Episodes
Guli póstkassinn flýgur í Leynilund með fullt af bréfum frá leynifélögum. Kristín Eva les bréfin og leikur óskalög. Fluttur er 2.hluti leikritsins Leitin að spiladósinni eftir nemendur í Borgarleikhúsinu.
Published 04/08/15
Þarf rosalega lítil verkfæri til þess að smíða úr? Leynifélaginn Bryndís leitar svara um úrsmíðar. 1. hluti leikritsins Leitin að spiladósinni eftir nemendur í Borgarholtsskóla er flutt.
Published 04/07/15
Tónlistarfundur tileinkaður Katy Perry. leynifélag - alltaf leyndó - alltaft gaman
Published 03/27/15
Leynifélagar kynna sér störf blikksmiðs og skósmiðs.
Published 03/25/15
Barnabíómyndahátíð var sett í gærkvöldi í Bío Paradís. Þær Ása og Helga komu í heimsókn í Leynilund og sögðu frá myndunum sem verða sýndar þar. Barnabíómyndahátíð var sett í gærkvöldi í Bío Paradís. Þær Ása og Helga komu í heimsókn í Leynilund og sögðu frá myndunum sem verða sýndar þar.
Published 03/20/15
Froskar,úlfar og fljúgandi haus er meðal þess sem menn tengdu við sólmyrkva í gamla daga.Allt um það á leynifélagsfundinum. Sævar Helgi er sérstakur leynigestur.
Published 03/18/15
Hvernig munu hús og hverfi verða í framtíðinni? Bryndhildur gengur með leynifélögum um sýninguna Hæg breytileg átt í Hafnarhúsinu í Listasafni Reykjavíkur.
Published 03/17/15
Páll ÓSkar á afmæli og það opnar sýning í Keflavík með allri tónlistinni hans og öllum búningunum. Að því tilefni er hann leynigestur fundarins.
Published 03/16/15
Jóhanna Rós er 11 ára og er alltaf að búa til sögur. Hún hitti eitt sinn Guðrúnu Helgadóttur sem er einn af uppáhaldsrithöfundum hennar og nú eru þær bestu vinkonur. Jóhanna Rós segir leynifélögum hvernig hún fær hugmyndir að sögum og hvernig hún býr til bækur.
Published 03/10/15
Leynifélagarnir og glaðlyndu vinirnir Gunni og Felix koma í heimsókn og segja frá Bakaraofninum.
Published 02/25/15
Sagt er frá hobbitanum og Baldur Trausti Hreinsson les 9.lestur af Litlu greyin eftir Guðrúnu Helgadóttur.
Published 01/28/15
Leynifélaginn Vala les skemmtilegan fróðleik upp úr tímaritinu Lifandi vísindi. Baldur Trausti Hreinsson heldur áfram að lesa framhaldssöguna Litlu greyin eftir Guðrúnu Helgadóttur - 8.lestur.
Published 01/27/15
Ævar vísindamaður kemur í heimsókn og segir frá lestrarátakinu sínu. Endurfluttur þáttur frá október 2014. Baldur Trausti Hreinsson heldur áfram að lesa framhaldssöguna Litlu greyin eftir Guðrúnu Helgadóttur, 7.lestur.
Published 01/26/15
Á Leynifélagsfundinum er leikin tónlist eftir uppáhaldstónskáld drekans Gilberts, Vivaldi.
Published 01/23/15
Kristín Eva segir frá uppfinningum. Baldur Trausti Hreinsson heldur áfram að lesa framhaldssöguna Litlu greyin eftir Guðrúnu Helgadóttur - 6.lestur.
Published 01/21/15
Brynhildur ræðir við Lilju Vestmann Valdimarsdóttur sjö ára. Baldur Trausti Hreinsson heldur áfram að lesa úr framhaldssögunni Litlu greyin eftir Guðrúnu Helgadóttur,5.lestur.
Published 01/20/15
Leynifélaginn Kolfinna ræðir við Alfreð framleiðanda um starfið hans. Hann segir frá því þegar hann vann með mörgæs uppi á jökli og ýmsu fleira. Endurflutt viðtal frá janúar 2013. Baldur Trausti Hreinsson les úr framhaldssögunni Litlu greyin eftir Guðrúnu Helgadóttur, 4.lestur.
Published 01/19/15
Síminn er skemmtileg og sniðug uppfinning sem við ætlum að spjalla um og fræðast um á fundinum í kvöld. Við komumst að því hvernig fyrsti síminn varð til og heilmargt fleira.
Published 01/16/15
Kristín Eva spjallaði við Vilborgu Pólfara um ferðina á Suðurpólinn. Endurflutt viðtal frá 2012. Baldur Trausti Hreinsson les úr framhaldssögunni Litlu greyin eftir Guðrúnu Helgadóttur - 3.lestur.
Published 01/14/15
Leynifélaginn Bryndís Guðmundsdóttir ræðir við Hilmu Hólm hjartalækni. Baldur Trausti Hreinsson les framhaldssöguna Litlu greyin eftir Guðrúnu Helgadóttur, 2.lestur.
Published 01/13/15
Eldgosinu í Holuhrauni virðist hvergi nærri að ljúka. Leynifélaginn og Vasaljósið Katla hitti Kristínu Jónsdóttur eldfjallafræðing að máli og fékk að vita ýmislegt um eldgos, eldfjöll og hvað er líkt með eldgosi og gubbupest. Ný framhaldssaga hefur síðan göngu sína en það er sagan Litlu greyin eftir Guðrúnu Helgadóttur, Baldur Trausti Hreinsson les.
Published 01/12/15
Vasaljósin Katla og Salka ræða við Óttar Proppé Alþingismann.
Published 01/05/15
Brynhildur ræðir við Sveppa um nýjustu myndina hans og sitthvað fleira. Leikhópurinn Lotta heldur áfram að flytja framhaldsleikritið um Hróa hött. 5.hluti.
Published 10/28/14
Leynifélagarnir og Vasaljósin Mira Kamallakharan og Katla Njálsdóttir ræða við leikarana Ara Pál Karlsson og Maríu Ólafsdóttur um leikritið Ronja ræningjadóttir sem sýnt er hjá leikfélagi Mosfellsbæjar. Framhaldsleikritið Hrói höttur í flutningi Leikhópsins Lottu er á sínum stað, 4.hluti.
Published 10/27/14
Leynifélaginn og Vasaljósið Salka Gústafsdóttir ræðir við bræðurna Ævar Þór og Guðna Líndal Benediktssyni um nýútkomnar bækur þeirra. Leikhópurinn Lotta flytur 3.hluta framhaldsleikritsins um Hróa hött.
Published 10/22/14