Episodes
Innihaldsríkt spjall við hjónin Ingileif og Maríu, tveggja barna mæður sem eru duglegar að rugga bátnum í jafnréttismálum. Í þættinum heyrum við reynslu þeirra af barneignaferlinu og móðurhlutverkinu.
Published 06/27/21
Framhald af síðasta þætti þar sem við ræðum reynslu okkar af sængurlegunni og fyrstu vikunum eftir að barn kemur í heiminn.
Published 06/20/21
Í þættinum förum við yfir okkar persónulegu reynslu af meðgöngu og fæðingu og hvað kom okkur á óvart í ferlinu. 
Published 06/13/21
Sigrún María, eigandi Kvennastyrks mætti til okkar í spjall um hreyfingu á meðgöngu og eftir fæðingu. Einnig töluðum við um mátt hugans og hvernig hún tileinkaði sér sitt einstaka hugarfar.
Published 06/06/21
Í þessum þætti ræðum við m.a sængurlegu, hlutverk maka og kynlíf eftir fæðingu við Helgu Reynisdóttur ljósmóður. 
Published 05/30/21
Camillu Rut þekkja eflaust margir á samfélagsmiðlum. Hún kom til okkar í persónulegt spjall þar sem hún ræðir meðal annars fæðingarþunglyndi og burnout.
Published 05/23/21
Sunneva Ómarsdóttir kemur til okkar og ræðir meðgöngueitrun sem hún fékk skyndilega á 29. viku og í kjölfarið fæddist dóttir hennar 11 vikum fyrir tímann. 
Published 05/16/21
Published 05/03/21
Í þessum þætti deilir Sandra Ýr Grétarsdóttir átakanlegri sögu sinni af skyndilegu fráfalli sonar síns, hvernig hún leiddist út í neyslu í kjölfarið og leiðina aftur á beinu brautina. 
Published 05/03/21
Í þessum fyrsta þætti kynna vinkonurnar Díana Karen og Jóna Kristín hugmyndina á bakvið Móðurlíf.
Published 05/03/21