Eitthvað grasserar á Glerársöndum og margir búast við svörum. Baldvin Z kvikmyndagerðarmaður og Tómas Valgeirsson bíófíkill grandskoða sjónvarpsþættina Svörtu sanda frá ólíkum hliðum. Vangaveltur neytandans koma ferskar að skaparanum, en Tómas kemur með getspár, kenningar og fyrirspurnir á meðan þeir í sameiningu varpa ljósi á framvindu sögunnar, persónurnar, þemu og myndlíkingar. Þá er líka stutt í sturlaðar staðreyndir á bakvið gerð seríunnar og um kvikmyndagerð eins og hún leggur sig.
Hefst þá stúderingin.
Annar þáttur Lögguhornsins en hér halda Ragnar og Tómas áfram spjalli sínu um lífið, bíólifið, safnaradellu og skaðann við það að festast í gefnu formi.
Efnisyfirlit:
00:00 - ,,Sloppy” vinnubrögð
03:40 - Nærandi að vera í teyminu
40:50 - Að rýna öðruvísi í hlutina
41:40 - Ókindin...
Published 11/20/24
Allt er sett í hágír og löggufaktorinn er settur í forgang sem aldrei fyrr. Yfirheyrslur, svör og sársauki eru í brennidepli áður en líður að lokalendingunni. Gústi, Fríða og jafnvel Jonna díla við þungar tilfinningar og ljósara er orðið hvert hlutirnir stefna hjá Anítu og Erlu. Þarna er líka...
Published 11/17/24