Rauða borðið: Heilbrigðiskerfi, fjársvelti, fötlun, harka, list
Listen now
Description
Fimmtudagur 7. nóv. Heilbrigðiskerfi, fjársvelti, fötlun, harka, list Það er tekið á mörgum ólíkum grundvallarmálum við Rauða borðið í dag og gestir úr öllum áttum. Í beina útsendingu mætir fólk sem hefur þekkingu og reynslu af uppbyggingu og niðurbroti heilbrigðiskerfisins, en það eru þau Jósep Blöndal, læknir, Sigurður Ingibergur Björnsson, stjórnarformaður Eyris Venture Management og fyrrum framkvæmdastjóri Klíníkurinnar, María Pétursdóttir listakona og frambjóðandi og Tinna Laufey Ásgeirsdóttir heilsuhagfræðingur, prófessor við Háskóla Íslands. Því næst tökum við fyrir fjársveltar samfélagsstofanir í samræðu við Hilmar Malmquist forstjóra Náttúruminjastofnunar Íslands, Andrés Skúlason formann Fornminjanefndar, Svanhildi Bogadóttur fyrrum Borgarskjalavörð og Snæbjörn Brynjarsson leikhússtjóra Tjarnarbíós. Þá er komið að spurningu dagsins þar sem almenningur á strætum borgarinnar svarar spurningunni: Skiptir viðhorf stjórnmálaflokka til menningarmála þig máli? Í Radíó Gaza er rætt um hörkuna sem færst hefur í hælisleitendamál undanfarin misseri, þær Arndís Anna fráfarandi þingmaður Pírata og lögfræðingur, Margrét Baldursdóttir, túlkur og Áslaug Ýr Hjartardóttir, ritlistarnemi sem er með samhæfða sjón og heyrnarskerðingu koma og ræða meðal annars um mál fimm manna fjölskyldu frá Írak en hluti þeirra er haldinn sömu fötlun og Áslaug Ýr. Að lokum segir Lára Zulima Ómarsdóttir okkur frá gleymdri myndlistarkonu, Höllu Haraldsdóttur.
More Episodes
Mánudagurinn 25. nóvember Kosningar, umhverfi, ungir kjósendur, sósíalismi, strandeldi og sirkus Esther Bíbí Ásgeirsdóttir bassaleikari, Hrönn Sveinsdóttir bíóstjóri, Kristjana Guðbrandsdóttir fjölmiðlakona og Borgar Magnússon tónskáld fara yfir stöðuna í pólitíkinni, nú þegar kosningabaráttan...
Published 11/26/24
Published 11/26/24
Sunnudagurinn 24. nóvember:  Synir Egils: Pólitík, kosningar, sviptingar og umturnun Bræðurnir Sigurjón Magnús og Gunnar Smári Egilssynir taka á móti gestum og ræða við þá um helstu fréttir og pólitíkina. Að þessi sinni koma þau Guðmundur Steingrímsson doktorsnemi, Jakob Bjarnar Grétarsson...
Published 11/24/24