Episodes
Í sjötta þætti af Innrás froskanna og fleiri kvikinda er rætt við fulltrúa stofnana og nefnda sem tengjast framandi og ágengum tegundum.
Hefur hið opinbera gerst sekt um sofandahátt í stóra froskamálinu eða er út í hött að ætla að stjórnvöld hafi einhverja aðkomu að því yfirleitt?
Arnhildur reynir að stoppa í götin í froskarannsókninni og finnur samhljóm milli Íslands og Færeyja.
Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
Published 09/21/24
Forvitnilegir eggjaklasar þekja Breiðafjörðinn. Hvalfjörðurinn er að breytast í einhvers konar umferðarmiðstöð. Allt virðist með kyrrum kjörum á yfirborðinu en það er ekkert að marka - spurðu bara burstaorminn og bogkrabbann. Tegundirnar eru framandi, sumar ágengar og eru farnar að slá ýmis heimsmet.
Það er kominn tími til að fara í alvöru felt, finna vísindamenn í fjöru og taka stöðuna á rannsóknum á þessari hægfara hamfaraskriðu lífmassa sem er að hrista upp í lífríki Íslands.
Hosted on...
Published 09/14/24
Arnhildur fær loksins að halda á körtu. Nágrannar grípa til aðgerða þegar froskafár dregur æstan múg inn í garð Karenar. Tilgátan um uppruna froskdýranna þróast í ýmsar áttir og eftir stendur spurningin: Hvernig í ósköpunum fær maður frosk til að opna munninn?
Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
Published 09/07/24
Er til 130 ára þýsk/íslenskt froskakyn? Hvers vegna er Húsavík einhvers konar Mekka framandi tegunda á Íslandi? Í þriðja þætti af Innrás froskanna og fleiri kvikinda fáum við svör við þessum spurningum og rýnum í innflutning á ólíklegustu dýrum, viljandi innflutning og óviljandi, löglegan og ólöglegan.
Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
Published 08/31/24
Rannsókninni vindur fram á ýmsum vígstöðvum í lífríkinu og í netheimum. Körturnar vakna af vetrardvala, Arnhildur reimar á sig gönguskóna, Internetið heldur áfram að gefa og Anna Margrét Áslaugardóttir, nemi í dýrahjúkrunarfræði lyftir rannsókninni á hærra stig.
Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
Published 08/24/24
Snemma vors lóðsar Karen Kjartansdóttir, íbúi við Melás í Garðabæ, Arnhildi um garðinn sinn - stóran og gróðursælan garð þar sem árum saman hafa dúkkað upp froskdýr. Karen rifjar upp froskafár liðinna ára og allt sem þeim fylgdi.
Leitin að uppruna froskanna er hafin og ekki úr vegi að fá ráðgjöf um vísindaleg vinnubrögð.
Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
Published 08/16/24