25 ár vildi fjölskyldan halda þessu leyndarmáli útaf fyrir sig og minnast helst ekki á það fyrir utan veggja heimilisins.
En af hverju? Jú, því þau skömmuðust þau sín og tókust á við alvarlega áfallastreitu í kjölfarið. – En aðal ástæðan var hræðsla.
Þau voru svo hrædd um að ef þau myndu tala um þessa...
Published 08/28/24
Draugar, eldsvoði, mafían, morð, sjálfsvíg og bölvun.
6 orð sem einkenna sögu dagsins.
Húsið sem við munum fjalla um í dag er í rauninni setur sem umkringt risastórum trjám en samt sem áður fyrir miðju bæjarins
Það er nákvæmlega ekkert eðlilegt við setrið sem hefur staðið autt í mörg ár, þrátt fyrir að hafa staðið á sölu.
Það vill nefnilega ekki nokkur maður búa þarna, amk... enginn lifandi maður.
Verið velkomin í Kreischer Setrið
PATREON ÁSKRIFT ! FYRIR ÞÁ SEM KJÓSA AÐ KOMA Í ÁSKRIFT MEÐ...
Published 08/14/24
Eftir að banaslys verður á lóð Wikofss hjónanna breyttist allt.
Eflaust var hægt að kenna streitu og álagi um eitthvað, en þegar maður fer að birtast í eldhúsinu þeirra dragandi tvær konur á eftir sér þá átta hjónin sig á að þau voru föst í aðstæðum sem þau réðu ekki við ein.....
SPOTIFY ÁSKRIFT !
Fáðu Draugasögu í hverri einustu viku!SMELLTU HÉR:
https://open.spotify.com/show/4OFMmF6XHx0BkEA4aYkpQ9?si=ggN0eHUZQB6baceXaX0bRA
PATREON ÁSKRIFT ! FYRIR ÞÁ SEM KJÓSA AÐ KOMA Í ÁSKRIFT MEÐ...
Published 07/31/24
KOMIÐ ÞIÐ SÆL OG BLESSUÐ ÖLL SÖMUL! Hér erum við með Draugalegar Samræður númer 2 😄
Draugalegar Samræður eru auka þættir sem eru alveg hráir, s.s. óklipptir og óunnir að öllu leiti. Hér segir Stebbi Katrínu nokkrar örsögur sem hún hefur aldrei heyrt áður.
Vonandi hafið það gaman að 🤗
Ef þú vilt fá þætti án auglýsinga og fá að horfa á þennan þátt skaltu skoða áskriftarleiðina okkar á Patreon! Linkar neðar.
Draugasögur á Facebook
Draugasögur á Instagram
SPOTIFY ÁSKRIFT ! Fáðu Draugasögu í...
Published 07/24/24
Við erum komin til Rúmeníu í bæinn Hunedoara.
Þar uppá hæð situr stórglæsilegur kastali, eins og klipptur útúr ævintýri sem endaði ekkert alltof vel. Þröng brú leiðir okkur að aðal innganginum og þegar inn er komið tekur á móti okkur kalt andrúmsloft. Hann er ekkert alltof huggulegur, þetta er ekki staður sem þú vilt eyða nótt á.... ekki nema þú sért að leita að draugum...
Verið velkomin í Corvin Kastalann!PATREON ÁSKRIFT ! FYRIR ÞÁ SEM KJÓSA AÐ KOMA Í ÁSKRIFT MEÐ PATREON APPINU ER BEINN...
Published 07/17/24
Við erum mætt til Írlands.
Við keyrum eftir löngum vegi þangað til við komum að hringtorgi sem er ekkert nema grænt og óhirt gras. Við erum komin í þeim eina tilgangi að heimsækja þessa byggingu og þarna stendur hún, grá og drungaleg.
Þetta var fjölskylduheimili í mörg hundruð ár, nunnuklaustur og hótel en í dag stendur það autt.
Það er búið að byrgja fyrir alla glugga og það er lokað almenningi, en á bakvið þessa gráu steinveggi er eins og tíminn standi í stað því húsið er raunverulega...
Published 07/10/24
Við erum stödd í borginni Birmingham, stærstu borginni í Alabama í Bandaríkjunum.
Árið 1882 var byggð þarna verksmiðja og inní hennar voru risastórir ofnar sem að bræddu kol og málgrýti sem á endanum var síðan breytt í hart stál. Þessi verksmiðja spilaði stórt hlutverk í því að ryðja brautina fyrir iðnaðarbyltinguna.
En þessi velgengni var dýrkeypt með blóði vinnufólskins. Fjölmörg dauðsföll, slys og hugsanlega morð hafa átt sér stað þarna og margir segja að verksmiðjan hafi á endanum verð...
Published 07/03/24
Í dag ætlum við að segja ykkur frá mæðgunum Lindu (40) og Vanessu (17).
Þær flytja inní nýja íbúð sem var ekki sú fallegasta en þær vissu að þetta var bara tímabil. Fljótlega fengi Linda stöðuhækkun í vinnunni og þegar Vanessa myndi útskrifast þá fengi hún góða vinnu í kjölfarið. Þannig að já, þetta var tímabundið ástand.
Þegar þær ganga inní íbúðina í fyrsta skiptið sjá þær að fyrverandi eigandi hafði skilið eftir öll húsgögn og dularfullar myndir á veggjunum.....
Þetta er saga um bölvanir...
Published 06/26/24
Eruð þið tilbúin í Draugasögu sprengju!?Við ætlum að fara yfir mál sm gerist í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum. Þessi frásögn byrjar sem draugasaga en endar sem óupplýst sakamál.
Við munum blanda saman fyrstu persónu frásögn þar sem kona verður vitni af yfirnáttúrulegu atviki – og eftir það sökkvum við okkur ofaní sakamálið sem var upphafið af þessu öllu saman.
Setjið ykkur í stellingar....
Þetta er sagan um JANE DOE
SPOTIFY ÁSKRIFT ! Fáðu Draugasögu í hverri einustu viku!SMELLTU...
Published 06/20/24
Við ætlum að ferðast með ykkur alla leið til New Orleans í Bandaríkjunum og skoða þar þriggja hæða byggingu sem situr á horninu við frekar þröngar og svolítið sjabbí götur verðum við að viðurkenna.
Húsin í kring eru öll minni og upplituð, ruslatunnur á gangstéttunum eru yfirfullar og ef betur er að gáð má sjá heimilislaust fólk hjúfra sig í skúmaskotum.
Húsið er í dag heimili fólks en sagan á bakvið það er skrautleg og nokkuð umdeild. Við ætlum að skoða goðsagnirnar sem hafa sprottið upp í...
Published 06/12/24